Engin merki um að kvikuhlaup sé hafið eða að hefjast Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2024 14:48 Vegna eldgossins sem er í gangi við Sundhnúk er erfiðara að túlka gögn um mögulegt nýtt kvikuhlaup. Vísir/Vilhelm „Það eru engin merki um að kvikuhlaup sé hafið eða að það sé um það bil að hefjast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Staðan sé svipuð og hún hafi verið síðustu daga. Salóme segir merki um að það hafi hægst lítillega á landrisi en það sé enn töluvert hratt. „Það er flóknara að túlka gögnin núna því það er gos í gangi. Það er samspil óróa, landriss og hraunsins sem við sjáum koma úr gígnum. Þetta er flóknari túlkun en við höfum verið að sjá í fyrri aðdraganda eldgosa.“ Tíu milljón rúmmetrar af kviku Í nýrri frétt um stöðuna vegna eldgossins kemur fram að þrýstingur sé að byggjast upp í kvikuhólfinu við Svartsengi. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi síðan 16. mars er metið yfir 10 milljón rúmmetrar. Það að hægi á landrisinu en að kvika flæði áfram inn í kvikuhólfið bendir til þess að þrýstingur sé að byggjast þar upp. Samkvæmt fréttinni benda mælingar og líkanútreikningar til þess að talsverð óvissa sé um framhaldið, en líklegt er að það dragi fljótlega til tíðinda. Haldi kvikusöfnun áfram eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega frekar en að það lognist út af. Út frá nýjustu mælingum er þó erfitt að fullyrða um hvor sviðsmyndanna hér að neðan sé líklegri Nýjar gossprungur opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og/eða núverandi gosop stækkar vegna skyndilegrar aukningu í hraunflæði sem gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum eða engum fyrirvara. Einnig er mögulegt að kvikuflæði úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í virka gíginn á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast jafnt og þétt þar til að jafnvægi verði á milli innstreymi kviku inn í kvikuhólfið og útstreymis þaðan og upp á yfirborð. Ekkert dramatískt Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði fyrr í dag ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni við Grindavík. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Ekki runnið meira yfir varnargarða Í fréttinni er einnig farið almennt yfir stöðuna við gosstöðvarnar. Þar kemur fram að enn renni hraun til suðurs úr einum gíg er kemur fram í frétt Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að suðurhluti hraunbreiðunnar haldi áfram að þykkna þangað sem hraun rennur í lokuðum rásum. Á laugardaginn fór lítil hrauntunga yfir varnargarð austan Grindavíkur en meira hraun hefur ekki runnið yfir varnargarðinn síðan þá. Í frétt Veðurstofunnar segir að Myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landmælinga Íslands (LMÍ) hafi unnið úr gervitunglamyndum og gögnum síðan 25. apríl. Flatarmál hraunbreiðunnar sem myndast hefur í eldgosinu er nú 6,16 ferkílómetrar og er nánast óbreytt á milli mælinga. Rúmmál og þykkt hraunbreiðunnar heldur hins vegar áfram að aukast og er rúmmálið nú 34 ± 1.9 milljón rúmmetrar og meðalþykkt hraunbreiðunnar 5,5 ± 0,3 m. Út frá þessum niðurstöðum er áætlað meðalhraunflæði í eldgosinu á milli 15. og 25. apríl 0,9 ± 0,4 m3/s. Í fyrri mælingum á meðalhraunflæði fyrir tímabilið frá 3. til 15. apríl var það metið um 3 til 4 m3/s. Samkvæmt gasdreifingarspá er líklegt að gasmengun berist til suðurs í dag og gæti orðið mengun nærri Grindavík. Í nótt lægir og þá gæti mengun safnast saman nærri gosstöðvum. Á morgun er líklegra að gasmengun verði við Suðurströndina en síðar til norðurs og norðausturs og gæti mengun orðið á höfuðborgarsvæðinu, Vogum og Vatnsleysuströndinni. Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá hér. Þá kemur einnig fram að á vísindafundi Veðurstofunnar í morgun hafi hættumat verið yfirfarið. Þær breytingar eru á hættumatinu að hætta vegna gjósku hefur verið lækkuð úr töluverðri hættu í litla á svæði 1 og 6. Þessi breyting er gerð vegna þess að það hefur ekki verið mikil gjóska að sleppa út í andrúmsloftið. Hættan á svæði 4 (Grindavík) hefur verið aukin úr töluverðri hættu í mikla vegna hraunflæðis, þar sem hrauntungan hefur verið að stækka, þó hægt sé, innan svæðisins síðustu daga. Þetta hefur í för með sér að heildarhætta á svæði 4 fer úr töluverðri (appelsínugult) í mikla (rautt). Þar að auki eru auknar líkur á að það dragi fljótlega til tíðin Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Veðurstofan birti uppfærða frétt og hættumat. Uppfærð klukkan 15:13 þann 30.4.2024. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Salóme segir merki um að það hafi hægst lítillega á landrisi en það sé enn töluvert hratt. „Það er flóknara að túlka gögnin núna því það er gos í gangi. Það er samspil óróa, landriss og hraunsins sem við sjáum koma úr gígnum. Þetta er flóknari túlkun en við höfum verið að sjá í fyrri aðdraganda eldgosa.“ Tíu milljón rúmmetrar af kviku Í nýrri frétt um stöðuna vegna eldgossins kemur fram að þrýstingur sé að byggjast upp í kvikuhólfinu við Svartsengi. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi síðan 16. mars er metið yfir 10 milljón rúmmetrar. Það að hægi á landrisinu en að kvika flæði áfram inn í kvikuhólfið bendir til þess að þrýstingur sé að byggjast þar upp. Samkvæmt fréttinni benda mælingar og líkanútreikningar til þess að talsverð óvissa sé um framhaldið, en líklegt er að það dragi fljótlega til tíðinda. Haldi kvikusöfnun áfram eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega frekar en að það lognist út af. Út frá nýjustu mælingum er þó erfitt að fullyrða um hvor sviðsmyndanna hér að neðan sé líklegri Nýjar gossprungur opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og/eða núverandi gosop stækkar vegna skyndilegrar aukningu í hraunflæði sem gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum eða engum fyrirvara. Einnig er mögulegt að kvikuflæði úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í virka gíginn á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast jafnt og þétt þar til að jafnvægi verði á milli innstreymi kviku inn í kvikuhólfið og útstreymis þaðan og upp á yfirborð. Ekkert dramatískt Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði fyrr í dag ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni við Grindavík. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Ekki runnið meira yfir varnargarða Í fréttinni er einnig farið almennt yfir stöðuna við gosstöðvarnar. Þar kemur fram að enn renni hraun til suðurs úr einum gíg er kemur fram í frétt Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að suðurhluti hraunbreiðunnar haldi áfram að þykkna þangað sem hraun rennur í lokuðum rásum. Á laugardaginn fór lítil hrauntunga yfir varnargarð austan Grindavíkur en meira hraun hefur ekki runnið yfir varnargarðinn síðan þá. Í frétt Veðurstofunnar segir að Myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landmælinga Íslands (LMÍ) hafi unnið úr gervitunglamyndum og gögnum síðan 25. apríl. Flatarmál hraunbreiðunnar sem myndast hefur í eldgosinu er nú 6,16 ferkílómetrar og er nánast óbreytt á milli mælinga. Rúmmál og þykkt hraunbreiðunnar heldur hins vegar áfram að aukast og er rúmmálið nú 34 ± 1.9 milljón rúmmetrar og meðalþykkt hraunbreiðunnar 5,5 ± 0,3 m. Út frá þessum niðurstöðum er áætlað meðalhraunflæði í eldgosinu á milli 15. og 25. apríl 0,9 ± 0,4 m3/s. Í fyrri mælingum á meðalhraunflæði fyrir tímabilið frá 3. til 15. apríl var það metið um 3 til 4 m3/s. Samkvæmt gasdreifingarspá er líklegt að gasmengun berist til suðurs í dag og gæti orðið mengun nærri Grindavík. Í nótt lægir og þá gæti mengun safnast saman nærri gosstöðvum. Á morgun er líklegra að gasmengun verði við Suðurströndina en síðar til norðurs og norðausturs og gæti mengun orðið á höfuðborgarsvæðinu, Vogum og Vatnsleysuströndinni. Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá hér. Þá kemur einnig fram að á vísindafundi Veðurstofunnar í morgun hafi hættumat verið yfirfarið. Þær breytingar eru á hættumatinu að hætta vegna gjósku hefur verið lækkuð úr töluverðri hættu í litla á svæði 1 og 6. Þessi breyting er gerð vegna þess að það hefur ekki verið mikil gjóska að sleppa út í andrúmsloftið. Hættan á svæði 4 (Grindavík) hefur verið aukin úr töluverðri hættu í mikla vegna hraunflæðis, þar sem hrauntungan hefur verið að stækka, þó hægt sé, innan svæðisins síðustu daga. Þetta hefur í för með sér að heildarhætta á svæði 4 fer úr töluverðri (appelsínugult) í mikla (rautt). Þar að auki eru auknar líkur á að það dragi fljótlega til tíðin Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Veðurstofan birti uppfærða frétt og hættumat. Uppfærð klukkan 15:13 þann 30.4.2024.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira