Martröð að fara á útikamar í svartamyrkrinu í Eistlandi sem barn Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2024 09:06 Mari elskar sveitina í Eistlandi. Í síðustu viku var heimildarmynd um ofurhlauparann Mari Järsk frumsýnd á Stöð 2 en þar fór hún yfir lífshlaup sitt og fylgdist Sigrún Ósk einnig með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi. Mari kom eins og stormsveipur inn í íslenska hlaupasenu og vakti þjóðarathygli þegar hún hljóp tæpa 300 kílómetra í svokölluðu bakgarðshlaupi þar sem hún kveikti sér í sígarettu eftir hvern einasta hring. Mari er frá Eistlandi og kemur af mjög brotnu heimili. Hún bjó lengi vel hjá ömmu sinni og afa í Eistlandi og í heimildarmyndinni fór hún til að mynda yfir aðstæður hjá þeim, en Mari talar einstaklega fallega um þau bæði. En þegar Mari bjó hjá þeim út í sveit í Eistlandi þurfti hún meðal annars að fara á útikamar á nóttinni, og það í niðamyrkri. „Í brunninum þarna er tekið vatn, hitað og það síðan notað til að þvo sér,“ segir Mari og heldur áfram umræðunni um sveitabýlið. „Núna er komið klósett en á þessum tíma var bara útikamar. Þegar maður var lítill og var að fara út í svartamyrkrið í Eistlandi þá var þetta frekar óhugnanlegt. Það er ekkert hræðilegt að horfa á þetta núna en þegar maður er svona 4,5, 6 sjö ára er þetta martröð,“ segir Mari. „En ég elska þetta allt saman. Leiðirnar í skóginum eru uppáhalds og ég tengi sveitina bara aldrei við slæmar minningar.“ Mari er sem stendur að hlaupa í bakgarðshlaupi í Reykjavík og stefnir á Íslandsmetið sem er 50 hringir. Í bakgarðshlaupi hleypur hver hlaupari 6,7 kílómetra og hefur til þess eina klukkustund. Ef þú kemur fyrr í mark, þýðir það einfaldlega að þú færð meiri hvíld. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni sem var á dagskrá í síðustu viku. Hægt er að sjá myndina í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ en segja má að ævi Mari hafi verið erfiðari en hjá flestum. Klippa: Martröð að fara á útikamar í svartamyrkrinu í Eistlandi sem barn Bakgarðshlaup Ástin og lífið Eistland Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Mari kom eins og stormsveipur inn í íslenska hlaupasenu og vakti þjóðarathygli þegar hún hljóp tæpa 300 kílómetra í svokölluðu bakgarðshlaupi þar sem hún kveikti sér í sígarettu eftir hvern einasta hring. Mari er frá Eistlandi og kemur af mjög brotnu heimili. Hún bjó lengi vel hjá ömmu sinni og afa í Eistlandi og í heimildarmyndinni fór hún til að mynda yfir aðstæður hjá þeim, en Mari talar einstaklega fallega um þau bæði. En þegar Mari bjó hjá þeim út í sveit í Eistlandi þurfti hún meðal annars að fara á útikamar á nóttinni, og það í niðamyrkri. „Í brunninum þarna er tekið vatn, hitað og það síðan notað til að þvo sér,“ segir Mari og heldur áfram umræðunni um sveitabýlið. „Núna er komið klósett en á þessum tíma var bara útikamar. Þegar maður var lítill og var að fara út í svartamyrkrið í Eistlandi þá var þetta frekar óhugnanlegt. Það er ekkert hræðilegt að horfa á þetta núna en þegar maður er svona 4,5, 6 sjö ára er þetta martröð,“ segir Mari. „En ég elska þetta allt saman. Leiðirnar í skóginum eru uppáhalds og ég tengi sveitina bara aldrei við slæmar minningar.“ Mari er sem stendur að hlaupa í bakgarðshlaupi í Reykjavík og stefnir á Íslandsmetið sem er 50 hringir. Í bakgarðshlaupi hleypur hver hlaupari 6,7 kílómetra og hefur til þess eina klukkustund. Ef þú kemur fyrr í mark, þýðir það einfaldlega að þú færð meiri hvíld. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni sem var á dagskrá í síðustu viku. Hægt er að sjá myndina í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ en segja má að ævi Mari hafi verið erfiðari en hjá flestum. Klippa: Martröð að fara á útikamar í svartamyrkrinu í Eistlandi sem barn
Bakgarðshlaup Ástin og lífið Eistland Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira