Orku- og samgöngumál efst á lista nýs sveitarfélags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2024 13:38 Kosið var til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Vísir/Vilhelm Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Oddviti listans segir mörg stór verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar, mikil orkuþörf sé á svæðinu og byggja þurfi nýjan skóla á Bíldudal. „Við erum kampakát með góða niðurstöðu og við leyfðum okkur alveg að fagna í gær,“ segir Páll Vilhjálmsson, oddviti Nýrrar sýnar. Þúsund og einn var á kjörskrá og var kjörsókn rúm 66 prósent. N-listi Nýrrar sýnar hlaut 377 atkvæði og fjóra sveitarstjórnarmenn og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 og þrjá menn í stjórn. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setja á oddinn alls konar samskipti við ríkið. Við stöndum hér frammi fyrir mikilli orkuþörf á næstu árum. Við stöndum frammi fyrir því að samgöngumálin okkar eru erfið. Við erum nú með sameinað sveitarfélag og allir þéttbýliskjarnar sundur slitnir með fjallvegum. Við stöndum frammi fyrir því að vera í samskiptum við ríkið um uppbyggingu hjúkrunarheimila á heilbrigðisstofnuninni, segir Páll. Þá séu ýmis stór verkefni innan sveitarfélagsins sem ráðast þurfi í. „Það er mikið framundan í uppbyggingu í skólamálum. Við þurfum að byggja nýtt skólahúsnæði á Bíldudal og erum á leið í útboð á því. Þannig að það er af nógu að taka.“ Samhliða þessu voru fulltrúar í fjórar heimastjórnir kosnir. Heimastjórnir eru nú á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðastrandshreppi. „Heimastjórnir hafa ákvörðunarvalda hvað varðar skipulagsmál og leyfisveitingar í sínu nærsamfélagi. Umfram allt held ég að heimastjórnir séu verkfæri til þess að koma málefnum nærsamfélags síns á dagskrá í bæjarstjórn. Þá verður virkilega spennandi að eiga samstarf við heimastjórnir. Við bindum miklar vonir við þær,“ segir Páll. Fyrsta verkefni sveitarstjórnarinnar verði að auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra. Hvorki Þórdís Sif Siguarðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar né Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í Tálknafirði hafa sóst eftir að sitja áfram. „Báðir sveitarstjórarnir eru á leið í burtu frá okkur. Það verður sennilega eitt af fyrstu verkefnunum. Svo verður að koma skólabyggingu á Bíldudal í útboð, það verður að vinnast hratt og vel svo við náum að standast áætlanir að kennsla hefjist í grunnskóla þar og leikskóla haustið 2025.“ Þá hefur verið auglýst eftir nýju nafni á sameinað sveitarfélag. „Við fáum til baka frá örnefnanefnd þær tillögur sem standast lög og kröfur. Svo verður það í höndum íbúa að velja nafn á nýtt sveitarfélag.“ Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00 Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10 Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Við erum kampakát með góða niðurstöðu og við leyfðum okkur alveg að fagna í gær,“ segir Páll Vilhjálmsson, oddviti Nýrrar sýnar. Þúsund og einn var á kjörskrá og var kjörsókn rúm 66 prósent. N-listi Nýrrar sýnar hlaut 377 atkvæði og fjóra sveitarstjórnarmenn og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 og þrjá menn í stjórn. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setja á oddinn alls konar samskipti við ríkið. Við stöndum hér frammi fyrir mikilli orkuþörf á næstu árum. Við stöndum frammi fyrir því að samgöngumálin okkar eru erfið. Við erum nú með sameinað sveitarfélag og allir þéttbýliskjarnar sundur slitnir með fjallvegum. Við stöndum frammi fyrir því að vera í samskiptum við ríkið um uppbyggingu hjúkrunarheimila á heilbrigðisstofnuninni, segir Páll. Þá séu ýmis stór verkefni innan sveitarfélagsins sem ráðast þurfi í. „Það er mikið framundan í uppbyggingu í skólamálum. Við þurfum að byggja nýtt skólahúsnæði á Bíldudal og erum á leið í útboð á því. Þannig að það er af nógu að taka.“ Samhliða þessu voru fulltrúar í fjórar heimastjórnir kosnir. Heimastjórnir eru nú á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðastrandshreppi. „Heimastjórnir hafa ákvörðunarvalda hvað varðar skipulagsmál og leyfisveitingar í sínu nærsamfélagi. Umfram allt held ég að heimastjórnir séu verkfæri til þess að koma málefnum nærsamfélags síns á dagskrá í bæjarstjórn. Þá verður virkilega spennandi að eiga samstarf við heimastjórnir. Við bindum miklar vonir við þær,“ segir Páll. Fyrsta verkefni sveitarstjórnarinnar verði að auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra. Hvorki Þórdís Sif Siguarðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar né Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í Tálknafirði hafa sóst eftir að sitja áfram. „Báðir sveitarstjórarnir eru á leið í burtu frá okkur. Það verður sennilega eitt af fyrstu verkefnunum. Svo verður að koma skólabyggingu á Bíldudal í útboð, það verður að vinnast hratt og vel svo við náum að standast áætlanir að kennsla hefjist í grunnskóla þar og leikskóla haustið 2025.“ Þá hefur verið auglýst eftir nýju nafni á sameinað sveitarfélag. „Við fáum til baka frá örnefnanefnd þær tillögur sem standast lög og kröfur. Svo verður það í höndum íbúa að velja nafn á nýtt sveitarfélag.“
Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00 Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10 Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00
Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10
Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33