„Þetta er ekki boðlegt finnst mér“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2024 07:00 Jón Halldór Eðvaldsson og Matthías Orri Sigurðarson létu gamminn geysa um mál Kane í gær. Stöð 2 Sport Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. „Það eru minna enn tuttugu og tvær klukkustundir í leikinn og Pétur Ingvarsson veit ekki hvaða liði hann er að fara að mæta. Jóhann Þór veit ekki hvaða liði hann er að fara að stilla upp,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds þegar rætt var um mögulegt leikbann DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur í þætti gærkvöldsins. Þeir Stefán Árni, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson fóru svo yfir málið en DeAndre Kane gæti fengið leikbann vegna hegðunar sinnar eftir að hann var rekinn af velli í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitaeinvígi liðanna í Subway-deildinni. KKÍ hefur enn ekki gefið út hvort Kane verði dæmdur í leikbann en fyrsti leikurinn fór fram á þriðjudaginn. „Ég skil þetta bara ekki. Fyrir mitt litla líf þá bara skil ég ekki að við séum með þessa göfugu íþrótt þar sem allur meðbyr í samfélaginu á Íslandi er með okkur. Við erum búnir að vera með sjónvarpsþátt síðastliðin tíu ár og erum að fjalla um þetta alla daga, við erum með puttann á púlsinum í öllu sem er í gangi. Við erum með lið sem eru að bæta og bæta í, það eru tíu lið sem ætluðu öll að verða Íslandsmeistarar.“ „Svo er bara agnefndin: „Hey strákar, eigum við ekki bara að taka sushi í hádeginu á laugardaginn og aðeins að fara yfir þetta.“ Hvaða rugl er þetta?,“ spurði Jón Halldór þegar umræðan um málið hófst. „Ef ég væri að standa mig svona illa væri löngu búið að reka mig“ „Eins og ég skil þetta þá var Grindavík með andmælarétt þar til miðnættis í gær (fimmtudag) og sendu þá frá sér eitthvað sem KKÍ og aganefnd hafa fengið á borðið sitt þegar þau mæta á skrifstofuna. Það hljóta að vera einhverjar reglur um hvort þetta sé bann eða ekki. Ef þetta er á gráu svæði þá er ekki séns að þú þurfir að skoða þetta í sjö klukkustundir fram og til baka svo einhverjir fimm meðlimir taki ákvörðun um skoðun sem þau hafa á þessu. Takið bara ákvörðun, það er betra fyrir alla,“ sagði Matthías Orri. Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi og benti á klausu úr regluverki KKÍ þar sem segir að í úrslitakeppni eigi aganefnd að koma saman um leið og atvikaskýrsla berst og kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er. „Enn og aftur og óneitanlega hugsar maður í minni stöðu tilhvers í veröldinni er maður að þræla sér út fyrir svona vitleysu. Það eru ekki margir sem myndu eyða tíma sínum í að stjórna fyrirtæki með allri þessari veltu og fá fyrir það ekkert og standa svo í svona mótlæti því nóg er það fyrir.Ekki gleyma því að það erum við sem greiðum þessu fólki laun sem á að skila betri vinnu en þetta. Ef ég væri að standa mig svona illa þá væri löngu búið að reka mig.“ „Hvar er framkvæmdastjóri KKÍ?“ Í máli Jóns Halldórs í Subway Körfuboltakvöldi kom fram að í greinargerð KKÍ sem sendi til Grindavíkur var leiknúmer DeAndre Kane ekki rétt. „Það er eins og þetta sé unnið með helvítis rassgatinu. Gerum þetta miklu betur,“ bætti Jón Halldór við. Stefán Árni velti því fyrir sér hvort dæma mætti Kane í bann klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en leikur hefst. „Ég skil þetta þannig að aganefnd sé bara með frjálsar hendur, það getur verið að svo sé ekki“ svaraði Matthías þá. „Ef það eru einhverjir verkferlar sem leyfa þeim að taka svona langan tíma og þau ætla að verja sig gagnvart því þá þarf að breyta því strax í dag. Þeir eiga að vera fljótir, skilvirkir og svo bara út með þetta,“ sagði Matthías. „Ef þessir verkferlar eru til staðar, hvar er framkvæmdastjóri KKÍ? Hvar er Hannes vinur minn? Komdu bara í viðtal eða hringdu í viðtal og segðu að ástæðan fyrir því að ekki sé búið að dæma er að það þarf að fylgja þessu, þessu og þessu,“ sagði Jón Halldór. „Þetta er ekki boðlegt finnst mér. Ef ég hef rangt fyrir mér eins og gerist oft þá væri ég til í að KKÍ myndi bara senda frá sér yfirlýsingu að segja hver ástæðan er. Ekki láta alla sem fylgjast með körfubolta hanga í lausu lofti.“ Alla umræðu þremenninganna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um mögulegt leikbann DeAndre Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF KKÍ Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
„Það eru minna enn tuttugu og tvær klukkustundir í leikinn og Pétur Ingvarsson veit ekki hvaða liði hann er að fara að mæta. Jóhann Þór veit ekki hvaða liði hann er að fara að stilla upp,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds þegar rætt var um mögulegt leikbann DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur í þætti gærkvöldsins. Þeir Stefán Árni, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson fóru svo yfir málið en DeAndre Kane gæti fengið leikbann vegna hegðunar sinnar eftir að hann var rekinn af velli í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitaeinvígi liðanna í Subway-deildinni. KKÍ hefur enn ekki gefið út hvort Kane verði dæmdur í leikbann en fyrsti leikurinn fór fram á þriðjudaginn. „Ég skil þetta bara ekki. Fyrir mitt litla líf þá bara skil ég ekki að við séum með þessa göfugu íþrótt þar sem allur meðbyr í samfélaginu á Íslandi er með okkur. Við erum búnir að vera með sjónvarpsþátt síðastliðin tíu ár og erum að fjalla um þetta alla daga, við erum með puttann á púlsinum í öllu sem er í gangi. Við erum með lið sem eru að bæta og bæta í, það eru tíu lið sem ætluðu öll að verða Íslandsmeistarar.“ „Svo er bara agnefndin: „Hey strákar, eigum við ekki bara að taka sushi í hádeginu á laugardaginn og aðeins að fara yfir þetta.“ Hvaða rugl er þetta?,“ spurði Jón Halldór þegar umræðan um málið hófst. „Ef ég væri að standa mig svona illa væri löngu búið að reka mig“ „Eins og ég skil þetta þá var Grindavík með andmælarétt þar til miðnættis í gær (fimmtudag) og sendu þá frá sér eitthvað sem KKÍ og aganefnd hafa fengið á borðið sitt þegar þau mæta á skrifstofuna. Það hljóta að vera einhverjar reglur um hvort þetta sé bann eða ekki. Ef þetta er á gráu svæði þá er ekki séns að þú þurfir að skoða þetta í sjö klukkustundir fram og til baka svo einhverjir fimm meðlimir taki ákvörðun um skoðun sem þau hafa á þessu. Takið bara ákvörðun, það er betra fyrir alla,“ sagði Matthías Orri. Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi og benti á klausu úr regluverki KKÍ þar sem segir að í úrslitakeppni eigi aganefnd að koma saman um leið og atvikaskýrsla berst og kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er. „Enn og aftur og óneitanlega hugsar maður í minni stöðu tilhvers í veröldinni er maður að þræla sér út fyrir svona vitleysu. Það eru ekki margir sem myndu eyða tíma sínum í að stjórna fyrirtæki með allri þessari veltu og fá fyrir það ekkert og standa svo í svona mótlæti því nóg er það fyrir.Ekki gleyma því að það erum við sem greiðum þessu fólki laun sem á að skila betri vinnu en þetta. Ef ég væri að standa mig svona illa þá væri löngu búið að reka mig.“ „Hvar er framkvæmdastjóri KKÍ?“ Í máli Jóns Halldórs í Subway Körfuboltakvöldi kom fram að í greinargerð KKÍ sem sendi til Grindavíkur var leiknúmer DeAndre Kane ekki rétt. „Það er eins og þetta sé unnið með helvítis rassgatinu. Gerum þetta miklu betur,“ bætti Jón Halldór við. Stefán Árni velti því fyrir sér hvort dæma mætti Kane í bann klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en leikur hefst. „Ég skil þetta þannig að aganefnd sé bara með frjálsar hendur, það getur verið að svo sé ekki“ svaraði Matthías þá. „Ef það eru einhverjir verkferlar sem leyfa þeim að taka svona langan tíma og þau ætla að verja sig gagnvart því þá þarf að breyta því strax í dag. Þeir eiga að vera fljótir, skilvirkir og svo bara út með þetta,“ sagði Matthías. „Ef þessir verkferlar eru til staðar, hvar er framkvæmdastjóri KKÍ? Hvar er Hannes vinur minn? Komdu bara í viðtal eða hringdu í viðtal og segðu að ástæðan fyrir því að ekki sé búið að dæma er að það þarf að fylgja þessu, þessu og þessu,“ sagði Jón Halldór. „Þetta er ekki boðlegt finnst mér. Ef ég hef rangt fyrir mér eins og gerist oft þá væri ég til í að KKÍ myndi bara senda frá sér yfirlýsingu að segja hver ástæðan er. Ekki láta alla sem fylgjast með körfubolta hanga í lausu lofti.“ Alla umræðu þremenninganna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um mögulegt leikbann DeAndre Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF KKÍ Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira