Búinn að skila inn undirskriftum eftir „óvenjulegan“ frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2024 11:57 Viktor Traustason telur sig hafa náð lágmarksundirskriftum. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason skilaði í morgun inn forsetaframboði sínu í annað sinn eftir að hafa fengið aukafrest til að safna meðmælum. Formaður Landskjörstjórnar segir verulega ágalla hafa verið á meðmælalistum Viktors í fyrstu atrennu. Það sé óvenjulegt að veittur sé frestur þegar ágallar eru meiriháttar, eins og í tilfelli Viktors. Viktor, ásamt 11 öðrum, skilaði inn forsetaframboði föstudaginn 26. apríl. Lágmark til framboðs er 1500 undirskriftir en aðeins 69 undirskriftir Viktors voru metnar gildar og landskjörstjórn úrskurðaði framboð hans því ógilt. Viktor kærði úrskurðinn og úrskurðarnefnd kosningamála komst að þeirri niðurstöðu í gær að taka ætti mál hans upp að nýju. Honum var í kjölfarið veittur viðbótarfrestur til þrjú í dag. „Úrskurður Landskjörstjórnar var á því byggður að það hefðu verið meiriháttar ágallar á framboðinu,“ segir Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar. Hún bendir á að úrskurðarnefndin hafi verið sammála Landskjörstjórn um að meiriháttar ágallar væru á framboði Viktors. „En úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að það skipti ekki máli hversu mörg meðmæli vantaði, það skyldi ávallt veita frest til að bæta úr. Það er ekki óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru minniháttar ágallar en það er óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru meiriháttar ágallar,“ segir Kristín. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar les upp úrskurði um þrettán forsetaframboð á mánudag. Vísir/Vilhelm Viktor skilaði meðmælalistum inn í annað sinn í morgun. Hann nýtti frestinn í að fara aftur yfir undirskriftirnar sem hann safnaði á blaði og bæta við lögheimili fyrir hvern og einn. „Undirskriftirnar sem ég setti lögheimili á voru 1480 samtals. Í þokkabót var ég síðan með þessar 69 sem voru rafrænar. Þannig að þegar ég slumpaði á: Já, ég held ég sé búinn að ná, þá var ég búinn að reikna það þannig út,“ segir Viktor. Ertu vongóður? „Ég spái bara ekki alltof mikið í því.“ Landskjörstjórn fer nú yfir lista Viktors og sannreynir hvort undirskriftirnar séu gildar. „Þetta er mikil nákvæmnisvinna sem þarf líka að vinna hratt, þannig að þetta er töluverð vinna að fara yfir pappírslistana, já,“ segir Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar. Niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar i dag. Forsetakosningar 2024 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20 „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Viktor, ásamt 11 öðrum, skilaði inn forsetaframboði föstudaginn 26. apríl. Lágmark til framboðs er 1500 undirskriftir en aðeins 69 undirskriftir Viktors voru metnar gildar og landskjörstjórn úrskurðaði framboð hans því ógilt. Viktor kærði úrskurðinn og úrskurðarnefnd kosningamála komst að þeirri niðurstöðu í gær að taka ætti mál hans upp að nýju. Honum var í kjölfarið veittur viðbótarfrestur til þrjú í dag. „Úrskurður Landskjörstjórnar var á því byggður að það hefðu verið meiriháttar ágallar á framboðinu,“ segir Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar. Hún bendir á að úrskurðarnefndin hafi verið sammála Landskjörstjórn um að meiriháttar ágallar væru á framboði Viktors. „En úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að það skipti ekki máli hversu mörg meðmæli vantaði, það skyldi ávallt veita frest til að bæta úr. Það er ekki óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru minniháttar ágallar en það er óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru meiriháttar ágallar,“ segir Kristín. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar les upp úrskurði um þrettán forsetaframboð á mánudag. Vísir/Vilhelm Viktor skilaði meðmælalistum inn í annað sinn í morgun. Hann nýtti frestinn í að fara aftur yfir undirskriftirnar sem hann safnaði á blaði og bæta við lögheimili fyrir hvern og einn. „Undirskriftirnar sem ég setti lögheimili á voru 1480 samtals. Í þokkabót var ég síðan með þessar 69 sem voru rafrænar. Þannig að þegar ég slumpaði á: Já, ég held ég sé búinn að ná, þá var ég búinn að reikna það þannig út,“ segir Viktor. Ertu vongóður? „Ég spái bara ekki alltof mikið í því.“ Landskjörstjórn fer nú yfir lista Viktors og sannreynir hvort undirskriftirnar séu gildar. „Þetta er mikil nákvæmnisvinna sem þarf líka að vinna hratt, þannig að þetta er töluverð vinna að fara yfir pappírslistana, já,“ segir Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar. Niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar i dag.
Forsetakosningar 2024 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20 „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20
„Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04