Orku- og samgöngumál efst á lista nýs sveitarfélags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2024 13:38 Kosið var til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Vísir/Vilhelm Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Oddviti listans segir mörg stór verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar, mikil orkuþörf sé á svæðinu og byggja þurfi nýjan skóla á Bíldudal. „Við erum kampakát með góða niðurstöðu og við leyfðum okkur alveg að fagna í gær,“ segir Páll Vilhjálmsson, oddviti Nýrrar sýnar. Þúsund og einn var á kjörskrá og var kjörsókn rúm 66 prósent. N-listi Nýrrar sýnar hlaut 377 atkvæði og fjóra sveitarstjórnarmenn og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 og þrjá menn í stjórn. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setja á oddinn alls konar samskipti við ríkið. Við stöndum hér frammi fyrir mikilli orkuþörf á næstu árum. Við stöndum frammi fyrir því að samgöngumálin okkar eru erfið. Við erum nú með sameinað sveitarfélag og allir þéttbýliskjarnar sundur slitnir með fjallvegum. Við stöndum frammi fyrir því að vera í samskiptum við ríkið um uppbyggingu hjúkrunarheimila á heilbrigðisstofnuninni, segir Páll. Þá séu ýmis stór verkefni innan sveitarfélagsins sem ráðast þurfi í. „Það er mikið framundan í uppbyggingu í skólamálum. Við þurfum að byggja nýtt skólahúsnæði á Bíldudal og erum á leið í útboð á því. Þannig að það er af nógu að taka.“ Samhliða þessu voru fulltrúar í fjórar heimastjórnir kosnir. Heimastjórnir eru nú á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðastrandshreppi. „Heimastjórnir hafa ákvörðunarvalda hvað varðar skipulagsmál og leyfisveitingar í sínu nærsamfélagi. Umfram allt held ég að heimastjórnir séu verkfæri til þess að koma málefnum nærsamfélags síns á dagskrá í bæjarstjórn. Þá verður virkilega spennandi að eiga samstarf við heimastjórnir. Við bindum miklar vonir við þær,“ segir Páll. Fyrsta verkefni sveitarstjórnarinnar verði að auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra. Hvorki Þórdís Sif Siguarðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar né Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í Tálknafirði hafa sóst eftir að sitja áfram. „Báðir sveitarstjórarnir eru á leið í burtu frá okkur. Það verður sennilega eitt af fyrstu verkefnunum. Svo verður að koma skólabyggingu á Bíldudal í útboð, það verður að vinnast hratt og vel svo við náum að standast áætlanir að kennsla hefjist í grunnskóla þar og leikskóla haustið 2025.“ Þá hefur verið auglýst eftir nýju nafni á sameinað sveitarfélag. „Við fáum til baka frá örnefnanefnd þær tillögur sem standast lög og kröfur. Svo verður það í höndum íbúa að velja nafn á nýtt sveitarfélag.“ Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00 Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10 Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Við erum kampakát með góða niðurstöðu og við leyfðum okkur alveg að fagna í gær,“ segir Páll Vilhjálmsson, oddviti Nýrrar sýnar. Þúsund og einn var á kjörskrá og var kjörsókn rúm 66 prósent. N-listi Nýrrar sýnar hlaut 377 atkvæði og fjóra sveitarstjórnarmenn og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 og þrjá menn í stjórn. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setja á oddinn alls konar samskipti við ríkið. Við stöndum hér frammi fyrir mikilli orkuþörf á næstu árum. Við stöndum frammi fyrir því að samgöngumálin okkar eru erfið. Við erum nú með sameinað sveitarfélag og allir þéttbýliskjarnar sundur slitnir með fjallvegum. Við stöndum frammi fyrir því að vera í samskiptum við ríkið um uppbyggingu hjúkrunarheimila á heilbrigðisstofnuninni, segir Páll. Þá séu ýmis stór verkefni innan sveitarfélagsins sem ráðast þurfi í. „Það er mikið framundan í uppbyggingu í skólamálum. Við þurfum að byggja nýtt skólahúsnæði á Bíldudal og erum á leið í útboð á því. Þannig að það er af nógu að taka.“ Samhliða þessu voru fulltrúar í fjórar heimastjórnir kosnir. Heimastjórnir eru nú á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðastrandshreppi. „Heimastjórnir hafa ákvörðunarvalda hvað varðar skipulagsmál og leyfisveitingar í sínu nærsamfélagi. Umfram allt held ég að heimastjórnir séu verkfæri til þess að koma málefnum nærsamfélags síns á dagskrá í bæjarstjórn. Þá verður virkilega spennandi að eiga samstarf við heimastjórnir. Við bindum miklar vonir við þær,“ segir Páll. Fyrsta verkefni sveitarstjórnarinnar verði að auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra. Hvorki Þórdís Sif Siguarðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar né Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í Tálknafirði hafa sóst eftir að sitja áfram. „Báðir sveitarstjórarnir eru á leið í burtu frá okkur. Það verður sennilega eitt af fyrstu verkefnunum. Svo verður að koma skólabyggingu á Bíldudal í útboð, það verður að vinnast hratt og vel svo við náum að standast áætlanir að kennsla hefjist í grunnskóla þar og leikskóla haustið 2025.“ Þá hefur verið auglýst eftir nýju nafni á sameinað sveitarfélag. „Við fáum til baka frá örnefnanefnd þær tillögur sem standast lög og kröfur. Svo verður það í höndum íbúa að velja nafn á nýtt sveitarfélag.“
Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00 Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10 Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00
Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10
Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33