Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 16:58 Ástþór segir bílahappdrætti sitt fylgja öllum reglum. Vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. Á vefsíðu sinni Núna.is er forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon með happdrætti þar sem í aðalvinning er Hupmobile K3-rafbifreið að virði fimm milljóna króna. 476 vinningar eru í boði til viðbótar; 228 myndir af náttúruverndarmynd Íslands árið 1991 og 248 myndir af náttúruverndarmynd Bretlands árið 1991. Hver mynd er andvirði tuttugu þúsund króna segir á vefsíðunni. Happdrættismiðinn sem Ástþór er að selja. Einn miði í happdrættinu kostar fimm hundruð krónur en áttatíu þúsund miðar eru í boði og heildarvirði miðanna því fjörutíu milljónir króna. Heildarverðmæti vinninganna nemur 14,5 milljónum króna, miðað við verðmat Ástþórs, og svo fá allir sem kaupa miða tvö þúsund króna gjafabréf hjá hlaðvarpsveitunni Brotkast í eigu Frosta Logasonar. Varð fyrir vonbrigðum Í gær birti Erlingur Sigvaldason, fyrrverandi formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, færslu á Twitter þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum sínum á því hve margir miðarnir væru og að dregið væri úr öllum miðum, en ekki bara seldum miðum. „Jæja, ég lét svindla á mér,“ skrifaði Erlingur við færsluna en hann hafði keypt sér nokkra miða. Jæja, ég lét svindla á mér. pic.twitter.com/NzyJHHNBMU— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) May 5, 2024 Ástþór þvertekur fyrir að hafa svindlað á nokkrum manni. Happdrættið sé unnið samkvæmt reglum sýslumanns og hefur hann leyfi frá honum til að reka það. Dregið verður út hjá sýslumanni þann 3. júní næstkomandi. „Þetta er venjan í happdrættum. Þau eru víst öll svona. Öll happdrætti SÍBS og svona, það var dregið úr öllum miðum. Ég held að það sé viðtekin venja, ég veit ekki um happdrætti þar sem er bara dregið úr seldum miða, það eru ekki mörg svoleiðis. Það er yfirleitt svona,“ segir Ástþór. Er með leyfi hjá sýslumanni Hann stefnir á að bæta við aukavinningum en þrátt fyrir það sé vinningshlutfall mun hærra hjá honum en lágmarkið sé. „Ég er með leyfi frá sýslumanni og svo er ég búinn að vera í sambandi við þá varðandi úrdráttinn, hvernig hann fer fram. Ég þurfti að athuga hvernig hann fer fram og svona,“ segir Ástþór. Hann segist einnig vera að gefa fullt af miðum, til að mynda með spurningaleikjum úr bók sinni á vefsíðunni Núna.is. „Þetta var hugsað til að fá fólk til að skoða innihaldið á boðskapnum, frekar heldur en bara umbúðirnar eins og hefur oft verið. Þetta var sett upp aðallega til þess. Svo gefum við fólki tækifæri til að kaupa miða. Þá er fólk að styrkja framboðið og fær miða fyrir styrkinn sinn,“ segir Ástþór. Áður verið með bílahappdrætti Undir Twitter-færslu Erlings var birt skjáskot af frétt DV frá árinu 2005 þar sem fjallað var um happdrætti sem Ástþór stóð fyrir árinu áður og í aðalvinning var ný Porsche-bifreið. Í fréttinni sagði að eingöngu fimmtíu miðar hafi selst í happdrættinu og að bifreiðin hafi aldrei verið til. Ástþór segir það alls ekki satt. „Þetta var þannig að þeir spurðu Porsche-umboðið á Íslandi um þennan bíl og þeir sögðu að ég hafði ekki keypt þennan bíl af þeim. Það var alveg rétt en þegar ég var að kaupa þennan bíl kom í ljós að hann var miklu ódýrari með eigin innflutningi. Og þá fór ég mikið í þennan innflutning sem ég er búinn að vera í síðan,“ segir Ástþór. Það væri þá ekki fyrsta skiptið, úr frétt frá 2005. pic.twitter.com/0CVbvmUe3X— Brynjar Ellertsson (@BrynjarEllerts) May 5, 2024 Bíllinn var keyptur af erlendu Porsche-umboði og fluttur til landsins. Bíllinn var þó ekki dreginn út og seldi Ástþór því bílinn. Örfáir miðar seldust en miðinn kostaði um fimm þúsund krónur. „Ég var svo brenndur af því að það hafi selst svo lítið af miðum, að þess vegna þegar ég gerði happdrættið núna þá setti ég miðann bara á fimm hundruð kall svo allir gætu tekið þátt,“ segir Ástþór. Fjárhættuspil Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Á vefsíðu sinni Núna.is er forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon með happdrætti þar sem í aðalvinning er Hupmobile K3-rafbifreið að virði fimm milljóna króna. 476 vinningar eru í boði til viðbótar; 228 myndir af náttúruverndarmynd Íslands árið 1991 og 248 myndir af náttúruverndarmynd Bretlands árið 1991. Hver mynd er andvirði tuttugu þúsund króna segir á vefsíðunni. Happdrættismiðinn sem Ástþór er að selja. Einn miði í happdrættinu kostar fimm hundruð krónur en áttatíu þúsund miðar eru í boði og heildarvirði miðanna því fjörutíu milljónir króna. Heildarverðmæti vinninganna nemur 14,5 milljónum króna, miðað við verðmat Ástþórs, og svo fá allir sem kaupa miða tvö þúsund króna gjafabréf hjá hlaðvarpsveitunni Brotkast í eigu Frosta Logasonar. Varð fyrir vonbrigðum Í gær birti Erlingur Sigvaldason, fyrrverandi formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, færslu á Twitter þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum sínum á því hve margir miðarnir væru og að dregið væri úr öllum miðum, en ekki bara seldum miðum. „Jæja, ég lét svindla á mér,“ skrifaði Erlingur við færsluna en hann hafði keypt sér nokkra miða. Jæja, ég lét svindla á mér. pic.twitter.com/NzyJHHNBMU— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) May 5, 2024 Ástþór þvertekur fyrir að hafa svindlað á nokkrum manni. Happdrættið sé unnið samkvæmt reglum sýslumanns og hefur hann leyfi frá honum til að reka það. Dregið verður út hjá sýslumanni þann 3. júní næstkomandi. „Þetta er venjan í happdrættum. Þau eru víst öll svona. Öll happdrætti SÍBS og svona, það var dregið úr öllum miðum. Ég held að það sé viðtekin venja, ég veit ekki um happdrætti þar sem er bara dregið úr seldum miða, það eru ekki mörg svoleiðis. Það er yfirleitt svona,“ segir Ástþór. Er með leyfi hjá sýslumanni Hann stefnir á að bæta við aukavinningum en þrátt fyrir það sé vinningshlutfall mun hærra hjá honum en lágmarkið sé. „Ég er með leyfi frá sýslumanni og svo er ég búinn að vera í sambandi við þá varðandi úrdráttinn, hvernig hann fer fram. Ég þurfti að athuga hvernig hann fer fram og svona,“ segir Ástþór. Hann segist einnig vera að gefa fullt af miðum, til að mynda með spurningaleikjum úr bók sinni á vefsíðunni Núna.is. „Þetta var hugsað til að fá fólk til að skoða innihaldið á boðskapnum, frekar heldur en bara umbúðirnar eins og hefur oft verið. Þetta var sett upp aðallega til þess. Svo gefum við fólki tækifæri til að kaupa miða. Þá er fólk að styrkja framboðið og fær miða fyrir styrkinn sinn,“ segir Ástþór. Áður verið með bílahappdrætti Undir Twitter-færslu Erlings var birt skjáskot af frétt DV frá árinu 2005 þar sem fjallað var um happdrætti sem Ástþór stóð fyrir árinu áður og í aðalvinning var ný Porsche-bifreið. Í fréttinni sagði að eingöngu fimmtíu miðar hafi selst í happdrættinu og að bifreiðin hafi aldrei verið til. Ástþór segir það alls ekki satt. „Þetta var þannig að þeir spurðu Porsche-umboðið á Íslandi um þennan bíl og þeir sögðu að ég hafði ekki keypt þennan bíl af þeim. Það var alveg rétt en þegar ég var að kaupa þennan bíl kom í ljós að hann var miklu ódýrari með eigin innflutningi. Og þá fór ég mikið í þennan innflutning sem ég er búinn að vera í síðan,“ segir Ástþór. Það væri þá ekki fyrsta skiptið, úr frétt frá 2005. pic.twitter.com/0CVbvmUe3X— Brynjar Ellertsson (@BrynjarEllerts) May 5, 2024 Bíllinn var keyptur af erlendu Porsche-umboði og fluttur til landsins. Bíllinn var þó ekki dreginn út og seldi Ástþór því bílinn. Örfáir miðar seldust en miðinn kostaði um fimm þúsund krónur. „Ég var svo brenndur af því að það hafi selst svo lítið af miðum, að þess vegna þegar ég gerði happdrættið núna þá setti ég miðann bara á fimm hundruð kall svo allir gætu tekið þátt,“ segir Ástþór.
Fjárhættuspil Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira