Knicks og Pacers hefja nýtt einvígi á mánudag Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 07:31 Josh Hart setti niður dýrmætan þrist á ögurstundu í Philadelphia í nótt. AP/Matt Slocum New York Knicks og Indiana Pacers mætast í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta varð ljóst í nótt þegar bæði lið slógu út andstæðinga sína með því að vinna einvígi 4-2. Knicks slógu út Philadelphia 76ers með 118-115 sigri, í spennuleik eins og einvígið hefur verið. Jalen Brunson hélt áfram að fara á kostum fyrir Knicks sem nú eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar annað árið í röð, í fyrsta sinn síðan á síðustu öld. Brunson á stóran þátt í því en hann skoraði 40 stig eða meira í síðustu þremur leikjum einvígisins, og í nótt átti hann einnig tólf stoðsendingar. Tyrese Maxey náði að jafna metin fyrir Philadelphia í 111-111 en Josh Hart fékk svo frítt þriggja stiga skot, eftir sendingu Brunson, sem hann setti niður þegar 25,6 sekúndur voru eftir. JOSH HART. CLUTCH TRIPLE 🤯 pic.twitter.com/DJNW8oiu4s— NBA TV (@NBATV) May 3, 2024 Það reyndist gera gæfumuninn fyrir New York-búa sem tóku yfir höllina í Philadelphia með fagnaðarlátum, þrátt fyrir tilraunir heimamanna til að koma í veg fyrir það. Fyrsti leikur Knicks við Pacers verður í New York á mánudaginn en Pacers slógu út Milwaukee Bucks með því að vinna þá í fjórða sinn í nótt, 120-98. Pacers vs. Knicks in the Second Round 🍿Who you got advancing?! 👀 pic.twitter.com/jr1zJ2NuGg— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2024 Giannis Antetokounmpo meiddist í kálfa 9. apríl og náði aldrei að snúa aftur til keppni, og því fór sem fór hjá Milwaukee sem endaði í 3. sæti austurdeildar fyrir úrslitakeppnina. Obi Toppin skoraði 21 stig fyrir Indiana og T.J. McConnell bætti við 20 stigum, en mennirnir af bekknum hjá Indiana skiluðu 50 stigum í leiknum í samanburði við aðeins 10 stig kollega þeirra hjá Milwaukee. „Bekkurinn okkar er búinn að vera magnaður alla leiktíðina. Þakkið þessum gæja [McConnell] fyrir það,“ sagði Toppin. „Allir í liðinu okkar þekkja sitt hlutverk og gefa 110 prósent,“ bætti hann við. Damian Lillard sneri aftur eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna meiðsla og skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en það dugði skammt. NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Knicks slógu út Philadelphia 76ers með 118-115 sigri, í spennuleik eins og einvígið hefur verið. Jalen Brunson hélt áfram að fara á kostum fyrir Knicks sem nú eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar annað árið í röð, í fyrsta sinn síðan á síðustu öld. Brunson á stóran þátt í því en hann skoraði 40 stig eða meira í síðustu þremur leikjum einvígisins, og í nótt átti hann einnig tólf stoðsendingar. Tyrese Maxey náði að jafna metin fyrir Philadelphia í 111-111 en Josh Hart fékk svo frítt þriggja stiga skot, eftir sendingu Brunson, sem hann setti niður þegar 25,6 sekúndur voru eftir. JOSH HART. CLUTCH TRIPLE 🤯 pic.twitter.com/DJNW8oiu4s— NBA TV (@NBATV) May 3, 2024 Það reyndist gera gæfumuninn fyrir New York-búa sem tóku yfir höllina í Philadelphia með fagnaðarlátum, þrátt fyrir tilraunir heimamanna til að koma í veg fyrir það. Fyrsti leikur Knicks við Pacers verður í New York á mánudaginn en Pacers slógu út Milwaukee Bucks með því að vinna þá í fjórða sinn í nótt, 120-98. Pacers vs. Knicks in the Second Round 🍿Who you got advancing?! 👀 pic.twitter.com/jr1zJ2NuGg— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2024 Giannis Antetokounmpo meiddist í kálfa 9. apríl og náði aldrei að snúa aftur til keppni, og því fór sem fór hjá Milwaukee sem endaði í 3. sæti austurdeildar fyrir úrslitakeppnina. Obi Toppin skoraði 21 stig fyrir Indiana og T.J. McConnell bætti við 20 stigum, en mennirnir af bekknum hjá Indiana skiluðu 50 stigum í leiknum í samanburði við aðeins 10 stig kollega þeirra hjá Milwaukee. „Bekkurinn okkar er búinn að vera magnaður alla leiktíðina. Þakkið þessum gæja [McConnell] fyrir það,“ sagði Toppin. „Allir í liðinu okkar þekkja sitt hlutverk og gefa 110 prósent,“ bætti hann við. Damian Lillard sneri aftur eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna meiðsla og skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en það dugði skammt.
NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira