Ísland geti orðið fyrsta reyklausa landið í heimi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. maí 2024 13:21 Þær Elísa Kristinsdóttir og Mari Jarsk slógu í gegn í bakgarðshlaupinu um helgina svo athygli vekur. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og fjallgöngugarpur heldur ekki vatni yfir árangri ofurhlaupakonunnar Mari Järsk í Bakgarðshlaupinu sem lauk í gær og er hæstánægður með hlaupakonuna að hafa hlustað á ráð hans og hætt að reykja. Líkt og alþjóð veit fór Mari með sigur af hólmi í Bakgarðslaupinu í Öskjuhlíð í gær eftir að hafa hlaupið 57 hringi á tveimur sólarhringum. Um var að ræða yfir 380 kílómetra og Íslandsmetið slegið. Mari hefur slegið í gegn undanfarin ár, ekki síst þar sem hún hefur áður reykt á milli hringja, en á því varð breyting á í ár líkt og athygli vekur. Leiðir Mari og Tómasar liggja saman vegna heimildamyndar um Mari sem fór í loftið á Stöð 2 í maí, eftir fjölmiðlakonuna Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Mari hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í Elliðaárdal í október í fyrra en hún reykti eina sígarettu á milli hringja. Hver hringur var sjö kílómetrar og Mari hljóp nærri 250 kílómetra. Tómas tjáði sig eftirminnilega um flottan árangur Mari á samfélagsmiðlum í kjölfar hlaupsins í fyrra. Þar sagði hann hana geta orðið enn betri hlaupara, jafnvel á heimsmælikvarða, ef hún segði skilið við sígaretturnar. Mari tók vel í það og sló á létta strengi á samfélagsmiðlum í kjölfarið. „Tómas hjartalæknir langar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eigum við gefa honum séns? Ég er allavega SPENNTUST,“ skrifaði Mari við mynd af sér og Tómasi á samfélagsmiðlum í apríl í fyrra. Ljóst er að hún stóð við stóru orðin. Segir um stórbætingu að ræða „Afrek Mari Järsk í gær í Bakgarðshlaupinu 2024, þar sem hún hljóp 380 km á 57 klst., er ekkert annað en árangur á heimsmælikvarða, enda 7. besti árangur konu frá upphafi í þessari krefjandi íþrótt. Um stórbætingu er að ræða frá fyrri hlaupum,“ segir Tómas Guðbjartsson um árangurinn. „Það sem er ekki síður ánægjulegt er að þetta er fyrsta reyklausa ofurhlaup þessarar ofurkonu sem á meðal okkar fremstu íþróttamanna. Hún er því ekki aðeins fyrirmynd fyrir íþróttafólk almennt heldur líka þá sem vilja hætta að reykja - og taka þátt í að gera Ísland að fyrsta reyklausa landi í heim.“ Bakgarðshlaup Heilsa Áfengi og tóbak Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Sjá meira
Líkt og alþjóð veit fór Mari með sigur af hólmi í Bakgarðslaupinu í Öskjuhlíð í gær eftir að hafa hlaupið 57 hringi á tveimur sólarhringum. Um var að ræða yfir 380 kílómetra og Íslandsmetið slegið. Mari hefur slegið í gegn undanfarin ár, ekki síst þar sem hún hefur áður reykt á milli hringja, en á því varð breyting á í ár líkt og athygli vekur. Leiðir Mari og Tómasar liggja saman vegna heimildamyndar um Mari sem fór í loftið á Stöð 2 í maí, eftir fjölmiðlakonuna Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Mari hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í Elliðaárdal í október í fyrra en hún reykti eina sígarettu á milli hringja. Hver hringur var sjö kílómetrar og Mari hljóp nærri 250 kílómetra. Tómas tjáði sig eftirminnilega um flottan árangur Mari á samfélagsmiðlum í kjölfar hlaupsins í fyrra. Þar sagði hann hana geta orðið enn betri hlaupara, jafnvel á heimsmælikvarða, ef hún segði skilið við sígaretturnar. Mari tók vel í það og sló á létta strengi á samfélagsmiðlum í kjölfarið. „Tómas hjartalæknir langar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eigum við gefa honum séns? Ég er allavega SPENNTUST,“ skrifaði Mari við mynd af sér og Tómasi á samfélagsmiðlum í apríl í fyrra. Ljóst er að hún stóð við stóru orðin. Segir um stórbætingu að ræða „Afrek Mari Järsk í gær í Bakgarðshlaupinu 2024, þar sem hún hljóp 380 km á 57 klst., er ekkert annað en árangur á heimsmælikvarða, enda 7. besti árangur konu frá upphafi í þessari krefjandi íþrótt. Um stórbætingu er að ræða frá fyrri hlaupum,“ segir Tómas Guðbjartsson um árangurinn. „Það sem er ekki síður ánægjulegt er að þetta er fyrsta reyklausa ofurhlaup þessarar ofurkonu sem á meðal okkar fremstu íþróttamanna. Hún er því ekki aðeins fyrirmynd fyrir íþróttafólk almennt heldur líka þá sem vilja hætta að reykja - og taka þátt í að gera Ísland að fyrsta reyklausa landi í heim.“
Bakgarðshlaup Heilsa Áfengi og tóbak Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Sjá meira