Stöð 2 Sport
Klukkan 16.00 er leikur Stjörnunnar og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta á dagskrá. Klukkan 19.00 er komið að leik Fram og Fylkis í sömu deild. Klukkan 21.20 eru Tilþrifin á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 10.20 er leikur Cagliari og Lecce í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta, á dagskrá. Klukkan 12.50 mætast Hellas Verona og Fiorentina í sömu deild.
Klukkan 15.50 mætast AC Milan og Genoa. Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson leikur með Genoa.
Klukkan 23.00 er úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 14.50 er leikur Barca og Kanarí í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni á dagskrá.
Klukkan 18.35 er leikur Roma og Juventus í Serie A á dagskrá.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 17.50 er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í Subway-deild kvenna í körfubolta á dagskrá.
Vodafone Sport
Klukkan 10.10 er leikur PSV og Sparta Rotterdam í Eredivisie, efstu deild Hollands í fótbolta, á dagskrá.
Klukkan 13.10 mætast Manchester City og Arsenal í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Man City trónir á toppnum og stefnir á titilinn sem Chelsea hefur einokað undanfarin ár.
Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Houston Dash og Kansas City í NWSL-deildinni í fótbolta.
Klukkan 19.30 er Formúla 1 á dagskrá. Að þessu sinni fer keppnin fram í Miami í Bandaríkjunum.
Besta deildin
Klukkan 16.00 er leikur KA og KR í Bestu deild karla á dagskrá. Klukkan 19.15 er leikur HK og Íslandsmeistara Víkings á dagskrá.