Hvetur Hamas til að ganga að rausnarlegum tillögum Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2024 06:58 Blinken fundaði með ráðherrum ríkjanna við Persaflóa í gær. Til umræðu voru meðal annars friðarviðræður og mannúðarkrísan á Gasa. AP/Evelyn Hockstein Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Hamas það eina sem stendur á milli íbúa Gasa og vopnahlés. Hann hvetur samtökin til að ganga að „ótrúlega rausnarlegum“ tillögum Ísraelsmanna. Ummælin lét Blinken falla á World Economic Forum í Sádi Arabíu í gær en ráðherrann er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til að freista þess að stuðla að vopnahléi milli Ísrael og Hamas. Hann sagði að forsvarsmenn Hamas þyrftu að bregðast skjótt við en samkomulag gæti gjörbreytt stöðu mála í átökunum. David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, var einnig á ráðstefnunni og hvatti Hamas sömuleiðis til að fallast á tillögur Ísrael. Sendinefnd Hamas í friðarviðræðunum yfirgaf Egyptaland í gær en sagðist myndu snúa aftur innan tíðar með skrifleg svör við tillögum Ísraelsmanna. Viðræður hafa staðið yfir í Kaíró en Ísraelsmenn hafa ekki gefið til kynna hvort þeir munu funda með fulltrúum Hamas. I joined representatives from Saudi Arabia, UAE, Qatar, Egypt, Jordan, and the Palestine Liberation Organization to discuss our work for lasting peace and security in the region as well as efforts to achieve a ceasefire with release of hostages. pic.twitter.com/9pa2kYvl61— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) April 29, 2024 Þessar nýjustu tillögur eru sagðar fela í sér nokkra eftirgjöf af hálfu Ísraelsmanna, sem eru sagðir hafa fallist á lausn aðeins 33 gísla gegn lausn palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum. Þá er talað um annan áfanga vopnahlésins, viðvarandi friðartíma. Þá eru Ísraelsmenn sagðir hafa opnað á þann möguleika að ræða það að íbúar í norðurhluta Gasa fái að snúa heim og brotthvarf hermanna Ísrael sem hafast við á mörkunum sem skilja nú að norðurhlutann og suðurhlutann. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, segist bjartsýnn á gang viðræðnanna; búið sé að taka tillit til krafa beggja aðila og ná fram málamiðlun. Nú sé lokaákvörðunar beðið. Ísraelar hafa ekki ráðist inn í Rafah, enn sem komið er, en 30 eru sagðir hafa látist í loftárásum á borgina í gær. Að sögn Ísraelshers voru árásir gerðar á skotmörk þar sem hryðjuverkamenn voru taldir hafast við. Ísraelsmenn segja forystu Hamas hafast við í Rafah auk fjögurra bardagasveita. Sveitirnar séu að nota gíslana sem teknir voru 7. október síðastliðinn sem varnarvegg og það sé ómögulegt að ná markmiðum um tortímingu Hamas og björgun gíslana án þess að gera áhlaup á borgina. Ítarlega frétt um stöðu mála má finna á vef Guardian. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Ummælin lét Blinken falla á World Economic Forum í Sádi Arabíu í gær en ráðherrann er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til að freista þess að stuðla að vopnahléi milli Ísrael og Hamas. Hann sagði að forsvarsmenn Hamas þyrftu að bregðast skjótt við en samkomulag gæti gjörbreytt stöðu mála í átökunum. David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, var einnig á ráðstefnunni og hvatti Hamas sömuleiðis til að fallast á tillögur Ísrael. Sendinefnd Hamas í friðarviðræðunum yfirgaf Egyptaland í gær en sagðist myndu snúa aftur innan tíðar með skrifleg svör við tillögum Ísraelsmanna. Viðræður hafa staðið yfir í Kaíró en Ísraelsmenn hafa ekki gefið til kynna hvort þeir munu funda með fulltrúum Hamas. I joined representatives from Saudi Arabia, UAE, Qatar, Egypt, Jordan, and the Palestine Liberation Organization to discuss our work for lasting peace and security in the region as well as efforts to achieve a ceasefire with release of hostages. pic.twitter.com/9pa2kYvl61— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) April 29, 2024 Þessar nýjustu tillögur eru sagðar fela í sér nokkra eftirgjöf af hálfu Ísraelsmanna, sem eru sagðir hafa fallist á lausn aðeins 33 gísla gegn lausn palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum. Þá er talað um annan áfanga vopnahlésins, viðvarandi friðartíma. Þá eru Ísraelsmenn sagðir hafa opnað á þann möguleika að ræða það að íbúar í norðurhluta Gasa fái að snúa heim og brotthvarf hermanna Ísrael sem hafast við á mörkunum sem skilja nú að norðurhlutann og suðurhlutann. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, segist bjartsýnn á gang viðræðnanna; búið sé að taka tillit til krafa beggja aðila og ná fram málamiðlun. Nú sé lokaákvörðunar beðið. Ísraelar hafa ekki ráðist inn í Rafah, enn sem komið er, en 30 eru sagðir hafa látist í loftárásum á borgina í gær. Að sögn Ísraelshers voru árásir gerðar á skotmörk þar sem hryðjuverkamenn voru taldir hafast við. Ísraelsmenn segja forystu Hamas hafast við í Rafah auk fjögurra bardagasveita. Sveitirnar séu að nota gíslana sem teknir voru 7. október síðastliðinn sem varnarvegg og það sé ómögulegt að ná markmiðum um tortímingu Hamas og björgun gíslana án þess að gera áhlaup á borgina. Ítarlega frétt um stöðu mála má finna á vef Guardian.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira