Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að umsækjendur um embættið hafi verið:
- Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður
- Eggert Þröstur Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
- Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri
- Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi
- Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri
- Lúðvík Elíasson, forstöðumaður
- Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri
Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra.
Þriggja manna hæfnisnefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar mun fara yfir umsóknir og meta hæfni umsækjenda, sbr. 7. mgr. 4. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Einn nefndarmanna skal skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabankans en formaður er skipaður án tilnefningar.