Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 13:50 Long March-5 eldflaug var skotið á loft með Chang'e-6 geimfarið í morgun. AP/Guo Cheng Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar. Eldflaug af gerðinni Long March 5 flutti geimfarið á braut um jörðu í morgun. Lendingarfarið heitir Chang‘e-6 og á það að lenda aftur á jörðinni með tvö kíló af tunglryki eftir 53 daga, gangi allt eftir. Takist það, verður þetta í fyrsta sinn sem sýnir verður tekið á fjærhlið tunglsins. Fjarhlið tunglsins snýr aldrei að jörðinni. Hún er því eðli málsins samkvæmt mun verr þekkt en hin hliðin, sem snýr að jörðinni. Á fjarhliðinni er talið að finna megi eldri jarðveg en finnst á nærhliðinni og vonast vísindamenn til þess að sýnið geti varpað frekara ljósi á það hvernig tunglið varð til. Chang‘e-6 er í raun fjögur mismunandi geimför. Það er geimfar, sem flytja á alla stæðuna á braut um tunglið. Síðan mun lendingarfar lenda á tunglinu bora tvo metra undir yfirborð tunglsins og taka þaðan tvö kíló af tunglryki. Sýnið verður svo fært um borð í þriðja geimfarið sem á að flytja það aftur á braut um tunglið og um borð í fyrsta geimfarið. Þar verður sýnið svo fært um borð í fjórða farið, lendingarfar sem á að bera sýnið til lendingar í innri Mongólíu. Í frétt SpaceNews segir að Chang‘e 6 byggi á Chang‘e 5 sem sótt sýni til nærhliðar tunglsins árið 2020. Kínverjar hafa lagt mikið púður í rannsóknarstarf í geimnum á undanförnum árum. Þeir hafa meðal annars byggt eigin geimstöð, þar sem þrír geimfarar eru nú. Þá stefna Kínverjar á að lenda mönnum á tunglinu fyrir árið 2030. Til stendur að senda tvö önnur ómönnuð geimför til tunglsins á þessum áratug. Chang‘e-7 á að leita að vatni á Suðurpól tunglsins og Chang‘e-8 er ætlað að kanna möguleika á því að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu. Ákveðið kapphlaup hefur myndast um suðurpól tunglsins, þar sem talið er að finna megi mikið magn íss í gígum á tunglinu. Það vatn væri hægt að drekka og nota til eldsneytisframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vinna einnig hörðum höndum að því að senda menn til tunglsins. Geimurinn Tunglið Kína Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Eldflaug af gerðinni Long March 5 flutti geimfarið á braut um jörðu í morgun. Lendingarfarið heitir Chang‘e-6 og á það að lenda aftur á jörðinni með tvö kíló af tunglryki eftir 53 daga, gangi allt eftir. Takist það, verður þetta í fyrsta sinn sem sýnir verður tekið á fjærhlið tunglsins. Fjarhlið tunglsins snýr aldrei að jörðinni. Hún er því eðli málsins samkvæmt mun verr þekkt en hin hliðin, sem snýr að jörðinni. Á fjarhliðinni er talið að finna megi eldri jarðveg en finnst á nærhliðinni og vonast vísindamenn til þess að sýnið geti varpað frekara ljósi á það hvernig tunglið varð til. Chang‘e-6 er í raun fjögur mismunandi geimför. Það er geimfar, sem flytja á alla stæðuna á braut um tunglið. Síðan mun lendingarfar lenda á tunglinu bora tvo metra undir yfirborð tunglsins og taka þaðan tvö kíló af tunglryki. Sýnið verður svo fært um borð í þriðja geimfarið sem á að flytja það aftur á braut um tunglið og um borð í fyrsta geimfarið. Þar verður sýnið svo fært um borð í fjórða farið, lendingarfar sem á að bera sýnið til lendingar í innri Mongólíu. Í frétt SpaceNews segir að Chang‘e 6 byggi á Chang‘e 5 sem sótt sýni til nærhliðar tunglsins árið 2020. Kínverjar hafa lagt mikið púður í rannsóknarstarf í geimnum á undanförnum árum. Þeir hafa meðal annars byggt eigin geimstöð, þar sem þrír geimfarar eru nú. Þá stefna Kínverjar á að lenda mönnum á tunglinu fyrir árið 2030. Til stendur að senda tvö önnur ómönnuð geimför til tunglsins á þessum áratug. Chang‘e-7 á að leita að vatni á Suðurpól tunglsins og Chang‘e-8 er ætlað að kanna möguleika á því að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu. Ákveðið kapphlaup hefur myndast um suðurpól tunglsins, þar sem talið er að finna megi mikið magn íss í gígum á tunglinu. Það vatn væri hægt að drekka og nota til eldsneytisframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vinna einnig hörðum höndum að því að senda menn til tunglsins.
Geimurinn Tunglið Kína Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira