Ráðherra bað um tíu milljarða króna í viðbót í arð Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 13:39 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar og Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Landsvirkjunar hefur samþykkt tillögu stjórnar um þrjátíu milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð. Það er tíu milljörðum króna hærri arðgreiðsla en stjórnin lagði til þegar ársreikningur fyrirtækisins var birtur í febrúarlok. Fjármála- og efnahagsráðherra óskaði eftir því að arðgreiðslan yrði hækkuð í ljósi þess að árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega sextíu ára sögu Landsvirkjunar. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins sé því góð, auk þess sem hækkunin rúmist innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. Jón Björn nýr stjórnarformaður Á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag, 30. apríl, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn fyrirtækisins, í samræmi við lög sem um það gilda. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar séu Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar séu Guðveig Eyglóardóttir, Halldór Karl Högnason, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Þórðarson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund hafi Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, verið kjörinn stjórnarformaður og Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., varaformaður. Hættir eftir góðan áratug Þá segir að fráfarandi stjórnarformaður, Jónas Þór Guðmundsson, hafi gegnt stöðunni síðastliðinn áratug, næstlengst allra í sögu fyrirtækisins. Hann hafi verið skipaður í stjórn á aðalfundi félagsins árið 2014 og kjörinn formaður stjórnar í kjölfarið. Mikil umskipti hafi orðið í rekstri fyrirtækisins á þessum tíma. Fjárhagsstaðan hafi aldrei verið betri, skuldir aldrei lægri og eiginfjárhlutfall hærra en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma hafi þrjár nýjar virkjanir verið gangsettar. Í dag sé Landsvirkjun með næsthæstu lánshæfiseinkunn orkufyrirtækja Norðurlandanna (A-) hjá S&P. „Jónasi Þór eru þökkuð góð störf í þágu Landsvirkjunar.“ Jón Björn, sem áður hafi verið varaformaður stjórnar og tekur nú við af Jónasi, hafi einnig verið fyrst skipaður í stjórn fyrirtækisins árið 2014. Hann hafi gegnt stöðu varaformanns stjórnar í fimm ár á þessu tímabili. Landsvirkjun Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins sé því góð, auk þess sem hækkunin rúmist innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. Jón Björn nýr stjórnarformaður Á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag, 30. apríl, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn fyrirtækisins, í samræmi við lög sem um það gilda. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar séu Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar séu Guðveig Eyglóardóttir, Halldór Karl Högnason, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Þórðarson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund hafi Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, verið kjörinn stjórnarformaður og Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., varaformaður. Hættir eftir góðan áratug Þá segir að fráfarandi stjórnarformaður, Jónas Þór Guðmundsson, hafi gegnt stöðunni síðastliðinn áratug, næstlengst allra í sögu fyrirtækisins. Hann hafi verið skipaður í stjórn á aðalfundi félagsins árið 2014 og kjörinn formaður stjórnar í kjölfarið. Mikil umskipti hafi orðið í rekstri fyrirtækisins á þessum tíma. Fjárhagsstaðan hafi aldrei verið betri, skuldir aldrei lægri og eiginfjárhlutfall hærra en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma hafi þrjár nýjar virkjanir verið gangsettar. Í dag sé Landsvirkjun með næsthæstu lánshæfiseinkunn orkufyrirtækja Norðurlandanna (A-) hjá S&P. „Jónasi Þór eru þökkuð góð störf í þágu Landsvirkjunar.“ Jón Björn, sem áður hafi verið varaformaður stjórnar og tekur nú við af Jónasi, hafi einnig verið fyrst skipaður í stjórn fyrirtækisins árið 2014. Hann hafi gegnt stöðu varaformanns stjórnar í fimm ár á þessu tímabili.
Landsvirkjun Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira