LeBron James gæti hafa spilað kveðjuleik sinn Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 07:31 LeBron James með boltann í leiknum við Denver Nuggets í gærkvöld, sem mögulega var hans síðasti fyrir LA Lakers. AP/David Zalubowski LeBron James skoraði 30 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir LA Lakers í gærkvöld en það dugði ekki til í leik sem reyndist síðasti leikur liðsins á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta. Ríkjandi meistarar Denver Nuggets unnu upp forskot Lakers og höfðu betur, 108-106, í gærkvöld. Þar með unnu þeir einvígi liðanna 4-1 og mæta Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Lakers voru 67-58 yfir í þriðja leikhluta en misstu frá sér forskotið, rétt eins og fyrr í þessu einvígi, og lentu undir áður en leikhlutanum lauk. Spennan var hins vegar mikil en það var Jamal Murray sem tryggði Denver sigur með körfu þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Murray endaði með 32 stig. MURRAY WINS IT FOR THE NUGGETS 🚨 pic.twitter.com/2bVq4x8aRA— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 LeBron James, sem er 39 ára og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var spurður út í framtíð sína eftir leikinn. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvað hann myndi gera, og því er mögulegt að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Lakers. Hann kvaðst ætla að setjast niður með umboðsmanni sínum og fjölskyldu, og meta hvað kæmi best út fyrir sinn feril. James hefur tíma fram til 29. júní til að ákveða hvort hann vilji klára lokaár samnings síns við Lakers, fyrir 51,4 milljónir Bandaríkjadala, eða verða laus allra mála og frjálst að semja við hvaða félag sem er. Oklahoma áfram og Boston í góðum málum Oklahoma City Thunder er einnig komið áfram í undanúrslit vesturdeildarinnar, eða 8-liða úrslit NBA-deildarinnar, eftir 97-89 sigur gegn New Orleans Pelicans. Þar með vann Oklahoma einvígið 4-0. Jalen Williams og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu 24 stig hvor og sá síðarnefndi bætti við tíu fráköstum. Jalen Williams sinks ANOTHER clutch triple! 🗣️ pic.twitter.com/Q0ruWEx0wp— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 Í austurdeildinni komust Boston Celtics skrefi nær næstu umferð með því að vinna Miami Heat 102-88. Boston er 3-1 yfir í einvíginu og gæti klárað dæmið þegar liðin mætast að nýju á miðvikudaginn. Derrick White fór á kostum og skoraði 38 stig fyrir Boston en liðið varð hins vegar fyrir því óláni að Kristaps Porzingis haltraði meiddur af velli í fyrri hálfleik, vegna meiðsla í kálfa. NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Ríkjandi meistarar Denver Nuggets unnu upp forskot Lakers og höfðu betur, 108-106, í gærkvöld. Þar með unnu þeir einvígi liðanna 4-1 og mæta Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Lakers voru 67-58 yfir í þriðja leikhluta en misstu frá sér forskotið, rétt eins og fyrr í þessu einvígi, og lentu undir áður en leikhlutanum lauk. Spennan var hins vegar mikil en það var Jamal Murray sem tryggði Denver sigur með körfu þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Murray endaði með 32 stig. MURRAY WINS IT FOR THE NUGGETS 🚨 pic.twitter.com/2bVq4x8aRA— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 LeBron James, sem er 39 ára og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var spurður út í framtíð sína eftir leikinn. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvað hann myndi gera, og því er mögulegt að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Lakers. Hann kvaðst ætla að setjast niður með umboðsmanni sínum og fjölskyldu, og meta hvað kæmi best út fyrir sinn feril. James hefur tíma fram til 29. júní til að ákveða hvort hann vilji klára lokaár samnings síns við Lakers, fyrir 51,4 milljónir Bandaríkjadala, eða verða laus allra mála og frjálst að semja við hvaða félag sem er. Oklahoma áfram og Boston í góðum málum Oklahoma City Thunder er einnig komið áfram í undanúrslit vesturdeildarinnar, eða 8-liða úrslit NBA-deildarinnar, eftir 97-89 sigur gegn New Orleans Pelicans. Þar með vann Oklahoma einvígið 4-0. Jalen Williams og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu 24 stig hvor og sá síðarnefndi bætti við tíu fráköstum. Jalen Williams sinks ANOTHER clutch triple! 🗣️ pic.twitter.com/Q0ruWEx0wp— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 Í austurdeildinni komust Boston Celtics skrefi nær næstu umferð með því að vinna Miami Heat 102-88. Boston er 3-1 yfir í einvíginu og gæti klárað dæmið þegar liðin mætast að nýju á miðvikudaginn. Derrick White fór á kostum og skoraði 38 stig fyrir Boston en liðið varð hins vegar fyrir því óláni að Kristaps Porzingis haltraði meiddur af velli í fyrri hálfleik, vegna meiðsla í kálfa.
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira