Segja varkárni ávallt hafa verið Haraldi efst í huga Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 15:54 Vélin var sótt úr Þingvallavatni í apríl, tveimur mánuðum eftir slysið. Vísir/Vilhelm Aðstandendur flugmannsins Haralds Diego, sem flaug vélinni TF-ABB sem hafnaði í Þingvallavatni í febrúar árið 2022, óska eftir því að friður skapist um málið. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) byggi á getgátum um hvort mannlegur þáttur hafi valdið slysinu þar sem þrír farþegar, auk Haralds, létu lífið. Í dag birti RNSA lokaskýrslu sína á flugslysinu við Þingvallavatn. Í skýrslunni kom fram að annað hvort hafi Haraldur reynt að fljúga flugvélinni í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda ofan á þunnum ís ofan á vatninu. Mannlegir þættir hafi líklegast haft áhrif á slysið. Flugmaður vélarinnar var Haraldur og um borð voru þrír erlendir áhrifavaldar sem voru staddir hér á landi til að taka upp auglýsingaefni. Allir fjórir létust í slysinu og sýndu þeir merki drukknunar. Í yfirlýsingu sem lögmaður sendi fyrir hönd aðstandenda Haralds sendi fjölmiðlum í dag segir að þau óski eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slysið. Atburðurinn hafi enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra. „Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrifaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá séu flugmenn og allir sem þekktu Harald af eigin raun sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert sýni fram á að annað hafi verið uppi á teningnum þennan dag. „Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Í dag birti RNSA lokaskýrslu sína á flugslysinu við Þingvallavatn. Í skýrslunni kom fram að annað hvort hafi Haraldur reynt að fljúga flugvélinni í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda ofan á þunnum ís ofan á vatninu. Mannlegir þættir hafi líklegast haft áhrif á slysið. Flugmaður vélarinnar var Haraldur og um borð voru þrír erlendir áhrifavaldar sem voru staddir hér á landi til að taka upp auglýsingaefni. Allir fjórir létust í slysinu og sýndu þeir merki drukknunar. Í yfirlýsingu sem lögmaður sendi fyrir hönd aðstandenda Haralds sendi fjölmiðlum í dag segir að þau óski eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slysið. Atburðurinn hafi enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra. „Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrifaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá séu flugmenn og allir sem þekktu Harald af eigin raun sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert sýni fram á að annað hafi verið uppi á teningnum þennan dag. „Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.
Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira