Gáttaðar á því að fyrirliði Víkings var settur á bekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 14:00 Selma Dögg Björgvinsdóttir missti sæti sitt í byrjunarliðinu og sérfræðingar Bestu markanna voru hissa á því. Vísir/Diego Víkingskonur eru þegar búnir að missa einn fyrirliða frá sér á vormánuðunum þegar Nadía Atladóttir fór í Val og í annarri umferð Bestu deildarinnar var fyrirliði liðsns settur á varamannabekkinn. Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum voru gáttaðir á þessu. Víkingskonur unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í sínum fyrsta leik í efstu deild í 41 ár en gerðu svo 2-2 jafntefli við Fylki í annarri umferðinni í Bestu deildinni um helgina. Sérfræðingar Bestu markanna bentu á það að fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, var sett á bekkinn fyrir Fylkisleikinn. Hún kom svo inn á völlinn snemma í seinni hálfleiknum. Í stað Selmu bar hin sautján ára gamla Bergdís Sveinsdóttir fyrirliðabandið í leiknum eða þar til að Selma kom inn á völlinn. „Það vakti athygli okkar byrjunarlið Víkings. Selma fyrirliði ekki þar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Fyrirliði Víkings sett á bekkinn „Hann setur Töru (Jónsdóttir) og Huldu (Ösp Ágústsdóttir) inn í byrjunarliðið sem eru bara fínir leikmenn. Hann tekur fyrirliða sinn út úr liðinu og Freyju Stefánsdóttur sem er búin að vera að spila hægri væng hjá þeim. Kom reyndar inn á sem senter,“ sagði Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum Mér finnst það rosalega sérstakt „Hann tekur fyrirliða sinn úr liðinu og setur þessar tvær inn á völlinn á 55. mínútu. Mér finnst það rosalega sérstakt. Á þessum tímapunkti komandi inn í mótið, af hverju ertu ekki spila sterkasta liðinu þínu? Þessir tveir leikmenn voru augljóslega ekki meiddir og á bekknum af þeim ástæðum,“ sagði Bára. „Var ætlunin að hvíla þær eða gefa einhverjum öðrum mínútur. Mér finnst þetta rosalega áhugavert. Freyja er ungur leikmaður, allt í lagi, en fyrirliðinn finnst mér persónulega mjög spes,“ sagði Bára. Driffjöðurin á miðjunni „Selma er líka mikill driffjöður á þessari miðju,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Þær eru sammála því að Selma ætti að vera fyrst á blaði þegar þjálfari Víkings velur byrjunarlið sitt. „Ég velti því fyrir mér hver hugsunin sé þarna á bak við. Er það til þess að gefa hinum leikmönnunum mínútur? Er þetta vanmat? Hvar liggur þetta,“ spurði Bára. „Þetta er líka svolítið sérstakt af því að þetta er nýliðaslagur. Hefði Víkingur unnið þennan leik þá væru þær strax komnar með fimm stiga forskot á hina nýliðana í Fylki. Eins og við vitum þá eru nýliðar oft í vandræðum á fyrsta ári þótt að öðrum sé jafnvel spáð falli,“ sagði Helena. Spes fyrir þetta lið „Ég er bara hálfgáttuð á því að Selma hafi ekki byrjað. Ég væri til í að vita hvort hún hafi verið að glíma við einhver meiðsli í aðdragandanum því mér finnst þetta það skrýtið,“ sagði Mist. „Það er þá svo skrýtið að koma þá inn þegar það er eiginlega heill hálfleikur eftir. Þá ertu ekki það mikið meidd. Þetta er spes fyrir þetta lið,“ sagði Bára. Það má sjá þessa umræðu þeirra hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Víkingskonur unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í sínum fyrsta leik í efstu deild í 41 ár en gerðu svo 2-2 jafntefli við Fylki í annarri umferðinni í Bestu deildinni um helgina. Sérfræðingar Bestu markanna bentu á það að fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, var sett á bekkinn fyrir Fylkisleikinn. Hún kom svo inn á völlinn snemma í seinni hálfleiknum. Í stað Selmu bar hin sautján ára gamla Bergdís Sveinsdóttir fyrirliðabandið í leiknum eða þar til að Selma kom inn á völlinn. „Það vakti athygli okkar byrjunarlið Víkings. Selma fyrirliði ekki þar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Fyrirliði Víkings sett á bekkinn „Hann setur Töru (Jónsdóttir) og Huldu (Ösp Ágústsdóttir) inn í byrjunarliðið sem eru bara fínir leikmenn. Hann tekur fyrirliða sinn út úr liðinu og Freyju Stefánsdóttur sem er búin að vera að spila hægri væng hjá þeim. Kom reyndar inn á sem senter,“ sagði Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum Mér finnst það rosalega sérstakt „Hann tekur fyrirliða sinn úr liðinu og setur þessar tvær inn á völlinn á 55. mínútu. Mér finnst það rosalega sérstakt. Á þessum tímapunkti komandi inn í mótið, af hverju ertu ekki spila sterkasta liðinu þínu? Þessir tveir leikmenn voru augljóslega ekki meiddir og á bekknum af þeim ástæðum,“ sagði Bára. „Var ætlunin að hvíla þær eða gefa einhverjum öðrum mínútur. Mér finnst þetta rosalega áhugavert. Freyja er ungur leikmaður, allt í lagi, en fyrirliðinn finnst mér persónulega mjög spes,“ sagði Bára. Driffjöðurin á miðjunni „Selma er líka mikill driffjöður á þessari miðju,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Þær eru sammála því að Selma ætti að vera fyrst á blaði þegar þjálfari Víkings velur byrjunarlið sitt. „Ég velti því fyrir mér hver hugsunin sé þarna á bak við. Er það til þess að gefa hinum leikmönnunum mínútur? Er þetta vanmat? Hvar liggur þetta,“ spurði Bára. „Þetta er líka svolítið sérstakt af því að þetta er nýliðaslagur. Hefði Víkingur unnið þennan leik þá væru þær strax komnar með fimm stiga forskot á hina nýliðana í Fylki. Eins og við vitum þá eru nýliðar oft í vandræðum á fyrsta ári þótt að öðrum sé jafnvel spáð falli,“ sagði Helena. Spes fyrir þetta lið „Ég er bara hálfgáttuð á því að Selma hafi ekki byrjað. Ég væri til í að vita hvort hún hafi verið að glíma við einhver meiðsli í aðdragandanum því mér finnst þetta það skrýtið,“ sagði Mist. „Það er þá svo skrýtið að koma þá inn þegar það er eiginlega heill hálfleikur eftir. Þá ertu ekki það mikið meidd. Þetta er spes fyrir þetta lið,“ sagði Bára. Það má sjá þessa umræðu þeirra hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn