Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig og á ári hverju er gefið út ákveðið þema.
Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á Metropolitan safninu sem einkennist af þemanu. Í ár mætti þýða þemað sem endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er „Sleeping Beauties: Reawakening Fashion“. Klæðnaðarkóðinn (e. dress code) er svo „The Garden of Time“ sem byggður er á smásögu eftir J.G. Ballard. Sækja því margir hönnuðir innblástur í blóm fyrir klæðnað kvöldsins.
Hver og einn túlkar þemað á eigin hátt en hér fyrir neðan má sjá þær stjörnur sem skína hvað skærast í kvöld:


























