Dortmund tók aukasætið sem ensku liðin dreymdi um Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 09:01 Manchester United eygði veika von um 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en nú er ljóst að það dygði ekki til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Dortmund á nú öruggt sæti þar, þó liðið sitji í 5. sæti þýsku deildarinnar. Samsett/Getty Eftir sigur Dortmund gegn PSG í gærkvöld er endanlega ljóst að það verða Ítalía og Þýskaland sem fá eitt aukasæti hvort í nýrri útgáfu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð, en ekki England. England og Þýskaland voru lengi vel í hnífjafnri baráttu um það að fimmta sætið í þeirra landsdeildum myndi duga til að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Tottenham og Manchester United, sem sitja í 5. og 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eygðu þannig betri möguleika á að komast í keppnina. En eftir að ensku liðin féllu hvert á fætur öðru úr leik í Evrópukeppnunum, og aðeins Aston Villa stóð eftir, er ljóst að árangur þýsku liðanna er betri í vetur og því fær Þýskaland aukasæti. Jafnvel þó að Aston Villa myndi vinna báða leiki sína gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu, og úrslitaleikinn, myndi England mest geta fengið 18,25 stig á árangurslista UEFA en Þýskaland er komið með 18,356 stig, eftir sigur Dortmund í gær og jafntefli Bayern við Real Madrid í fyrrakvöld. Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid Dortmund hjálpaði sjálfu sér Þannig vill til að Dortmund er í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og er, og getur ekki endað neðar, og því má segja að liðið hafi með sigrinum í gær tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. The Premier League has officially 𝐌𝐈𝐒𝐒𝐄𝐃 𝐎𝐔𝐓 on a fifth Champions League spot next season. 🏆❌Dortmund's win vs PSG means Germany joins Italy in getting a fifth automatic spot in next season’s tournament. 🇩🇪🇮🇹#UCL pic.twitter.com/sDD29ZaA2A— Mail Sport (@MailSport) May 2, 2024 Við þetta bætist að sigurliðin í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á þessari leiktíð, fá öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er því þannig að ef Dortmund fer alla leið og vinnur Meistaradeildina í ár, en endar í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og allt útlit er fyrir, fá alls sex þýsk lið þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Frankfurt situr í 6. sæti þýsku deildarinnar. Svipuð staða er á Ítalíu þar sem sex lið fá að fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð ef ítalskt lið vinnur Evrópudeildina. Bæði Roma og Atalanta eru komin í undanúrslit keppninnar en þau sitja einmitt í 5. og 6. sæti ítölsku deildarinnar. Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
England og Þýskaland voru lengi vel í hnífjafnri baráttu um það að fimmta sætið í þeirra landsdeildum myndi duga til að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Tottenham og Manchester United, sem sitja í 5. og 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eygðu þannig betri möguleika á að komast í keppnina. En eftir að ensku liðin féllu hvert á fætur öðru úr leik í Evrópukeppnunum, og aðeins Aston Villa stóð eftir, er ljóst að árangur þýsku liðanna er betri í vetur og því fær Þýskaland aukasæti. Jafnvel þó að Aston Villa myndi vinna báða leiki sína gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu, og úrslitaleikinn, myndi England mest geta fengið 18,25 stig á árangurslista UEFA en Þýskaland er komið með 18,356 stig, eftir sigur Dortmund í gær og jafntefli Bayern við Real Madrid í fyrrakvöld. Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid Dortmund hjálpaði sjálfu sér Þannig vill til að Dortmund er í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og er, og getur ekki endað neðar, og því má segja að liðið hafi með sigrinum í gær tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. The Premier League has officially 𝐌𝐈𝐒𝐒𝐄𝐃 𝐎𝐔𝐓 on a fifth Champions League spot next season. 🏆❌Dortmund's win vs PSG means Germany joins Italy in getting a fifth automatic spot in next season’s tournament. 🇩🇪🇮🇹#UCL pic.twitter.com/sDD29ZaA2A— Mail Sport (@MailSport) May 2, 2024 Við þetta bætist að sigurliðin í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á þessari leiktíð, fá öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er því þannig að ef Dortmund fer alla leið og vinnur Meistaradeildina í ár, en endar í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og allt útlit er fyrir, fá alls sex þýsk lið þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Frankfurt situr í 6. sæti þýsku deildarinnar. Svipuð staða er á Ítalíu þar sem sex lið fá að fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð ef ítalskt lið vinnur Evrópudeildina. Bæði Roma og Atalanta eru komin í undanúrslit keppninnar en þau sitja einmitt í 5. og 6. sæti ítölsku deildarinnar.
Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid
Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira