„Skrímsladeildin“ hafi skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2024 16:44 Pistill Steinunnar Ólínu hefur farið eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla. Vísir/Samsett Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna. Í færslunni sakar hún Stefán og „yfirmann áróðursmaskínunnar“ Friðjón Friðjónsson um að hafa skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Jakobsdóttur. „Þegar talað er um skrímsladeildina í íslensku samfélagi er talað um það fjölmarga fólk sem tekur að sér óþrifaverk fyrir þá sem eiga og ráða. Þetta eru einfaldlega áróðursmeistarar, þeirra sem eiga og ráða. Þetta er fólk sem vílar ekki fyrir sér að níða skóinn af öðru fólki, að gera aðra tortryggilega og slá rýrð á fólk, málstaði og málefni,“ skrifar Steinunn. Hún segir viðtal Stefáns við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda hafa verið „frámunalega ógeðfellt og dónalegt“ og segir að Stefán sé nú að reyna að gera kosningastjóra Höllu Hrundar tortryggilega „fyrir það eitt að hafa unnið fyrir Orkustofnun og þegið fyrir það laun!“ Stefán svarar fyrir sig Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, tekur undir með Steinunni Ólínu og segir frábært hjá henni að „draga fram viðurstyggð skrímsladeildar Valhallar.“ „Það er skömm íslensks samfélags að þetta ofbeldisfólk hafi verið látið óáreitt á skólalóðinni, komist upp með einelti og níðinskap í skjóli ótta almennings við að verða fyrir því sama. Þess vegna er hugrekki Steinunnar mikilvægt. Þessu mun ekki linna fyrr en við stöndum öll upp og höfnum því að slúðurberar á launum auðfólks fái að stjórna því hvað er rætt á Íslandi og hverjir fái hér framgang,“ skrifar hann við færsluna. Stefán Einar Stefánsson svaraði fyrir sig í athugasemd við færslu Gunnars Smára. Hann gefur lítið fyrir málflutning þeirra og segir hann Gunnar meðal annars skorta alla sómakennd. Stefán sparar ekki orðin. „Hann og Reynir Traustason hafa níðst á konunni minni á meira en áratug, bara til þess að ná sér niður á mér. Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru. Eltihrellar og mannorðsnauðgarar,“ skrifar Stefán. Kona Stefáns er Sara Lind Guðbergsdóttir, sem var settur orkumálastjóri eftir að Halla Hrund Logadóttir tók sér tímabundið leyfi frá störfum vegna forsetaframboðsins. „En það góða er að þeir skipta engu máli, hafa fyrir löngu sýnt þjóðinni að þeir eru einskis virði. Við hlæjum alla jafna að þeim þegar þeir fara á stjá. Þeir hafa kannski eitt: skemmtanagildi,“ bætir hann við. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í færslunni sakar hún Stefán og „yfirmann áróðursmaskínunnar“ Friðjón Friðjónsson um að hafa skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Jakobsdóttur. „Þegar talað er um skrímsladeildina í íslensku samfélagi er talað um það fjölmarga fólk sem tekur að sér óþrifaverk fyrir þá sem eiga og ráða. Þetta eru einfaldlega áróðursmeistarar, þeirra sem eiga og ráða. Þetta er fólk sem vílar ekki fyrir sér að níða skóinn af öðru fólki, að gera aðra tortryggilega og slá rýrð á fólk, málstaði og málefni,“ skrifar Steinunn. Hún segir viðtal Stefáns við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda hafa verið „frámunalega ógeðfellt og dónalegt“ og segir að Stefán sé nú að reyna að gera kosningastjóra Höllu Hrundar tortryggilega „fyrir það eitt að hafa unnið fyrir Orkustofnun og þegið fyrir það laun!“ Stefán svarar fyrir sig Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, tekur undir með Steinunni Ólínu og segir frábært hjá henni að „draga fram viðurstyggð skrímsladeildar Valhallar.“ „Það er skömm íslensks samfélags að þetta ofbeldisfólk hafi verið látið óáreitt á skólalóðinni, komist upp með einelti og níðinskap í skjóli ótta almennings við að verða fyrir því sama. Þess vegna er hugrekki Steinunnar mikilvægt. Þessu mun ekki linna fyrr en við stöndum öll upp og höfnum því að slúðurberar á launum auðfólks fái að stjórna því hvað er rætt á Íslandi og hverjir fái hér framgang,“ skrifar hann við færsluna. Stefán Einar Stefánsson svaraði fyrir sig í athugasemd við færslu Gunnars Smára. Hann gefur lítið fyrir málflutning þeirra og segir hann Gunnar meðal annars skorta alla sómakennd. Stefán sparar ekki orðin. „Hann og Reynir Traustason hafa níðst á konunni minni á meira en áratug, bara til þess að ná sér niður á mér. Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru. Eltihrellar og mannorðsnauðgarar,“ skrifar Stefán. Kona Stefáns er Sara Lind Guðbergsdóttir, sem var settur orkumálastjóri eftir að Halla Hrund Logadóttir tók sér tímabundið leyfi frá störfum vegna forsetaframboðsins. „En það góða er að þeir skipta engu máli, hafa fyrir löngu sýnt þjóðinni að þeir eru einskis virði. Við hlæjum alla jafna að þeim þegar þeir fara á stjá. Þeir hafa kannski eitt: skemmtanagildi,“ bætir hann við.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent