Ósáttur með tal eftirlitsmannsins í kaupfélaginu en sektin stendur Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2024 14:54 Erfitt er að tryggja eftirlit með að allir nautgripir séu örugglega úti í átta vikur á sumri. Matvælastofnun telur sig þó geta fylgst með því hvort nautgripir séu yfir höfuð settir eitthvað út á bæjum. Vísir/Vilhelm Nautgripabóndi á Vesturlandi þarf að greiða 350 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um útivist nautgripa eftir að matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar. Bóndinn kærði málið til ráðuneytisins þar sem hann setti meðal annars út á eftirlit stofunarinnar og sér í lagi hegðun eftirlitsmanns Matvælastofnunar í Kaupfélagi Borgfirðinga. Í úrskurðinum kemur fram að eftirlitsmaðurinn eigi að hafa hafið umræðu um eftirlitið við einn af bændum búsins og sagt frá því hversu mörg bú væru í skoðun í eftirlitinu, á hvaða bú væri nákvæmlega búið að fara þar að þau hafi verið tilkynnt og sömuleiðis hvaða bú myndu sleppa vegna þess að þar hafi verið ummerki eftir gripi fyrir utan fjós. Bóndinn taldi slíkt vera ófagleg vinnubrögð og ekki í samræmi vinnubrögð hjá stofnun eins og MAST sem færi með viðkvæm mál. Sagði hann samtalið hafa verið í viðurvist viðskiptavina og starfsmanna kaupfélagsins. Játaði að hafa ekki tryggt útivistina Matvælaráðuneytið staðfesti stjórnvaldsákvörðun Matvælastofnun um að sekta bóndann þar sem lágmarksútivist nautgripanna – átta vikur á sumri – hafi ekki verið uppfyllt á síðasta ári. Á bóndinn sömuleiðis að hafa játað að hafa ekki tryggt gripunum lögmælta útivist. Varðandi hegðun eftirlitsmannsins í kaupfélaginu þá leit ráðuneytið svo á að ekki væri hægt að kæra það sem snúi að verklagi starfsmannsins. Slíkt teljist ekki stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga heldur beri að beina slíku til forstjóra stofnunarinnar enda sé frekar um að ræða starfsmannamál. Misráðið Í svörum Matvælastofnunar kom fram að atvikið í kaupfélaginu hafi verið tveggja manna tal. „Eftirlitsmaðurinn þekkti viðkomandi og fékk spurningar og upplýsingar um fleiri aðila sem ekki hefðu uppfyllt skyldur um útivist nautgripa. Hafi hann með einhverjum hætti gefið í skyn að slíkt væri mögulega rétt, þá er ljóst að slíkt var misráðið.“ Af öllu virtu var það niðurstaða ráðuneytisins að Matvælastofnun hafi verið heimilt að leggja sektina á bóndann með því að vanrækja að tryggja nautgripum sínum lögmælta útivist á grónu landi sumarið 2023. Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að eftirlitsmaðurinn eigi að hafa hafið umræðu um eftirlitið við einn af bændum búsins og sagt frá því hversu mörg bú væru í skoðun í eftirlitinu, á hvaða bú væri nákvæmlega búið að fara þar að þau hafi verið tilkynnt og sömuleiðis hvaða bú myndu sleppa vegna þess að þar hafi verið ummerki eftir gripi fyrir utan fjós. Bóndinn taldi slíkt vera ófagleg vinnubrögð og ekki í samræmi vinnubrögð hjá stofnun eins og MAST sem færi með viðkvæm mál. Sagði hann samtalið hafa verið í viðurvist viðskiptavina og starfsmanna kaupfélagsins. Játaði að hafa ekki tryggt útivistina Matvælaráðuneytið staðfesti stjórnvaldsákvörðun Matvælastofnun um að sekta bóndann þar sem lágmarksútivist nautgripanna – átta vikur á sumri – hafi ekki verið uppfyllt á síðasta ári. Á bóndinn sömuleiðis að hafa játað að hafa ekki tryggt gripunum lögmælta útivist. Varðandi hegðun eftirlitsmannsins í kaupfélaginu þá leit ráðuneytið svo á að ekki væri hægt að kæra það sem snúi að verklagi starfsmannsins. Slíkt teljist ekki stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga heldur beri að beina slíku til forstjóra stofnunarinnar enda sé frekar um að ræða starfsmannamál. Misráðið Í svörum Matvælastofnunar kom fram að atvikið í kaupfélaginu hafi verið tveggja manna tal. „Eftirlitsmaðurinn þekkti viðkomandi og fékk spurningar og upplýsingar um fleiri aðila sem ekki hefðu uppfyllt skyldur um útivist nautgripa. Hafi hann með einhverjum hætti gefið í skyn að slíkt væri mögulega rétt, þá er ljóst að slíkt var misráðið.“ Af öllu virtu var það niðurstaða ráðuneytisins að Matvælastofnun hafi verið heimilt að leggja sektina á bóndann með því að vanrækja að tryggja nautgripum sínum lögmælta útivist á grónu landi sumarið 2023.
Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent