„Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 21:58 Þorleifur Ólafsson fer svekktur í sumarfrí löngu á undan áætlun. Nú tekur við vinna við að finna heimavöll næsta tímabil. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson og hans konur í Grindavík eru komnar í snemmbúið sumarfrí eftir að Njarðvíkingar sópuðu liðinu út úr 4-liða úrslitum en Njarðvík vann þriðja leik liðanna í Smáranum í kvöld 69-82. „Virkilega svekkjandi að láta sópa sér út í 4-liða sem var alls ekki planið. Bara virkilega svekkjandi.“ Grindvíkingar litu ágætlega út framan af leik og voru komnir með ágætis tök á leiknum í þriðja leikhluta, en þá varð hrun. „Mér leið bara virkilega vel í byrjun þriðja, bara loksins. En svo einhvern veginn bara virtist Njarðvík bara setja í einhvern annan gír sem við réðum ekki við og því fór sem fór.“ Þorleifur var djúpt hugsi yfir eigin frammistöðu eftir þrjú töp í röð. „Eftir svona tap þá fer maður bara að pæla og hugsa: „Er Njarðvíkurliðið bara miklu betur þjálfað heldur en Grindavíkurliðið?“ - Ég er virkilega stoltur af stelpunum. Þær börðust. Var ég með lausnir fyrir þær? Þær voru að skipta þrjá leiki hérna og við náðum ekki alveg að nógu vel úr því. Er það þeirra? Það er alls ekki þeirra.“ Hann tók á sig alla sök fyrir frammistöðu liðsins í þessu einvígi og sagðist einfaldlega ekki hafa fundið lausnir á leik Njarðvíkur. „Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir en við vorum með. Ég set bara stórt spurningamerki við það. Ég hefði klárlega geta gert betur í þessum aðstæðum. Sérstaklega að þær séu bara að spila mjög svipað alla þrjá leikina og við séum að tapa 3-0.“ Þorleifur gerði á sínum tíma þriggja ára samning við Grindavík og hann er nú á enda. Hann sagðist ekki vera farinn að hugsa neitt um framtíðina enda væri fókusinn á að finna heimavöll fyrir liðið, en Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG. „Nei, alls ekki. Við ætluðum klárlega að fara lengra. Eins og þú veist og allir, þá eru skrítnir tímar og einnig framundan. Maður er bara reyna að vinna í því að reyna að tryggja heimavöll áfram næsta tímabil. Það bara kemur í ljós hvað verður. Ég er búinn með mín þrjú ár sem ég ætlaði að taka. Búið að vera gaman og lærdómsríkt. Ef það er tíma til að einhver annar taki við þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. En ef ekki, þá þarf ég bara að skoða mín mál og hvort ég sé tilbúinn að halda áfram.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Virkilega svekkjandi að láta sópa sér út í 4-liða sem var alls ekki planið. Bara virkilega svekkjandi.“ Grindvíkingar litu ágætlega út framan af leik og voru komnir með ágætis tök á leiknum í þriðja leikhluta, en þá varð hrun. „Mér leið bara virkilega vel í byrjun þriðja, bara loksins. En svo einhvern veginn bara virtist Njarðvík bara setja í einhvern annan gír sem við réðum ekki við og því fór sem fór.“ Þorleifur var djúpt hugsi yfir eigin frammistöðu eftir þrjú töp í röð. „Eftir svona tap þá fer maður bara að pæla og hugsa: „Er Njarðvíkurliðið bara miklu betur þjálfað heldur en Grindavíkurliðið?“ - Ég er virkilega stoltur af stelpunum. Þær börðust. Var ég með lausnir fyrir þær? Þær voru að skipta þrjá leiki hérna og við náðum ekki alveg að nógu vel úr því. Er það þeirra? Það er alls ekki þeirra.“ Hann tók á sig alla sök fyrir frammistöðu liðsins í þessu einvígi og sagðist einfaldlega ekki hafa fundið lausnir á leik Njarðvíkur. „Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir en við vorum með. Ég set bara stórt spurningamerki við það. Ég hefði klárlega geta gert betur í þessum aðstæðum. Sérstaklega að þær séu bara að spila mjög svipað alla þrjá leikina og við séum að tapa 3-0.“ Þorleifur gerði á sínum tíma þriggja ára samning við Grindavík og hann er nú á enda. Hann sagðist ekki vera farinn að hugsa neitt um framtíðina enda væri fókusinn á að finna heimavöll fyrir liðið, en Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG. „Nei, alls ekki. Við ætluðum klárlega að fara lengra. Eins og þú veist og allir, þá eru skrítnir tímar og einnig framundan. Maður er bara reyna að vinna í því að reyna að tryggja heimavöll áfram næsta tímabil. Það bara kemur í ljós hvað verður. Ég er búinn með mín þrjú ár sem ég ætlaði að taka. Búið að vera gaman og lærdómsríkt. Ef það er tíma til að einhver annar taki við þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. En ef ekki, þá þarf ég bara að skoða mín mál og hvort ég sé tilbúinn að halda áfram.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira