Með sjö í þremur: „Kannski margir sem afskrifa mann en mér finnst ég eiga nóg eftir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2024 09:01 Sanda María Jessen fagnar einu fjögurra marka sinna í 0-4 sigri Þórs/KA á FH um síðustu helgi. vísir/hulda margrét Engu er logið þegar sagt er að Sandra María Jessen, landsliðskona í fótbolta, hafi farið hamförum í upphafi tímabils. Hún hefur skorað öll sjö mörk Þórs/KA í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Sandra ákvað að semja aftur við Þór/KA í vetur og er sátt með þá ákvörðun. Hún segir að Akureyringa dreymi um að verða Íslandsmeistarar. Sandra skoraði bæði mörk Þórs/KA þegar liðið vann Þrótt, 2-1, í 3. umferð Bestu deildarinnar í fyrradag. Hún er því komin með sjö mörk í deildinni, í aðeins þremur leikjum. Norðankonur hafa unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Íslandsmeisturum Valskvenna í 1. umferð, 3-1. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en að sama skapi er maður svekktur þegar maður horfir á Valsleikinn. Mér fannst við eiga meira inni þar og erum betri en við sýndum í þeim leik. En samt sem áður erum við búnar að stíga upp og liðsframmistaðan búin að vera upp á við. Svo er gaman fyrir mig að pota inn einhverjum mörkum,“ segir Sandra í samtali við Vísi. Hún er hógværðin uppmáluð þegar talið berst að frábærri byrjun hennar á tímabilinu. „Mér finnst ósanngjarnt að tala um að þetta sé árangur hjá mér einni. Mér finnst liðið í heild sinni vera að gera rosalega vel. Allir leikmenn koma með eitthvað til að styrkja liðið og mitt hlutverk er að pota boltanum inn. Aðrir leikmenn standa sig líka rosalega vel en auðvitað er gott að ég skili mínu. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Sandra. Nálægt besta forminu Frá því árið 2024 gekk í garð hefur landsliðskonan verið á skotskónum. Sandra hefur nefnilega skorað í öllum leikjum Þórs/KA á árinu, jvort sem það eru æfingaleikir, leikir í Kjarnafæðismóti, Lengjubikar eða Bestu deildinni. Klippa: Mörk Söndru Maríu í sumar „Það er skemmtileg tölfræði en það verður erfitt að standa undir þeim væntingum allt tímabilið. En ég reyni að halda áfram og hjálpa liðinu að koma inn mörkum,“ sagði Sandra sem segist þó ekki vera að spila eins vel og hún hafi nokkurn tímann gert. „Ég er mjög ánægð með þann stað sem ég er kominn á núna en myndi kannski ekki segja að þetta sé minn besti tími á ferlinum. Það var þegar ég var úti í Þýskalandi. En mér finnst ég vera komin mjög nálægt besta forminu aftur,“ sagði Sandra sem eignaðist dóttur sína í september 2021. Það eru kannski margir sem afskrifa mann þegar maður hefur eignast barn og er að nálgast þrítugt en mér finnst ég eiga nóg eftir og enn tími til að bæta mig og taka næsta skref. Það er spennandi að sjá hversu langt maður getur náð. Þrátt fyrir áhuga annarra félaga ákvað Sandra að halda kyrru fyrir hjá Þór/KA og skrifaði undir nýjan samning við félagið í vetur, eitthvað sem hún er mjög sátt með að hafa gert. „Það er margt sem spilar inn í hjá mér, verandi komin með lítið barn og kærasta inn í myndina, þannig að maður þarf að hugsa um meira en sjálfan sig. Ég er ánægð að hafa samið við Þór/KA enda hjálpaði félagið mér að komast á þann stað sem ég er núna. Þegar ég hugsa til baka er ég rosalega ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru góðir hlutir að gerast fyrir norðan og margir leikmenn að springa út.“ Ánægð með þjálfarann Eftir að hafa verið í fallbaráttu sumarið 2022 tók Jóhann Kristinn Gunnarsson við þjálfun Þórs/KA fyrir síðasta tímabil. Þá endaði liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar. En nú stefna Norðankonur hærra. „Markmiðið er alltaf, eins og maður segir í öllum viðtölum, að gera betur en í fyrra. Við vorum ekki alveg nógu sáttar við okkur á síðasta tímabili. Við tókum skref upp á við frá árinu áður en viljum taka næsta skref núna og klifra enn hærra í töflunni,“ sagði Sandra sem ber Jóhanni vel söguna. Hann þjálfaði hana meðal annars tímabilið 2012 þegar hún sló í gegn og Þór/KA varð Íslandsmeistari. Sandra sneri aftur til Íslands fyrir tímabilið 2022 eftir nokkur ár erlendis.vísir/anton „Áherslurnar sem hann er með virka mjög vel. Það fer kannski ekki mest fyrir honum á hliðarlínunni en hann er ótrúlega klár og veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Hann hentar okkar hópi rosalega vel og nær öllu út úr leikmönnum. Ég er jákvæð á að það gangi áfram vel og liðið bæti sig enn meira þegar líður á tímabilið,“ sagði Sandra. En dreymir Þór/KA um að endurtaka leikinn frá 2012 og 2017 og verða Íslandsmeistari? „Maður tekur ekki þátt í þessu bara til að taka þátt. Maður verður að gera það af heilum hug og fer inn í öll mót til að vinna. Að sjálfsögðu er það draumurinn að krækja í titil eða Meistaradeildarsæti. En það er alltaf bara næsti leikur. Það eru mörg góð lið í þessari deild sem er jöfn og skemmtileg. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili,“ sagði Sandra sem er með nokkur markmið varðandi markaskorun í sumar. Styttist í hundrað mörkin „Mig langar að skora fleiri mörk en síðasta sumar,“ sagði Sandra sem vantar bara tvö mörk til að toppa markafjölda sinn frá því í fyrra. „Svo eru lítil hliðarmarkmið, eins og að skora einu sinni gegn öllum liðum. Það væri mjög skemmtilegt.“ Sandra og stöllur hennar mæta Víkingi í næstu umferð Bestu deildarinnar.vísir/anton Sandra hefur skorað 96 mörk í efstu deild og vantar því aðeins fjögur mörk til að komast í hundrað marka félagsskapinn. „Við getum kannski bætt því markmiði við. Það væri mjög skemmtilegt,“ sagði Sandra að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Sandra skoraði bæði mörk Þórs/KA þegar liðið vann Þrótt, 2-1, í 3. umferð Bestu deildarinnar í fyrradag. Hún er því komin með sjö mörk í deildinni, í aðeins þremur leikjum. Norðankonur hafa unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Íslandsmeisturum Valskvenna í 1. umferð, 3-1. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en að sama skapi er maður svekktur þegar maður horfir á Valsleikinn. Mér fannst við eiga meira inni þar og erum betri en við sýndum í þeim leik. En samt sem áður erum við búnar að stíga upp og liðsframmistaðan búin að vera upp á við. Svo er gaman fyrir mig að pota inn einhverjum mörkum,“ segir Sandra í samtali við Vísi. Hún er hógværðin uppmáluð þegar talið berst að frábærri byrjun hennar á tímabilinu. „Mér finnst ósanngjarnt að tala um að þetta sé árangur hjá mér einni. Mér finnst liðið í heild sinni vera að gera rosalega vel. Allir leikmenn koma með eitthvað til að styrkja liðið og mitt hlutverk er að pota boltanum inn. Aðrir leikmenn standa sig líka rosalega vel en auðvitað er gott að ég skili mínu. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Sandra. Nálægt besta forminu Frá því árið 2024 gekk í garð hefur landsliðskonan verið á skotskónum. Sandra hefur nefnilega skorað í öllum leikjum Þórs/KA á árinu, jvort sem það eru æfingaleikir, leikir í Kjarnafæðismóti, Lengjubikar eða Bestu deildinni. Klippa: Mörk Söndru Maríu í sumar „Það er skemmtileg tölfræði en það verður erfitt að standa undir þeim væntingum allt tímabilið. En ég reyni að halda áfram og hjálpa liðinu að koma inn mörkum,“ sagði Sandra sem segist þó ekki vera að spila eins vel og hún hafi nokkurn tímann gert. „Ég er mjög ánægð með þann stað sem ég er kominn á núna en myndi kannski ekki segja að þetta sé minn besti tími á ferlinum. Það var þegar ég var úti í Þýskalandi. En mér finnst ég vera komin mjög nálægt besta forminu aftur,“ sagði Sandra sem eignaðist dóttur sína í september 2021. Það eru kannski margir sem afskrifa mann þegar maður hefur eignast barn og er að nálgast þrítugt en mér finnst ég eiga nóg eftir og enn tími til að bæta mig og taka næsta skref. Það er spennandi að sjá hversu langt maður getur náð. Þrátt fyrir áhuga annarra félaga ákvað Sandra að halda kyrru fyrir hjá Þór/KA og skrifaði undir nýjan samning við félagið í vetur, eitthvað sem hún er mjög sátt með að hafa gert. „Það er margt sem spilar inn í hjá mér, verandi komin með lítið barn og kærasta inn í myndina, þannig að maður þarf að hugsa um meira en sjálfan sig. Ég er ánægð að hafa samið við Þór/KA enda hjálpaði félagið mér að komast á þann stað sem ég er núna. Þegar ég hugsa til baka er ég rosalega ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru góðir hlutir að gerast fyrir norðan og margir leikmenn að springa út.“ Ánægð með þjálfarann Eftir að hafa verið í fallbaráttu sumarið 2022 tók Jóhann Kristinn Gunnarsson við þjálfun Þórs/KA fyrir síðasta tímabil. Þá endaði liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar. En nú stefna Norðankonur hærra. „Markmiðið er alltaf, eins og maður segir í öllum viðtölum, að gera betur en í fyrra. Við vorum ekki alveg nógu sáttar við okkur á síðasta tímabili. Við tókum skref upp á við frá árinu áður en viljum taka næsta skref núna og klifra enn hærra í töflunni,“ sagði Sandra sem ber Jóhanni vel söguna. Hann þjálfaði hana meðal annars tímabilið 2012 þegar hún sló í gegn og Þór/KA varð Íslandsmeistari. Sandra sneri aftur til Íslands fyrir tímabilið 2022 eftir nokkur ár erlendis.vísir/anton „Áherslurnar sem hann er með virka mjög vel. Það fer kannski ekki mest fyrir honum á hliðarlínunni en hann er ótrúlega klár og veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Hann hentar okkar hópi rosalega vel og nær öllu út úr leikmönnum. Ég er jákvæð á að það gangi áfram vel og liðið bæti sig enn meira þegar líður á tímabilið,“ sagði Sandra. En dreymir Þór/KA um að endurtaka leikinn frá 2012 og 2017 og verða Íslandsmeistari? „Maður tekur ekki þátt í þessu bara til að taka þátt. Maður verður að gera það af heilum hug og fer inn í öll mót til að vinna. Að sjálfsögðu er það draumurinn að krækja í titil eða Meistaradeildarsæti. En það er alltaf bara næsti leikur. Það eru mörg góð lið í þessari deild sem er jöfn og skemmtileg. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili,“ sagði Sandra sem er með nokkur markmið varðandi markaskorun í sumar. Styttist í hundrað mörkin „Mig langar að skora fleiri mörk en síðasta sumar,“ sagði Sandra sem vantar bara tvö mörk til að toppa markafjölda sinn frá því í fyrra. „Svo eru lítil hliðarmarkmið, eins og að skora einu sinni gegn öllum liðum. Það væri mjög skemmtilegt.“ Sandra og stöllur hennar mæta Víkingi í næstu umferð Bestu deildarinnar.vísir/anton Sandra hefur skorað 96 mörk í efstu deild og vantar því aðeins fjögur mörk til að komast í hundrað marka félagsskapinn. „Við getum kannski bætt því markmiði við. Það væri mjög skemmtilegt,“ sagði Sandra að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira