„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. maí 2024 23:20 Frægðarljómi Kevin Spacey hefur dvínað í kjölfar fjölda ásakanna um kynferðisofbeldi. EPA Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. Í júlí á síðasta ári var Spacey sýknaður af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Meint brot áttu að hafa verið framin á árunum 2001 til 2013. Hann hefur einnig verið sýknaður af dómstóli í New York-borg af álíka ásökunum sem hafa verið nokkuð margar í kjölfar MeToo-byltingarinnar árið 2017. Líkt og áður segir er nú í bígerð heimildarmynd um meint kynferðisofbeldi Spacey. Myndin mun heita Spacey Unmasked og í stiklu fyrir hana er fullyrt að í myndinni tjái menn sig um hegðun leikarans. „Síðustu vikuna hef ég ítrekað óskað eftir því að Channel 4 gefi mér fleiri en sjö daga til að bregðast við ásökunum á hendur mér sem sumar eru 48 ára gamlar,“ segir í tísti Spacey. Þá segist hann vilja ítarlegar upplýsingar til þess að geta rannsakað ásakanirnar sjálfur. „Channel 4 neitar mér og vill meina að sjö dagar sé „sanngjarnt tækifæri“ til að bregðast við nýjum, nafnlausum og óljósum ásökunum,“ segir Spacey sem ætlar ekki að gefa eftir. „Ég mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig með einhliða heimildarmynd um mig til þess að laða að áhorfendur á örvæntingarfullan hátt.“ Hann segist ætla að birta viðbrögð sín við ásökununum á samfélagsmiðlinum X um helgina, og gefur til kynna að þau viðbrögð muni gera Channel 4 og framleiðendur myndarinnar „kjaftstopp“. Erlend sakamál Bretland Hollywood Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Í júlí á síðasta ári var Spacey sýknaður af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Meint brot áttu að hafa verið framin á árunum 2001 til 2013. Hann hefur einnig verið sýknaður af dómstóli í New York-borg af álíka ásökunum sem hafa verið nokkuð margar í kjölfar MeToo-byltingarinnar árið 2017. Líkt og áður segir er nú í bígerð heimildarmynd um meint kynferðisofbeldi Spacey. Myndin mun heita Spacey Unmasked og í stiklu fyrir hana er fullyrt að í myndinni tjái menn sig um hegðun leikarans. „Síðustu vikuna hef ég ítrekað óskað eftir því að Channel 4 gefi mér fleiri en sjö daga til að bregðast við ásökunum á hendur mér sem sumar eru 48 ára gamlar,“ segir í tísti Spacey. Þá segist hann vilja ítarlegar upplýsingar til þess að geta rannsakað ásakanirnar sjálfur. „Channel 4 neitar mér og vill meina að sjö dagar sé „sanngjarnt tækifæri“ til að bregðast við nýjum, nafnlausum og óljósum ásökunum,“ segir Spacey sem ætlar ekki að gefa eftir. „Ég mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig með einhliða heimildarmynd um mig til þess að laða að áhorfendur á örvæntingarfullan hátt.“ Hann segist ætla að birta viðbrögð sín við ásökununum á samfélagsmiðlinum X um helgina, og gefur til kynna að þau viðbrögð muni gera Channel 4 og framleiðendur myndarinnar „kjaftstopp“.
Erlend sakamál Bretland Hollywood Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent