„Skítkastið var ógeðslegt“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 11:22 Vigdís Hauksdóttir stóð í ströngu meðan hún starfaði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún var kærð fyrir einelti gegn starfsmönnum, hún barðist eins og ljón í braggamálinu svokallaða en ekkert jafnaðist þó á við bensínstöðvalóðamálið. Hún hrósar nú sigri, loksins. vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. „Loksins, loksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu. Hún segir að loks hafi stærsta málið sem hún tók á í borgarstjórn fengið almennilega umfjöllun í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. „Bragginn var smámál miðað við bensínstöðvadílinn. Ég sat undir árásum mánuðum saman en gaf ekkert eftir í þágu borgarbúa, skítkastið var ógeðslegt,“ segir Vigdís. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað eftir að María Sigrún birti umfjöllun sína sem hún ætlaði í Kveik en var færð yfir í Kastljósið. En þar fjallar hún um samning borgarinnar við bensínstöðvar en til stóð að fækka bensínstöðvum í borginni og var liður í þeim samningum, í sem skemmstu máli, að bensínfélögin fengu lóðirnar afhentar gegn því að hætta starfsemi. „Verðmæti dílsins er langtum meira virði en 10 milljarðar, þegar Hagar sem eiga og reka Olís hafa þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa,“ segir Vigdís. En Olís hafi fengið minnst út úr samningnum í fyrsta fasa. „Virðið er a.m.k. 20 milljarðar,“ segir Vigdís. Hún segir að þá hafi verið eftir framtíðarsamningarnir í fasa 2 og 3, sem voru undir samtímis. Þar hafi verið dulin ómetanleg verðmæti sem hlaupi á tugum milljarða. Vigdís segir ekkert sem heitir, þetta megi ekki gerast aftur. Eða … „eins og einn stjórnmálamaður orðaði það í gær – allur gjörningurinn er yfirstaðinn.“ Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Bensín og olía Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37 Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Loksins, loksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu. Hún segir að loks hafi stærsta málið sem hún tók á í borgarstjórn fengið almennilega umfjöllun í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. „Bragginn var smámál miðað við bensínstöðvadílinn. Ég sat undir árásum mánuðum saman en gaf ekkert eftir í þágu borgarbúa, skítkastið var ógeðslegt,“ segir Vigdís. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað eftir að María Sigrún birti umfjöllun sína sem hún ætlaði í Kveik en var færð yfir í Kastljósið. En þar fjallar hún um samning borgarinnar við bensínstöðvar en til stóð að fækka bensínstöðvum í borginni og var liður í þeim samningum, í sem skemmstu máli, að bensínfélögin fengu lóðirnar afhentar gegn því að hætta starfsemi. „Verðmæti dílsins er langtum meira virði en 10 milljarðar, þegar Hagar sem eiga og reka Olís hafa þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa,“ segir Vigdís. En Olís hafi fengið minnst út úr samningnum í fyrsta fasa. „Virðið er a.m.k. 20 milljarðar,“ segir Vigdís. Hún segir að þá hafi verið eftir framtíðarsamningarnir í fasa 2 og 3, sem voru undir samtímis. Þar hafi verið dulin ómetanleg verðmæti sem hlaupi á tugum milljarða. Vigdís segir ekkert sem heitir, þetta megi ekki gerast aftur. Eða … „eins og einn stjórnmálamaður orðaði það í gær – allur gjörningurinn er yfirstaðinn.“
Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Bensín og olía Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37 Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37
Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52
Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13
Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24