„Höfum spilað vel án Arons áður“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. maí 2024 23:18 Sigursteinn Arndal gat leyft sér að brosa á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sigurreifur að loknum sannfærandi sigri liðsins gegn ÍBV í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. „Við náðum strax upp sterkri vörn og þar fyrir aftan var Daníel Freyr frábær. Það gefur okkur færi á hraðaupphlaupsmörkum sem skila forskoti og sjálfstrausti í liðið. Liðsheildin var frábær og margir sem lögðu hönd á plóg við að halda varnarleiknum svona góðum,“ sagði Sigursteinn. „Það varð strax ljóst eftir leikinn í Eyjum að Aron yrði ekki með í þessum leik og við undirbjuggum okkur undir það milli leikja. Við höfum spilað áður vel án Arons bæði í vetur og á síðustu tímabilum og við vissum það vel að við erum með gott lið án hans,“ sagði hann um undirbúninginn. „Ásbjörn Friðriksson tók aukna ábyrgð á herðar sínar í fjarveru Arons og gerði það frábærlega. Við vitum öll hvers megnugur Ási er og hann sýndi það í þessum leik. Ég vil þó ítreka það að þetta var sigru liðsheildarinnar fyrst og fremst,“ sagði þjálfarinn hreykinn. „Það er ólýsanlegt fyrir mig að spila í jafn mikilli stemmingu og var hér í Kaplakrika í kvöld. Sú vinna sem sjálfboðaliðar sinntu alla vikuna og bara viku eftir viku til þess að skapa svona geggjaða umgjörð er algjörlega ómetanleg. Nú tekur við smá pása og það eru bara kostir og gallar við það. Við vissum af þessu þegar tímabilið hófst að þetta yrði svona og þetta er bara staðan. Fram undan er bara að búa okkur eins vel og nokkur möguleiki er fyrir úrslitaeinvígið,“ segir Sigursteinn um stemminguna í kvöld og framhaldið. Olís-deild karla FH Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
„Við náðum strax upp sterkri vörn og þar fyrir aftan var Daníel Freyr frábær. Það gefur okkur færi á hraðaupphlaupsmörkum sem skila forskoti og sjálfstrausti í liðið. Liðsheildin var frábær og margir sem lögðu hönd á plóg við að halda varnarleiknum svona góðum,“ sagði Sigursteinn. „Það varð strax ljóst eftir leikinn í Eyjum að Aron yrði ekki með í þessum leik og við undirbjuggum okkur undir það milli leikja. Við höfum spilað áður vel án Arons bæði í vetur og á síðustu tímabilum og við vissum það vel að við erum með gott lið án hans,“ sagði hann um undirbúninginn. „Ásbjörn Friðriksson tók aukna ábyrgð á herðar sínar í fjarveru Arons og gerði það frábærlega. Við vitum öll hvers megnugur Ási er og hann sýndi það í þessum leik. Ég vil þó ítreka það að þetta var sigru liðsheildarinnar fyrst og fremst,“ sagði þjálfarinn hreykinn. „Það er ólýsanlegt fyrir mig að spila í jafn mikilli stemmingu og var hér í Kaplakrika í kvöld. Sú vinna sem sjálfboðaliðar sinntu alla vikuna og bara viku eftir viku til þess að skapa svona geggjaða umgjörð er algjörlega ómetanleg. Nú tekur við smá pása og það eru bara kostir og gallar við það. Við vissum af þessu þegar tímabilið hófst að þetta yrði svona og þetta er bara staðan. Fram undan er bara að búa okkur eins vel og nokkur möguleiki er fyrir úrslitaeinvígið,“ segir Sigursteinn um stemminguna í kvöld og framhaldið.
Olís-deild karla FH Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira