Af hverju bara hálft skref áfram? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 4. maí 2024 07:00 Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu. Frumvarp ráðherra kemur í kjölfar svartrar skýrslu um þær miklu breytingar sem áttu sér stað þegar Menntasjóðurinn tók við hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í frumvarpinu felast tvær megin breytingar. Annars vegar er ábyrgðamannakerfið lagt niður, nokkuð sem kallað hefur verið eftir mjög lengi, og hins vegar er nemendum gert kleift að skipta um nám eftir fyrsta námsárið, án þess að það komi niður á upphæð námsstyrks sem nemandi getur fengið. Með fram þessu tilkynnti ráðherra einnig um hækkun á frítekjumarki, en sú breyting kallar ekki á lagabreytingar. Allt eru þetta góðar og mikilvægar breytingar, en því miður ganga þær alls ekki nógu langt til þess að bæta kjör nemenda. Ef horft er til krafna námsmanna (eitthvað sem ætti að teljast sjálfsagt þegar lögum um menntasjóð þeirra er breytt) er ljóst að mikið meira þarf til. Í fyrsta lagi þarf að hækka framfærsluviðmið til muna svo að nemendur geti stundað fullt nám, án þess að hafa sífelldar áhyggjur af því að ná endum saman og neyðast til að vinna öll kvöld og helgar til þess eins að geta lifað námsárin af. Í öðru lagi þarf að afnema, eða stórhækka, frítekjumörk svo að þau sem velja að vinna haldi enn rétti sínum til námslána og styrkja. Sannleikurinn er sá að flestir nemendur sem vinna 50-100% vinnu með námi yfir veturinn fá svo mikla skerðingu á námsláni að það tekur því ekki fyrir þau að sækja um lán. Þetta er eitt af því sem skýrir hvers vegna mun færri sækja um lán hjá Menntasjóðnum en vonir stóðu til um. Einnig er mikilvægt að nemendum sé gefið aukið svigrúm þegar kemur að því að klára nám sitt. Í mörgum námsgreinum eru stórir áfangar sem spanna 10 einingar, eða þriðjung náms á önn. Fall í slíkum áfanga þýðir í dag að engin námslán eru greidd út fyrir þá önn, þrátt fyrir að nemandi standist öll önnur námskeið á önninni. Nemendum er í raun ekki gefið neitt svigrúm til að mistakast eða læra af mistökum sínum. Þessi ríka krafa um námsárangur skapar því mikið stress, álag og áhyggjur fyrir nemendur sem mega þannig ekki klikka á neinu fagi. Allt eru þetta atriði sem við Píratar lögðum fram fyrr í vetur í okkar eigin frumvarpi um bætta stöðu námsmanna. Þar sem litlar líkur eru á því að okkar mál fái þinglega meðferð, frekar en önnur þingmannamál, þá höfum við lagt fram sambærilegar breytingartillögur við frumvarp ráðherra sem nú liggur inni í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Það er von okkar að þingmenn stjórnarflokkanna hafi í huga að þessar tillögur eru allar komnar frá námsmönnum sjálfum, við erum bara sendiboðinn með skilaboðin. Það er nauðsynlegt að þessum tillögum sé tekið með opnum hug, því framfaraskref til námsmanna í dag eru lykilatriði fyrir hagsæld Íslands til framtíðar. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Sjá meira
Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu. Frumvarp ráðherra kemur í kjölfar svartrar skýrslu um þær miklu breytingar sem áttu sér stað þegar Menntasjóðurinn tók við hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í frumvarpinu felast tvær megin breytingar. Annars vegar er ábyrgðamannakerfið lagt niður, nokkuð sem kallað hefur verið eftir mjög lengi, og hins vegar er nemendum gert kleift að skipta um nám eftir fyrsta námsárið, án þess að það komi niður á upphæð námsstyrks sem nemandi getur fengið. Með fram þessu tilkynnti ráðherra einnig um hækkun á frítekjumarki, en sú breyting kallar ekki á lagabreytingar. Allt eru þetta góðar og mikilvægar breytingar, en því miður ganga þær alls ekki nógu langt til þess að bæta kjör nemenda. Ef horft er til krafna námsmanna (eitthvað sem ætti að teljast sjálfsagt þegar lögum um menntasjóð þeirra er breytt) er ljóst að mikið meira þarf til. Í fyrsta lagi þarf að hækka framfærsluviðmið til muna svo að nemendur geti stundað fullt nám, án þess að hafa sífelldar áhyggjur af því að ná endum saman og neyðast til að vinna öll kvöld og helgar til þess eins að geta lifað námsárin af. Í öðru lagi þarf að afnema, eða stórhækka, frítekjumörk svo að þau sem velja að vinna haldi enn rétti sínum til námslána og styrkja. Sannleikurinn er sá að flestir nemendur sem vinna 50-100% vinnu með námi yfir veturinn fá svo mikla skerðingu á námsláni að það tekur því ekki fyrir þau að sækja um lán. Þetta er eitt af því sem skýrir hvers vegna mun færri sækja um lán hjá Menntasjóðnum en vonir stóðu til um. Einnig er mikilvægt að nemendum sé gefið aukið svigrúm þegar kemur að því að klára nám sitt. Í mörgum námsgreinum eru stórir áfangar sem spanna 10 einingar, eða þriðjung náms á önn. Fall í slíkum áfanga þýðir í dag að engin námslán eru greidd út fyrir þá önn, þrátt fyrir að nemandi standist öll önnur námskeið á önninni. Nemendum er í raun ekki gefið neitt svigrúm til að mistakast eða læra af mistökum sínum. Þessi ríka krafa um námsárangur skapar því mikið stress, álag og áhyggjur fyrir nemendur sem mega þannig ekki klikka á neinu fagi. Allt eru þetta atriði sem við Píratar lögðum fram fyrr í vetur í okkar eigin frumvarpi um bætta stöðu námsmanna. Þar sem litlar líkur eru á því að okkar mál fái þinglega meðferð, frekar en önnur þingmannamál, þá höfum við lagt fram sambærilegar breytingartillögur við frumvarp ráðherra sem nú liggur inni í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Það er von okkar að þingmenn stjórnarflokkanna hafi í huga að þessar tillögur eru allar komnar frá námsmönnum sjálfum, við erum bara sendiboðinn með skilaboðin. Það er nauðsynlegt að þessum tillögum sé tekið með opnum hug, því framfaraskref til námsmanna í dag eru lykilatriði fyrir hagsæld Íslands til framtíðar. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun