Sló í myndavél og gæti fengið bann Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 12:32 DeAndre Kane hagaði sér illa eftir að hafa fengið tæknivillu fyrir leikaraskap og sló meðal annars í sjónvarpsmyndavél á leið úr salnum. Stöð 2 Sport Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ er með málið til skoðunar og hefur veitt Grindvíkingum frest til miðnættis í kvöld til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. Sumir, þar á meðal Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur, töldu að Kane færi sjálfkrafa í leikbann vegna bannsins sem hann fékk í byrjun úrslitakeppninnar, þegar hann missti af einum leik gegn Tindastóli. Það bann var vegna hegðunar hans í garð dómara í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Í ljósi þess að bannið sem Kane fékk var vegna leiks í deildakeppni þá hefur það hins vegar ekki ítrekunaráhrif í úrslitakeppninni, öfugt við það ef honum hefði verið vísað úr húsi öðru sinni á sömu leiktíð í deildakeppninni. Fyrir úrslitakeppni fá menn nefnilega hreint borð en þurfa þó að taka út bönn sem búið er að dæma þá í. Vegna mistaka fékk Kane sitt bann reyndar ekki fyrr en í öðrum leik einvígisins við Tindastól, en það bann hefur engu að síður engin áhrif núna. Lengi úr salnum og sló í myndavél Það sem gæti komið Kane í vandræði eru því ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk gegn Keflavík á þriðjudaginn, eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn, eru hins vegar til skoðunar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins, en hátterni hans má sjá hér að neðan. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann [myndatökumanninn]. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en umræðuna strax eftir leik og hegðun Kane má sjá hér að ofan. Næsti leikur einvígis Keflavíkur og Grindavíkur er á laugardagskvöld. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns vegna meiðsla Remys Martin, og það er svo í höndum aganefndar KKÍ að skera úr um það hvort Grindvíkingar verði einnig án lykilmannsins Kane. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 „Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43 Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ er með málið til skoðunar og hefur veitt Grindvíkingum frest til miðnættis í kvöld til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. Sumir, þar á meðal Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur, töldu að Kane færi sjálfkrafa í leikbann vegna bannsins sem hann fékk í byrjun úrslitakeppninnar, þegar hann missti af einum leik gegn Tindastóli. Það bann var vegna hegðunar hans í garð dómara í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Í ljósi þess að bannið sem Kane fékk var vegna leiks í deildakeppni þá hefur það hins vegar ekki ítrekunaráhrif í úrslitakeppninni, öfugt við það ef honum hefði verið vísað úr húsi öðru sinni á sömu leiktíð í deildakeppninni. Fyrir úrslitakeppni fá menn nefnilega hreint borð en þurfa þó að taka út bönn sem búið er að dæma þá í. Vegna mistaka fékk Kane sitt bann reyndar ekki fyrr en í öðrum leik einvígisins við Tindastól, en það bann hefur engu að síður engin áhrif núna. Lengi úr salnum og sló í myndavél Það sem gæti komið Kane í vandræði eru því ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk gegn Keflavík á þriðjudaginn, eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn, eru hins vegar til skoðunar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins, en hátterni hans má sjá hér að neðan. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann [myndatökumanninn]. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en umræðuna strax eftir leik og hegðun Kane má sjá hér að ofan. Næsti leikur einvígis Keflavíkur og Grindavíkur er á laugardagskvöld. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns vegna meiðsla Remys Martin, og það er svo í höndum aganefndar KKÍ að skera úr um það hvort Grindvíkingar verði einnig án lykilmannsins Kane.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 „Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43 Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31
„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43
Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01