Horfði á þegar vinur hans réðst á manninn sem braut á dóttur hans Jón Þór Stefánsson skrifar 2. maí 2024 20:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rósa Ósk Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar sem átti sér stað í íbúð í Reykjavík í maí 2022. Árásarmanninum var gefið að sök að taka annan mann hálstaki. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi ári áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á unglingsstúlku. Faðir stúlkunnar, góður vinur árásarmannsins, var viðstaddur árásina en tók ekki þátt í henni. Höfðu ekkert illt í hyggju Faðirinn gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atvika málsins. Hann sagðist hafa trúað árásarmanninum, vini sínum, fyrir því sem kom fyrir dótturina. Þeir hefðu farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, en ekki haft neitt illt í hyggju. Umrætt heimili var í fjölbýlishúsi nálægt skóla þar sem önnur börn föðurins stunduðu nám. Tvímenningarnir hefðu ætlað að tryggja öryggi þeirra, en í framburði árásarmannsins fyrir dómi kemur fram að sést hafi til mannsins í nágrenni við skólann. Fyrir dómi útskýrði árásarmaðurinn að hann og faðirinn hefðu vitað í hvaða fjölbýlishúsi maðurinn byggi, en ekki í hvaða íbúð. Þeir hefðu bankað hjá nágrönnum hans og fengið leiðbeiningar frá þeim. Síðan hafi þeir bankað upp á hjá manninum og hann komið til dyra. Báðir vildu meina að eftir að maðurinn hefði orðið mjög aggresívur þegar hann bar kennsl á föðurinn. Árásarmaðurinn vildi meina að hann hefði veifað handlelggjunum og ýtt nokkrum sinnum við honum. Hann vildi meina að til þess að verja sig frá árás mannsins hefði hann gripið um báðar hendur hans. Síðan hefðu átökin stöðvast þegar nágranni hefði komið á vettvang og stíað þeim í sundur. Tvímenningarnir hafi síðan gengið rólegir í burtu. Kannaðist ekki við komur að barnaskóla Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti henni á annan vef. Sjálfur sagðist hann hafa verið rólegur og ekki ógnandi á neinn hátt, en hissa þegar hann áttaði sig á því að þetta væri faðir stúlkunnar sem væri að banka upp á. Hann hefði sagt að dómsmálinu væri lokið og spurt hvað þeir vildu honum. Þá hefðu mennirnir nálgast hann og árásarmaðurinn tekið hann hálstaki. Hann sagðist hafa fallið í jörðina, og legið á gólfinu á meðan árásarmaðurinn hélt honum áfram í hálstaki. Að hans sögn var um að ræða fast hálstak sem þrengdi að öndunarvegi hans. Þetta hefði gerst hratt með öskrum og látum Að lokum hefði nágranni hans komið honum til aðstoðar og losað hann undan manninum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við neitt af þeim toga að hann hefði verið að venja komur sínar að barnaskóla. Ekki neitt slíkt hefði átt sér stað. Tveir nágrannar mannsins báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa séð árásarmanninn taka nágranna sinn hálstaki. Að mati dómsins bendir allt til þess að framburður árásarmannsins séu eftiráskýringar sem eigi ekki við rök að styðjast. Þá þótti framburður föðurins bera merki um að hann væri vinur árásarmannsins og faðir stúlku sem maðurinn hefði brotið á kynferðislega. Framburðir þeirra voru því ekki lagðir til grundvallar og þótt dómnum sannað að árásin hefði átt sér stað líkt og lýst væri í ákæru. Ekki var fallist á útskýringu árásarmannsins að um neyðarvörn væri að ræða. Líkt og áður segir hlaut árásarmaðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 800 þúsund krónur í lögmannskostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Árásarmanninum var gefið að sök að taka annan mann hálstaki. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi ári áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á unglingsstúlku. Faðir stúlkunnar, góður vinur árásarmannsins, var viðstaddur árásina en tók ekki þátt í henni. Höfðu ekkert illt í hyggju Faðirinn gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atvika málsins. Hann sagðist hafa trúað árásarmanninum, vini sínum, fyrir því sem kom fyrir dótturina. Þeir hefðu farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, en ekki haft neitt illt í hyggju. Umrætt heimili var í fjölbýlishúsi nálægt skóla þar sem önnur börn föðurins stunduðu nám. Tvímenningarnir hefðu ætlað að tryggja öryggi þeirra, en í framburði árásarmannsins fyrir dómi kemur fram að sést hafi til mannsins í nágrenni við skólann. Fyrir dómi útskýrði árásarmaðurinn að hann og faðirinn hefðu vitað í hvaða fjölbýlishúsi maðurinn byggi, en ekki í hvaða íbúð. Þeir hefðu bankað hjá nágrönnum hans og fengið leiðbeiningar frá þeim. Síðan hafi þeir bankað upp á hjá manninum og hann komið til dyra. Báðir vildu meina að eftir að maðurinn hefði orðið mjög aggresívur þegar hann bar kennsl á föðurinn. Árásarmaðurinn vildi meina að hann hefði veifað handlelggjunum og ýtt nokkrum sinnum við honum. Hann vildi meina að til þess að verja sig frá árás mannsins hefði hann gripið um báðar hendur hans. Síðan hefðu átökin stöðvast þegar nágranni hefði komið á vettvang og stíað þeim í sundur. Tvímenningarnir hafi síðan gengið rólegir í burtu. Kannaðist ekki við komur að barnaskóla Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti henni á annan vef. Sjálfur sagðist hann hafa verið rólegur og ekki ógnandi á neinn hátt, en hissa þegar hann áttaði sig á því að þetta væri faðir stúlkunnar sem væri að banka upp á. Hann hefði sagt að dómsmálinu væri lokið og spurt hvað þeir vildu honum. Þá hefðu mennirnir nálgast hann og árásarmaðurinn tekið hann hálstaki. Hann sagðist hafa fallið í jörðina, og legið á gólfinu á meðan árásarmaðurinn hélt honum áfram í hálstaki. Að hans sögn var um að ræða fast hálstak sem þrengdi að öndunarvegi hans. Þetta hefði gerst hratt með öskrum og látum Að lokum hefði nágranni hans komið honum til aðstoðar og losað hann undan manninum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við neitt af þeim toga að hann hefði verið að venja komur sínar að barnaskóla. Ekki neitt slíkt hefði átt sér stað. Tveir nágrannar mannsins báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa séð árásarmanninn taka nágranna sinn hálstaki. Að mati dómsins bendir allt til þess að framburður árásarmannsins séu eftiráskýringar sem eigi ekki við rök að styðjast. Þá þótti framburður föðurins bera merki um að hann væri vinur árásarmannsins og faðir stúlku sem maðurinn hefði brotið á kynferðislega. Framburðir þeirra voru því ekki lagðir til grundvallar og þótt dómnum sannað að árásin hefði átt sér stað líkt og lýst væri í ákæru. Ekki var fallist á útskýringu árásarmannsins að um neyðarvörn væri að ræða. Líkt og áður segir hlaut árásarmaðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 800 þúsund krónur í lögmannskostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira