Hver er Kári Hansen? Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 16:47 Ekki verður af því að landsmenn njóti krafta Kára Hansen á Bessastöðum, ekki að þessu sinni, hvað sem verður í framtíðinni. Kári er aðeins 38 ára og hefur tímann fyrir sér. vísir/vilhelm/instagram Kári Vilmundarson Hansen er einn þeirra sem skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar með það fyrir augum að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segir í stuttu spjalli við Vísi að hann hefði einfaldlega gripið gæsina, tækifærið. Kári hafði ekki erindi sem erfiði, hann þótti ekki tækur frambjóðandi að mati landskjörstjórnar enda voru þær undirskriftir sem hann skilaði inn aðeins níu talsins. Sem er talsvert langt frá þeim 1.500 sem krafist var. En nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki þurfi fleiri. Kári segist ekki ætla að tjá sig um ákvörðun landskjörstjórnar. Þú hefur greinilega ekki lagt mikið í að safna þessum undirskriftum? „Nei, ég sá fljótt að ég þurfti mikla aðstoð og meiri undirbúning til að ná öllum undirskriftunum.“ Vildi standa sig í embætti Kári er með byssudellu. Hann er staddur erlendis og kaus að svara spurningum skriflega. „Ég fór í AR15 og Glock17 þjálfun í Litháen. Keyrði svo frá Vilnius til Klaipeda og aftur til baka. Byssuáhuginn vaknaði fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef verið af DJa í um 9 ár og hóf ferilinn í Japan.“ Eins og af þessu má sjá er Kári heimsborgari af Guðs náð. En af hverju vildi hann bjóða sig fram sem forseta? „Það er ekki á hverju ári sem þetta tækifæri gefst og getur reynst gagnlegt að hafa á ferilskránni.“ Spurður hvað hann hefði lagt áherslu á ef hann hefði náð kjöri er fljótsvarað: „Að standa mig í embætti.“ Og spurður um hvort hann myndi til að mynda nýta málskotsréttinn er svarið klárt: „Nei.“ Sérfróður um Shinto Kári er útskrifaður með BA-gráðu og skrifaði hann um breytingar í trúarbrögðum í Japan á vorum tímum og uppgang Shinto; náttúrutrúarbrögðin sem miðast við lotningu á náttúrunni, öndum og forfeðrum. Kári útskrifaðist 2012, ritgerðin heitir Participation and Motivations in Shinto rites and rituals in Modern Japan“ og segist Kári að mestu verið erlendis eftir að hafa lokið námi. „Síðastliðin ár hef ég stundað sjálfboðavinnu,“ segir Kári spurður um hvað hann hafi verið að fást við meðfram því að DJ-a og stunda skotfimi. „Sem er tiltölulega nýtt áhugamál og mér finnst gaman að stunda það.“ Kári er 38 ára gamall, einstæður og barnlaus og hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað taki við nú. Spurður segist hann ekki styðja neinn þeirra sem eru í forsetaframboði. Forsetakosningar 2024 Íslendingar erlendis Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Sjá meira
Kári hafði ekki erindi sem erfiði, hann þótti ekki tækur frambjóðandi að mati landskjörstjórnar enda voru þær undirskriftir sem hann skilaði inn aðeins níu talsins. Sem er talsvert langt frá þeim 1.500 sem krafist var. En nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki þurfi fleiri. Kári segist ekki ætla að tjá sig um ákvörðun landskjörstjórnar. Þú hefur greinilega ekki lagt mikið í að safna þessum undirskriftum? „Nei, ég sá fljótt að ég þurfti mikla aðstoð og meiri undirbúning til að ná öllum undirskriftunum.“ Vildi standa sig í embætti Kári er með byssudellu. Hann er staddur erlendis og kaus að svara spurningum skriflega. „Ég fór í AR15 og Glock17 þjálfun í Litháen. Keyrði svo frá Vilnius til Klaipeda og aftur til baka. Byssuáhuginn vaknaði fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef verið af DJa í um 9 ár og hóf ferilinn í Japan.“ Eins og af þessu má sjá er Kári heimsborgari af Guðs náð. En af hverju vildi hann bjóða sig fram sem forseta? „Það er ekki á hverju ári sem þetta tækifæri gefst og getur reynst gagnlegt að hafa á ferilskránni.“ Spurður hvað hann hefði lagt áherslu á ef hann hefði náð kjöri er fljótsvarað: „Að standa mig í embætti.“ Og spurður um hvort hann myndi til að mynda nýta málskotsréttinn er svarið klárt: „Nei.“ Sérfróður um Shinto Kári er útskrifaður með BA-gráðu og skrifaði hann um breytingar í trúarbrögðum í Japan á vorum tímum og uppgang Shinto; náttúrutrúarbrögðin sem miðast við lotningu á náttúrunni, öndum og forfeðrum. Kári útskrifaðist 2012, ritgerðin heitir Participation and Motivations in Shinto rites and rituals in Modern Japan“ og segist Kári að mestu verið erlendis eftir að hafa lokið námi. „Síðastliðin ár hef ég stundað sjálfboðavinnu,“ segir Kári spurður um hvað hann hafi verið að fást við meðfram því að DJ-a og stunda skotfimi. „Sem er tiltölulega nýtt áhugamál og mér finnst gaman að stunda það.“ Kári er 38 ára gamall, einstæður og barnlaus og hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað taki við nú. Spurður segist hann ekki styðja neinn þeirra sem eru í forsetaframboði.
Forsetakosningar 2024 Íslendingar erlendis Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Sjá meira