Hver er Kári Hansen? Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 16:47 Ekki verður af því að landsmenn njóti krafta Kára Hansen á Bessastöðum, ekki að þessu sinni, hvað sem verður í framtíðinni. Kári er aðeins 38 ára og hefur tímann fyrir sér. vísir/vilhelm/instagram Kári Vilmundarson Hansen er einn þeirra sem skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar með það fyrir augum að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segir í stuttu spjalli við Vísi að hann hefði einfaldlega gripið gæsina, tækifærið. Kári hafði ekki erindi sem erfiði, hann þótti ekki tækur frambjóðandi að mati landskjörstjórnar enda voru þær undirskriftir sem hann skilaði inn aðeins níu talsins. Sem er talsvert langt frá þeim 1.500 sem krafist var. En nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki þurfi fleiri. Kári segist ekki ætla að tjá sig um ákvörðun landskjörstjórnar. Þú hefur greinilega ekki lagt mikið í að safna þessum undirskriftum? „Nei, ég sá fljótt að ég þurfti mikla aðstoð og meiri undirbúning til að ná öllum undirskriftunum.“ Vildi standa sig í embætti Kári er með byssudellu. Hann er staddur erlendis og kaus að svara spurningum skriflega. „Ég fór í AR15 og Glock17 þjálfun í Litháen. Keyrði svo frá Vilnius til Klaipeda og aftur til baka. Byssuáhuginn vaknaði fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef verið af DJa í um 9 ár og hóf ferilinn í Japan.“ Eins og af þessu má sjá er Kári heimsborgari af Guðs náð. En af hverju vildi hann bjóða sig fram sem forseta? „Það er ekki á hverju ári sem þetta tækifæri gefst og getur reynst gagnlegt að hafa á ferilskránni.“ Spurður hvað hann hefði lagt áherslu á ef hann hefði náð kjöri er fljótsvarað: „Að standa mig í embætti.“ Og spurður um hvort hann myndi til að mynda nýta málskotsréttinn er svarið klárt: „Nei.“ Sérfróður um Shinto Kári er útskrifaður með BA-gráðu og skrifaði hann um breytingar í trúarbrögðum í Japan á vorum tímum og uppgang Shinto; náttúrutrúarbrögðin sem miðast við lotningu á náttúrunni, öndum og forfeðrum. Kári útskrifaðist 2012, ritgerðin heitir Participation and Motivations in Shinto rites and rituals in Modern Japan“ og segist Kári að mestu verið erlendis eftir að hafa lokið námi. „Síðastliðin ár hef ég stundað sjálfboðavinnu,“ segir Kári spurður um hvað hann hafi verið að fást við meðfram því að DJ-a og stunda skotfimi. „Sem er tiltölulega nýtt áhugamál og mér finnst gaman að stunda það.“ Kári er 38 ára gamall, einstæður og barnlaus og hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað taki við nú. Spurður segist hann ekki styðja neinn þeirra sem eru í forsetaframboði. Forsetakosningar 2024 Íslendingar erlendis Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Kári hafði ekki erindi sem erfiði, hann þótti ekki tækur frambjóðandi að mati landskjörstjórnar enda voru þær undirskriftir sem hann skilaði inn aðeins níu talsins. Sem er talsvert langt frá þeim 1.500 sem krafist var. En nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki þurfi fleiri. Kári segist ekki ætla að tjá sig um ákvörðun landskjörstjórnar. Þú hefur greinilega ekki lagt mikið í að safna þessum undirskriftum? „Nei, ég sá fljótt að ég þurfti mikla aðstoð og meiri undirbúning til að ná öllum undirskriftunum.“ Vildi standa sig í embætti Kári er með byssudellu. Hann er staddur erlendis og kaus að svara spurningum skriflega. „Ég fór í AR15 og Glock17 þjálfun í Litháen. Keyrði svo frá Vilnius til Klaipeda og aftur til baka. Byssuáhuginn vaknaði fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef verið af DJa í um 9 ár og hóf ferilinn í Japan.“ Eins og af þessu má sjá er Kári heimsborgari af Guðs náð. En af hverju vildi hann bjóða sig fram sem forseta? „Það er ekki á hverju ári sem þetta tækifæri gefst og getur reynst gagnlegt að hafa á ferilskránni.“ Spurður hvað hann hefði lagt áherslu á ef hann hefði náð kjöri er fljótsvarað: „Að standa mig í embætti.“ Og spurður um hvort hann myndi til að mynda nýta málskotsréttinn er svarið klárt: „Nei.“ Sérfróður um Shinto Kári er útskrifaður með BA-gráðu og skrifaði hann um breytingar í trúarbrögðum í Japan á vorum tímum og uppgang Shinto; náttúrutrúarbrögðin sem miðast við lotningu á náttúrunni, öndum og forfeðrum. Kári útskrifaðist 2012, ritgerðin heitir Participation and Motivations in Shinto rites and rituals in Modern Japan“ og segist Kári að mestu verið erlendis eftir að hafa lokið námi. „Síðastliðin ár hef ég stundað sjálfboðavinnu,“ segir Kári spurður um hvað hann hafi verið að fást við meðfram því að DJ-a og stunda skotfimi. „Sem er tiltölulega nýtt áhugamál og mér finnst gaman að stunda það.“ Kári er 38 ára gamall, einstæður og barnlaus og hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað taki við nú. Spurður segist hann ekki styðja neinn þeirra sem eru í forsetaframboði.
Forsetakosningar 2024 Íslendingar erlendis Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira