Karlar líklegri að ljúga á kostnað annarra Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. maí 2024 16:31 Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að konur virtust hafa meiri andúð á að ljúga fyrir minni ávinning en karlar en að sá munur varð enginn þegar að ávinningur, upphæðin, jókst. Getty Vísindafólk af ýmsum sviðum hefur löngum velt því fyrir sér hvort einhver kynjamunur sé á viljanum til að grípa til lygi og hafa margar og ólíkar rannsóknir verið gerðar á þessu áhugaverða viðfangsefni. Í sumum löndum hafa niðurstöður sýnt fram á kynjamun á lygum og því lék Hauki Frey Gylfasyni, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, forvitni á að vita hvernig útkoman yrði hér á Íslandi en hann fór nýlega fyrir rannsókn á kynjamun á lygum undir formerkjum atferlishagfræði. „Við erum nokkur í Háskóla Íslands sem höfum verið að vinna að rannsóknum um heiðarleika og traust innan atferlishagfræðinnar. Það er hægt að rekja samstarf okkar aftur til ársins 2008 þegar við lásum grein Dreber og Johannesson um kynjamun í heiðarleika meðal sænskra háskólanema. Þeirra niðurstöður voru þær að karlar voru líklegri en konur að ljúga á kostnað annarra. Í ljósi þess sem var að gerast á Íslandi á þessum tíma þá fannst okkur spennandi að kanna hvort það sama ætti við á meðal íslenskra háskólanema,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Í okkar rannsóknum erum við að kanna hvað fólk gerir frekar en hvað það segist myndi gera við ákveðnar aðstæður. Við erum að skoða hegðun fólks með tilraunum frekar en viðhorfi með könnunum. Það er hægt að nota báðar aðferðir til að kanna heiðarleika en atferlishagfræðin hefur alltaf lagt meiri áherslu á hvað fólk gerir frekar en hvað fólks segist myndi gera.“ Haukur Freyr Gylfason er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Aðsend Konur ljúga síður fyrir minni ávinning Rannsókninni var þannig háttað að þátttakendur fengu greiddar peningaupphæðir fyrir svörog þannig varð mælanlegt hversu mikið þau voru viljug til að „hagræða sannleikanum“ upp á að eiga þess kost að fá hærri upphæð greidda út. „Í rannsókninni vorum við að kanna hvort upphæðin sem þátttakendur gátu „nælt“ sér í skipti máli. Þá jókst upphæðin frá 100 krónum upp í 4500 krónur sem þátttakendur gátu náð sér í á kostnað annarra,“ segir Haukur. „Þegar um lægri upphæðir er að ræða, til dæmis 100 krónur, virðast íslenskar konur vera síður líklegri til að ljúga en karlar. Það breytist hins vegar þegar upphæðirnar urðu hærri því þegar greiðslan var hækkuð í 1.500 krónur eða meira þá voru konur svipað tilbúnar og karlar til að segja ósatt ef þær töldu að það myndi skila sér í hærri upphæð í þeirra eigin vasa.“ Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að konur virtust hafa meiri andúð á að ljúga fyrir minni ávinning en karlar en að sá munur varð enginn þegar að ávinningur, upphæðin, jókst. Í samræmi við fyrri rannsóknir jókst hlutfall þeirra sem laug eftir því sem ávinningurinn varð meiri. Haukur Freyr segir erfitt að útskýra hvers vegna konur kunna síður að ljúga fyrir lágar upphæðir en karlar.Getty Samviskubit gæti spilað inn í Aðspurður um hans sýn á niðurstöðurnar segir Haukur að það sé ekki gefið að konur og karlar hegði sér eins þegar kemur að því að ljúga. „Fleiri rannsóknir en færri sýna að karlar eru líklegri að ljúga á kostnað annarra. Það gerir okkar niðurstöður svo spennandi að það kunni að vera munur á körlum og konum fyrir lágar upphæðir en að hann hverfi þegar upphæðirnar verði hærri. Það er erfitt að útskýra hvers vegna konur kunna síður að ljúga fyrir lágar upphæðir en karlar. Við höfum, eins og fleiri, bent á samviskubit sem mögulega skýringu. Ef við lítum á samviskubit sem mögulegan kostnað við það að gera eitthvað af sér þá dugar ef til vill lítill ábati síður fyrir konur en karla til að friða samviskubitið.“ Hvernig væri hægt að nýta þessar niðurstöður eða taka þetta lengra? „Heiðarleiki og traust skipta mjög miklu máli í viðskiptum. Ef það ríkir ekki traust á milli aðila í viðskiptum þá verður viðskiptakostnaður hærri, til dæmis með eftirlitsmyndavélum, með löngum samningum og kostnaðarsömum réttarhöldum, með tilheyrandi hækkun á verði vöru eða þjónustu til neytenda. Því betur sem við skiljum heiðarleika og traust þá getum við mögulega lækkað viðskiptakostnað og aukið ábata neytenda.“ Vísindi Grín og gaman Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Við erum nokkur í Háskóla Íslands sem höfum verið að vinna að rannsóknum um heiðarleika og traust innan atferlishagfræðinnar. Það er hægt að rekja samstarf okkar aftur til ársins 2008 þegar við lásum grein Dreber og Johannesson um kynjamun í heiðarleika meðal sænskra háskólanema. Þeirra niðurstöður voru þær að karlar voru líklegri en konur að ljúga á kostnað annarra. Í ljósi þess sem var að gerast á Íslandi á þessum tíma þá fannst okkur spennandi að kanna hvort það sama ætti við á meðal íslenskra háskólanema,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Í okkar rannsóknum erum við að kanna hvað fólk gerir frekar en hvað það segist myndi gera við ákveðnar aðstæður. Við erum að skoða hegðun fólks með tilraunum frekar en viðhorfi með könnunum. Það er hægt að nota báðar aðferðir til að kanna heiðarleika en atferlishagfræðin hefur alltaf lagt meiri áherslu á hvað fólk gerir frekar en hvað fólks segist myndi gera.“ Haukur Freyr Gylfason er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Aðsend Konur ljúga síður fyrir minni ávinning Rannsókninni var þannig háttað að þátttakendur fengu greiddar peningaupphæðir fyrir svörog þannig varð mælanlegt hversu mikið þau voru viljug til að „hagræða sannleikanum“ upp á að eiga þess kost að fá hærri upphæð greidda út. „Í rannsókninni vorum við að kanna hvort upphæðin sem þátttakendur gátu „nælt“ sér í skipti máli. Þá jókst upphæðin frá 100 krónum upp í 4500 krónur sem þátttakendur gátu náð sér í á kostnað annarra,“ segir Haukur. „Þegar um lægri upphæðir er að ræða, til dæmis 100 krónur, virðast íslenskar konur vera síður líklegri til að ljúga en karlar. Það breytist hins vegar þegar upphæðirnar urðu hærri því þegar greiðslan var hækkuð í 1.500 krónur eða meira þá voru konur svipað tilbúnar og karlar til að segja ósatt ef þær töldu að það myndi skila sér í hærri upphæð í þeirra eigin vasa.“ Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að konur virtust hafa meiri andúð á að ljúga fyrir minni ávinning en karlar en að sá munur varð enginn þegar að ávinningur, upphæðin, jókst. Í samræmi við fyrri rannsóknir jókst hlutfall þeirra sem laug eftir því sem ávinningurinn varð meiri. Haukur Freyr segir erfitt að útskýra hvers vegna konur kunna síður að ljúga fyrir lágar upphæðir en karlar.Getty Samviskubit gæti spilað inn í Aðspurður um hans sýn á niðurstöðurnar segir Haukur að það sé ekki gefið að konur og karlar hegði sér eins þegar kemur að því að ljúga. „Fleiri rannsóknir en færri sýna að karlar eru líklegri að ljúga á kostnað annarra. Það gerir okkar niðurstöður svo spennandi að það kunni að vera munur á körlum og konum fyrir lágar upphæðir en að hann hverfi þegar upphæðirnar verði hærri. Það er erfitt að útskýra hvers vegna konur kunna síður að ljúga fyrir lágar upphæðir en karlar. Við höfum, eins og fleiri, bent á samviskubit sem mögulega skýringu. Ef við lítum á samviskubit sem mögulegan kostnað við það að gera eitthvað af sér þá dugar ef til vill lítill ábati síður fyrir konur en karla til að friða samviskubitið.“ Hvernig væri hægt að nýta þessar niðurstöður eða taka þetta lengra? „Heiðarleiki og traust skipta mjög miklu máli í viðskiptum. Ef það ríkir ekki traust á milli aðila í viðskiptum þá verður viðskiptakostnaður hærri, til dæmis með eftirlitsmyndavélum, með löngum samningum og kostnaðarsömum réttarhöldum, með tilheyrandi hækkun á verði vöru eða þjónustu til neytenda. Því betur sem við skiljum heiðarleika og traust þá getum við mögulega lækkað viðskiptakostnað og aukið ábata neytenda.“
Vísindi Grín og gaman Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira