„Það er norskur sigur í dag“ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2024 11:45 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. vísir/einar Í dag klukkan eitt í dag fer Gunnar Örn Hauksson flugmaður til sýslumanns og gerir honum grein fyrir því að hann eigi ekki hundrað milljónir króna til að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans á Snæfjallaströnd. Þetta þýðir að Artic Sea Farm fer með fullan sigur í málinu en Katrín Oddsdóttir lögmaður hans hafði farið fram á lögbannsbeiðni vegna starfseminnar en sjókvíaeldisfyrirtækið hafði sett niður kví án þess að fyrir lægi hvort eldissvæðið væri innan landamarka jarðar hans Sandeyri á Snæfjallaströnd. Þar er stórstreymt og fjarar vel út. Áhöld eru uppi um hvort svæðið sé innan netalaga. Sýslumaður mætti lögbannskröfunni með því að fara fram á tryggingu sem nemur hundrað milljónum króna. Hvorki Jónas Guðmundsson sýslumaður á Ísafirði né staðgengill hans, Sigríður Eysteinsdóttir sem staðsett er á Patreksfirði, voru laus nú fyrir hádegi til að svara þeirri spurningu hvaðan sú upphæð væri eiginlega fengin. Katrín telur einsýnt að það sé til að drepa lögbannskröfuna, talan sé óskiljanleg en oftast sé um málamyndagjald að ræða. Hún veltir fyrir sér hvaðan talan sé fengin, hvort hún komi frá Artic Sea Farm. Þá hefur hún velt fyrir sér tímalínunni í málinu en fyrirtækið er þegar búið að setja fisk í umrædda kví. Víst er að náttúran sem áður var óspillt er fyrir bý. Málið er fallið um sjálft sig. „Ég á ekki hundrað milljónir í þetta,“ segir Gunnar Örn í samtali við Vísi. „Það hefði vissulega verið gott fyrir íslensku þjóðina,“ segir Gunnar og vísar til þess að það hefði verið gott að fá úr málinu skorið. Nú líti út fyrir að enginn sé að fara að stöðva þetta. „Okkur hefur ekkert orðið ágengt. Þetta var síðasta haldreipið og það er að falla núna. Þannig er staðan á þessu, maður var að reyna að berjast fyrir þessu en það tókst ekki. Maður reyndi sitt besta en þeir hafa sigur. Það er norskur sigur í dag,“ segir Gunnar. Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Fiskeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Þetta þýðir að Artic Sea Farm fer með fullan sigur í málinu en Katrín Oddsdóttir lögmaður hans hafði farið fram á lögbannsbeiðni vegna starfseminnar en sjókvíaeldisfyrirtækið hafði sett niður kví án þess að fyrir lægi hvort eldissvæðið væri innan landamarka jarðar hans Sandeyri á Snæfjallaströnd. Þar er stórstreymt og fjarar vel út. Áhöld eru uppi um hvort svæðið sé innan netalaga. Sýslumaður mætti lögbannskröfunni með því að fara fram á tryggingu sem nemur hundrað milljónum króna. Hvorki Jónas Guðmundsson sýslumaður á Ísafirði né staðgengill hans, Sigríður Eysteinsdóttir sem staðsett er á Patreksfirði, voru laus nú fyrir hádegi til að svara þeirri spurningu hvaðan sú upphæð væri eiginlega fengin. Katrín telur einsýnt að það sé til að drepa lögbannskröfuna, talan sé óskiljanleg en oftast sé um málamyndagjald að ræða. Hún veltir fyrir sér hvaðan talan sé fengin, hvort hún komi frá Artic Sea Farm. Þá hefur hún velt fyrir sér tímalínunni í málinu en fyrirtækið er þegar búið að setja fisk í umrædda kví. Víst er að náttúran sem áður var óspillt er fyrir bý. Málið er fallið um sjálft sig. „Ég á ekki hundrað milljónir í þetta,“ segir Gunnar Örn í samtali við Vísi. „Það hefði vissulega verið gott fyrir íslensku þjóðina,“ segir Gunnar og vísar til þess að það hefði verið gott að fá úr málinu skorið. Nú líti út fyrir að enginn sé að fara að stöðva þetta. „Okkur hefur ekkert orðið ágengt. Þetta var síðasta haldreipið og það er að falla núna. Þannig er staðan á þessu, maður var að reyna að berjast fyrir þessu en það tókst ekki. Maður reyndi sitt besta en þeir hafa sigur. Það er norskur sigur í dag,“ segir Gunnar.
Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Fiskeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira