Uppgjörið: Njarðvík - Valur 69-78 | Deildarmeistararnir læstu vörninni Siggeir Ævarsson skrifar 3. maí 2024 18:31 Kristinn Pálsson skýtur þriggja stiga skoti í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Deildarmeistar Vals jöfnuðu einvígið gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni í kvöld í leik þar sem hart var tekist á. Varnarleikur Valsmanna var til fyrirmyndar að þessu sinni en Njarðvíkingar skoruðu aðeins tíu stig síðustu tíu mínútur leiksins. Valsmenn voru ekki jafn fjölmennir og þeir grænklæddu en létu vel í sér heyra við og viðVísir/Hulda Margrét Það var allt annar bragur á þessum leik en fyrsta leik liðanna en sá leikur virkaði á köflum eins og hver annar deildarleikur, ekki leikur í 4-liða úrslitum. Í kvöld var boðið upp á miklu meiri ákafa hjá báðum liðum og er ekki ósennilegt að hin brjálaða stemming í stúkunni hafi náð að kveikja aðeins í mönnum. Njarðvíkingar náðu að vera skrefinu á undan megnið af fyrsta leikhluta, ekki síst vegna þess að Dwayne Lautier skoraði tólf stig í leikhlutanum í öllum regnbogans litum. Þristar, troðslur og erfið skot í traffík. Allt í boði í kvöld. Valsmenn voru engu að síður líflegir og miklu líflegri en á Hlíðarenda í síðasta leik og staðan 26-22 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Dwayne LautierVísir/Hulda Margrét Valsmenn náðu að herða vörnina í öðrum leikhluta og heimamenn skoruðu aðeins ellefu stig fram að hálfleik. Gestirnir voru að hitta vel fyrir utan en Kristinn Pálsson setti punktinn yfir i-ið þegar hann setti þrist í blálokin og Valsmenn leidddu því með tveimur stigum í hálfleik, 37-39. Njarðvíkingar virkuðu ansi oft full kærulausir með boltann og Valsmenn nýttu sér það vel. Það var hart tekist á það sem eftir lifði leiks en stuðningsmenn Njarðvíkur vildu Frank Booker yngri út úr húsi þegar hann braut harkalega á Þorvaldi Orra í hraðaupphlaupi. Þegar brotið er skoðað í endursýningu hefði brottrekstur sennilega verið full harður dómur. Booker biðst afsökunar en Chaz Williams er ekki í sáttahugVísir/Hulda Margrét Gestirnir leiddu með einu stigi, 59-60 fyrir loka átökin en títtnefndur Dwayne Lautier var á þeim tímapunkti eini leikmaður Njarðvíkur sem var kominn í tveggja stafa tölu í stigaskori, með 26 stig af 59. Það var engu líkara en Njarðvíkingar væru hreinlega búnir að leggja árar í bát fyrir lokafjórðunginn en liðið skoraði aðeins tíu stig í honum og sóknarleikur liðsins leit ekki vel út. Að sama skapi var varnarleikur Valsmanna til fyrirmyndar. Valsmenn jafna því einvígið 1-1 og næsti leikur á Hlíðarenda á þriðjudaginn. Atvik leiksins Frank Booker má teljast heppinn að hafa ekki verið rekinn út úr húsi í kvöld. Fyrst var það þessi villa sem nefnd var hér að ofan, þar sem hann slapp með ásetning, og svo skömmu seinna þá sló hann Veigar hressilega í höfuðið og Veigar flaug í gólfið. Ef það atvik hefði verið skoðað hefði það sennilega verið ásetningur en einungis venjuleg villa dæmd og Booker slapp með skrekkinn. Þetta var af einhverjum sökum bara venjuleg villa, ekki ásetningurVísir/Hulda Margrét Stjörnur og skúrkar Það skein aðeins ein stjarna Njarðvíkurmegin í kvöld og það var Dwayne Lautier sem skoraði 28 stig og bætti við átta fráköstum. Eini leikmaður annar hjá Njarðvík sem fór yfir tíu stig var Dominykas Milka sem skoraði ellefu og reif niður 15 fráköst. Milka reif niður fráköst í tugatali en rétt náði að fylla tuginn í stigum taliðVísir/Hulda Margrét Skúrkur kvöldsins er Chaz Williams. Fjögur stig frá honum og fjórar villur. Tíu prósent skotnýting takk fyrir túkall. Hjá Valsmönnum var Kristinn Pálsson skærasta stjarnan með 25 stig og Taiwo Badmus kom næstur með 16. Badmus var öflugur að vandaVísir/Hulda Margrét Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson og Davíð Kristján Hreiðarsson. Þetta var erfiður leikur að dæma, mikil harka og grófar villur. Njarðvíkingar eru sennilega mjög ósáttir við þeirra frammistöðu. Ég gef þeim ekki falleinkunn í ljósi aðstæðna. Leikur til að læra af, klárlega. Stemming og umgjörð Njarðvíkingar fylltu stúkuna í Ljónagryfjunni sín megin vel fyrir leik og trumbuslátturinn ómaði langt út götu. Þeir stóðu allan tímann meðan leikurinn fór fram og studdu sína menn af krafti. Njarðvíkingar létu vel heyra í sér í stúkunni en það dugði skammtVísir/Hulda Margrét Valsmenn voru öllu rólegri hinumegin en það lifnaði nú yfir þeim eftir því sem leið á leikinn og létu þeir vel í sér heyra. Þeir náðu ekki að fylla þessi fáu sæti sem þeir fengu úthlutað, þrátt fyrir að Frank Booker eldri væri mættur á svæðið. Booker feðgarnir féllust í faðma eftir leikVísir/Hulda Margrét Viðtöl Þorvaldur Orri: „Þetta var kannski dálítið kærulaust“ Þorvaldur Orri sækir að Ástþóri AtlaVísir/Hulda Margrét Þorvaldur Orri Árnason, leikmaður Njarðvíkur, var með mjög einfalda skýringu á því hvaða þættir urðu til þess að Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli í kvöld. „Bara tapaðir boltar og klikkuð skot.“ Benedikt Guðmundsson nefndi töpuðu boltana einnig eftir leik og Þorvaldur tók undir. „Þetta var kannski dálítið kærulaust og við að reyna að þröngva boltanum á staði sem er erfitt að senda hann og þeir refsa bara fyrir það.“ Hann sagði Valsmenn hafa gert mjög vel varnarlega í kvöld. „Þeir náttúrulega bara skipta á öllu og það er erfitt að sækja á ef þeir til dæmis skipta á bakverðina okkar. Þá er Kristó mættur þarna og það er erfitt að fara á hann einn á einn. Þannig að við þurfum bara að finna lausnir í næsta leik.“ Leikurinn var mjög jafn allan tímann þar til í blálokin þegar Valsmenn stungu af. Það var kunnulegt stef sem Þorvaldur nefndi í því samhengi. „Þessir töpuðu boltar og að skotin voru ekki að detta. Í stöðunni 66-72 þá fáum við tvö galopin „look“ og náum ekki að setja þau niður. Þeir refsa bara fyrir það og þar fór dálítið leikurinn.“ Þorvaldur var þó hvergi banginn fyrir næsta leik á Hlíðarenda. „Okkur líður vel held ég. Eins og á móti Þór Þorlákshöfn, þá lentum við 2-1 undir og náðum að koma til baka. Við þurfum bara að reiða fyrst til höggs í næsta leik.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Valur
Deildarmeistar Vals jöfnuðu einvígið gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni í kvöld í leik þar sem hart var tekist á. Varnarleikur Valsmanna var til fyrirmyndar að þessu sinni en Njarðvíkingar skoruðu aðeins tíu stig síðustu tíu mínútur leiksins. Valsmenn voru ekki jafn fjölmennir og þeir grænklæddu en létu vel í sér heyra við og viðVísir/Hulda Margrét Það var allt annar bragur á þessum leik en fyrsta leik liðanna en sá leikur virkaði á köflum eins og hver annar deildarleikur, ekki leikur í 4-liða úrslitum. Í kvöld var boðið upp á miklu meiri ákafa hjá báðum liðum og er ekki ósennilegt að hin brjálaða stemming í stúkunni hafi náð að kveikja aðeins í mönnum. Njarðvíkingar náðu að vera skrefinu á undan megnið af fyrsta leikhluta, ekki síst vegna þess að Dwayne Lautier skoraði tólf stig í leikhlutanum í öllum regnbogans litum. Þristar, troðslur og erfið skot í traffík. Allt í boði í kvöld. Valsmenn voru engu að síður líflegir og miklu líflegri en á Hlíðarenda í síðasta leik og staðan 26-22 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Dwayne LautierVísir/Hulda Margrét Valsmenn náðu að herða vörnina í öðrum leikhluta og heimamenn skoruðu aðeins ellefu stig fram að hálfleik. Gestirnir voru að hitta vel fyrir utan en Kristinn Pálsson setti punktinn yfir i-ið þegar hann setti þrist í blálokin og Valsmenn leidddu því með tveimur stigum í hálfleik, 37-39. Njarðvíkingar virkuðu ansi oft full kærulausir með boltann og Valsmenn nýttu sér það vel. Það var hart tekist á það sem eftir lifði leiks en stuðningsmenn Njarðvíkur vildu Frank Booker yngri út úr húsi þegar hann braut harkalega á Þorvaldi Orra í hraðaupphlaupi. Þegar brotið er skoðað í endursýningu hefði brottrekstur sennilega verið full harður dómur. Booker biðst afsökunar en Chaz Williams er ekki í sáttahugVísir/Hulda Margrét Gestirnir leiddu með einu stigi, 59-60 fyrir loka átökin en títtnefndur Dwayne Lautier var á þeim tímapunkti eini leikmaður Njarðvíkur sem var kominn í tveggja stafa tölu í stigaskori, með 26 stig af 59. Það var engu líkara en Njarðvíkingar væru hreinlega búnir að leggja árar í bát fyrir lokafjórðunginn en liðið skoraði aðeins tíu stig í honum og sóknarleikur liðsins leit ekki vel út. Að sama skapi var varnarleikur Valsmanna til fyrirmyndar. Valsmenn jafna því einvígið 1-1 og næsti leikur á Hlíðarenda á þriðjudaginn. Atvik leiksins Frank Booker má teljast heppinn að hafa ekki verið rekinn út úr húsi í kvöld. Fyrst var það þessi villa sem nefnd var hér að ofan, þar sem hann slapp með ásetning, og svo skömmu seinna þá sló hann Veigar hressilega í höfuðið og Veigar flaug í gólfið. Ef það atvik hefði verið skoðað hefði það sennilega verið ásetningur en einungis venjuleg villa dæmd og Booker slapp með skrekkinn. Þetta var af einhverjum sökum bara venjuleg villa, ekki ásetningurVísir/Hulda Margrét Stjörnur og skúrkar Það skein aðeins ein stjarna Njarðvíkurmegin í kvöld og það var Dwayne Lautier sem skoraði 28 stig og bætti við átta fráköstum. Eini leikmaður annar hjá Njarðvík sem fór yfir tíu stig var Dominykas Milka sem skoraði ellefu og reif niður 15 fráköst. Milka reif niður fráköst í tugatali en rétt náði að fylla tuginn í stigum taliðVísir/Hulda Margrét Skúrkur kvöldsins er Chaz Williams. Fjögur stig frá honum og fjórar villur. Tíu prósent skotnýting takk fyrir túkall. Hjá Valsmönnum var Kristinn Pálsson skærasta stjarnan með 25 stig og Taiwo Badmus kom næstur með 16. Badmus var öflugur að vandaVísir/Hulda Margrét Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson og Davíð Kristján Hreiðarsson. Þetta var erfiður leikur að dæma, mikil harka og grófar villur. Njarðvíkingar eru sennilega mjög ósáttir við þeirra frammistöðu. Ég gef þeim ekki falleinkunn í ljósi aðstæðna. Leikur til að læra af, klárlega. Stemming og umgjörð Njarðvíkingar fylltu stúkuna í Ljónagryfjunni sín megin vel fyrir leik og trumbuslátturinn ómaði langt út götu. Þeir stóðu allan tímann meðan leikurinn fór fram og studdu sína menn af krafti. Njarðvíkingar létu vel heyra í sér í stúkunni en það dugði skammtVísir/Hulda Margrét Valsmenn voru öllu rólegri hinumegin en það lifnaði nú yfir þeim eftir því sem leið á leikinn og létu þeir vel í sér heyra. Þeir náðu ekki að fylla þessi fáu sæti sem þeir fengu úthlutað, þrátt fyrir að Frank Booker eldri væri mættur á svæðið. Booker feðgarnir féllust í faðma eftir leikVísir/Hulda Margrét Viðtöl Þorvaldur Orri: „Þetta var kannski dálítið kærulaust“ Þorvaldur Orri sækir að Ástþóri AtlaVísir/Hulda Margrét Þorvaldur Orri Árnason, leikmaður Njarðvíkur, var með mjög einfalda skýringu á því hvaða þættir urðu til þess að Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli í kvöld. „Bara tapaðir boltar og klikkuð skot.“ Benedikt Guðmundsson nefndi töpuðu boltana einnig eftir leik og Þorvaldur tók undir. „Þetta var kannski dálítið kærulaust og við að reyna að þröngva boltanum á staði sem er erfitt að senda hann og þeir refsa bara fyrir það.“ Hann sagði Valsmenn hafa gert mjög vel varnarlega í kvöld. „Þeir náttúrulega bara skipta á öllu og það er erfitt að sækja á ef þeir til dæmis skipta á bakverðina okkar. Þá er Kristó mættur þarna og það er erfitt að fara á hann einn á einn. Þannig að við þurfum bara að finna lausnir í næsta leik.“ Leikurinn var mjög jafn allan tímann þar til í blálokin þegar Valsmenn stungu af. Það var kunnulegt stef sem Þorvaldur nefndi í því samhengi. „Þessir töpuðu boltar og að skotin voru ekki að detta. Í stöðunni 66-72 þá fáum við tvö galopin „look“ og náum ekki að setja þau niður. Þeir refsa bara fyrir það og þar fór dálítið leikurinn.“ Þorvaldur var þó hvergi banginn fyrir næsta leik á Hlíðarenda. „Okkur líður vel held ég. Eins og á móti Þór Þorlákshöfn, þá lentum við 2-1 undir og náðum að koma til baka. Við þurfum bara að reiða fyrst til höggs í næsta leik.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum