Atli Þór ráðinn til Pírata: „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn“ Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 13:33 Atli Þór Fanndal er nýjasti starfsmaður Pírata. Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann. Atli Þór hefur verið formaður Íslandsdeildar Transparency International, alþjóðlegra samtaka með yfirlýst markmið um að berjast gegn spillingu, í slétt tvö ár í dag. Hann lét af störfum þar á dögunum. Á meðan hefur hann eðli máls samkvæmt ekki verið flokksbundinn en hann var áður í Pírötum, auk þess að vinna fyrir flokkinn. Snúinn aftur Hann sagði sig reyndar úr flokknum árið 2018 í kjölfar átaka innan Pírata. Þá sagðist hann ekki vilja starfa fyrir flokkinn að óbreyttu. Hann segir í samtali við Vísi að þótt hann hafi ekki verið í Pírötum um nokkurt skeið sé það augljóslega hans flokkur. Því sé hann spenntur fyrir því að hefja störf hjá Pírötum og „hjálpa til í því verkefni að koma ríkisstjórninni frá.“ Fengur að fá Atla í aðdraganda kosninga Atli Þór var í þann mund að senda frá sér tilkynningu um eigin vistaskipti þegar Vísir náði tali af honum. Í henni segir að hann hafi víðtæka reynslu af fréttamennsku, verkefnastjórnun og ráðgjöf sem varðar stefnumótun og stjórnmál. Atli hafi undanfarin ár starfað hjá Transparency International á Íslandi með fram störfum fyrir Space Iceland sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki tengdum geimvísindum, rannsóknum og þróun. Hann hafi áður starfað sem blaðamaður meðal annars á DV, Reykjavík vikublaði og Kvennablaðinu auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag, svo dæmi séu nefnd. Atli hafi um tíma starfað á skrifstofu Annette Brooke, þingkonu Frjálslyndra Demókrata í Mið-Dorset og Norður Poole í Bretlandi. „Við erum ótrúlega spennt að fá Atla aftur til liðs við okkur og njóta krafta hans. Við í þingflokknum höfum áður átt gott samstarf í aðdraganda þingkosninga 2017 og við stjórnarmyndunarviðræður sem eftir fylgdu og þekkjum því vel til þess hversu drífandi og atorkusamur hann er. Nú þegar kosningar nálgast á ný er mikill fengur að fá Atla til starfa sem samskiptastjóra þingflokksins,“ er haft eftir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Alþingi Vistaskipti Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
Atli Þór hefur verið formaður Íslandsdeildar Transparency International, alþjóðlegra samtaka með yfirlýst markmið um að berjast gegn spillingu, í slétt tvö ár í dag. Hann lét af störfum þar á dögunum. Á meðan hefur hann eðli máls samkvæmt ekki verið flokksbundinn en hann var áður í Pírötum, auk þess að vinna fyrir flokkinn. Snúinn aftur Hann sagði sig reyndar úr flokknum árið 2018 í kjölfar átaka innan Pírata. Þá sagðist hann ekki vilja starfa fyrir flokkinn að óbreyttu. Hann segir í samtali við Vísi að þótt hann hafi ekki verið í Pírötum um nokkurt skeið sé það augljóslega hans flokkur. Því sé hann spenntur fyrir því að hefja störf hjá Pírötum og „hjálpa til í því verkefni að koma ríkisstjórninni frá.“ Fengur að fá Atla í aðdraganda kosninga Atli Þór var í þann mund að senda frá sér tilkynningu um eigin vistaskipti þegar Vísir náði tali af honum. Í henni segir að hann hafi víðtæka reynslu af fréttamennsku, verkefnastjórnun og ráðgjöf sem varðar stefnumótun og stjórnmál. Atli hafi undanfarin ár starfað hjá Transparency International á Íslandi með fram störfum fyrir Space Iceland sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki tengdum geimvísindum, rannsóknum og þróun. Hann hafi áður starfað sem blaðamaður meðal annars á DV, Reykjavík vikublaði og Kvennablaðinu auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag, svo dæmi séu nefnd. Atli hafi um tíma starfað á skrifstofu Annette Brooke, þingkonu Frjálslyndra Demókrata í Mið-Dorset og Norður Poole í Bretlandi. „Við erum ótrúlega spennt að fá Atla aftur til liðs við okkur og njóta krafta hans. Við í þingflokknum höfum áður átt gott samstarf í aðdraganda þingkosninga 2017 og við stjórnarmyndunarviðræður sem eftir fylgdu og þekkjum því vel til þess hversu drífandi og atorkusamur hann er. Nú þegar kosningar nálgast á ný er mikill fengur að fá Atla til starfa sem samskiptastjóra þingflokksins,“ er haft eftir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Alþingi Vistaskipti Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira