LeBron James gæti hafa spilað kveðjuleik sinn Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 07:31 LeBron James með boltann í leiknum við Denver Nuggets í gærkvöld, sem mögulega var hans síðasti fyrir LA Lakers. AP/David Zalubowski LeBron James skoraði 30 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir LA Lakers í gærkvöld en það dugði ekki til í leik sem reyndist síðasti leikur liðsins á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta. Ríkjandi meistarar Denver Nuggets unnu upp forskot Lakers og höfðu betur, 108-106, í gærkvöld. Þar með unnu þeir einvígi liðanna 4-1 og mæta Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Lakers voru 67-58 yfir í þriðja leikhluta en misstu frá sér forskotið, rétt eins og fyrr í þessu einvígi, og lentu undir áður en leikhlutanum lauk. Spennan var hins vegar mikil en það var Jamal Murray sem tryggði Denver sigur með körfu þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Murray endaði með 32 stig. MURRAY WINS IT FOR THE NUGGETS 🚨 pic.twitter.com/2bVq4x8aRA— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 LeBron James, sem er 39 ára og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var spurður út í framtíð sína eftir leikinn. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvað hann myndi gera, og því er mögulegt að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Lakers. Hann kvaðst ætla að setjast niður með umboðsmanni sínum og fjölskyldu, og meta hvað kæmi best út fyrir sinn feril. James hefur tíma fram til 29. júní til að ákveða hvort hann vilji klára lokaár samnings síns við Lakers, fyrir 51,4 milljónir Bandaríkjadala, eða verða laus allra mála og frjálst að semja við hvaða félag sem er. Oklahoma áfram og Boston í góðum málum Oklahoma City Thunder er einnig komið áfram í undanúrslit vesturdeildarinnar, eða 8-liða úrslit NBA-deildarinnar, eftir 97-89 sigur gegn New Orleans Pelicans. Þar með vann Oklahoma einvígið 4-0. Jalen Williams og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu 24 stig hvor og sá síðarnefndi bætti við tíu fráköstum. Jalen Williams sinks ANOTHER clutch triple! 🗣️ pic.twitter.com/Q0ruWEx0wp— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 Í austurdeildinni komust Boston Celtics skrefi nær næstu umferð með því að vinna Miami Heat 102-88. Boston er 3-1 yfir í einvíginu og gæti klárað dæmið þegar liðin mætast að nýju á miðvikudaginn. Derrick White fór á kostum og skoraði 38 stig fyrir Boston en liðið varð hins vegar fyrir því óláni að Kristaps Porzingis haltraði meiddur af velli í fyrri hálfleik, vegna meiðsla í kálfa. NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Ríkjandi meistarar Denver Nuggets unnu upp forskot Lakers og höfðu betur, 108-106, í gærkvöld. Þar með unnu þeir einvígi liðanna 4-1 og mæta Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Lakers voru 67-58 yfir í þriðja leikhluta en misstu frá sér forskotið, rétt eins og fyrr í þessu einvígi, og lentu undir áður en leikhlutanum lauk. Spennan var hins vegar mikil en það var Jamal Murray sem tryggði Denver sigur með körfu þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Murray endaði með 32 stig. MURRAY WINS IT FOR THE NUGGETS 🚨 pic.twitter.com/2bVq4x8aRA— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 LeBron James, sem er 39 ára og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var spurður út í framtíð sína eftir leikinn. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvað hann myndi gera, og því er mögulegt að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Lakers. Hann kvaðst ætla að setjast niður með umboðsmanni sínum og fjölskyldu, og meta hvað kæmi best út fyrir sinn feril. James hefur tíma fram til 29. júní til að ákveða hvort hann vilji klára lokaár samnings síns við Lakers, fyrir 51,4 milljónir Bandaríkjadala, eða verða laus allra mála og frjálst að semja við hvaða félag sem er. Oklahoma áfram og Boston í góðum málum Oklahoma City Thunder er einnig komið áfram í undanúrslit vesturdeildarinnar, eða 8-liða úrslit NBA-deildarinnar, eftir 97-89 sigur gegn New Orleans Pelicans. Þar með vann Oklahoma einvígið 4-0. Jalen Williams og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu 24 stig hvor og sá síðarnefndi bætti við tíu fráköstum. Jalen Williams sinks ANOTHER clutch triple! 🗣️ pic.twitter.com/Q0ruWEx0wp— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 Í austurdeildinni komust Boston Celtics skrefi nær næstu umferð með því að vinna Miami Heat 102-88. Boston er 3-1 yfir í einvíginu og gæti klárað dæmið þegar liðin mætast að nýju á miðvikudaginn. Derrick White fór á kostum og skoraði 38 stig fyrir Boston en liðið varð hins vegar fyrir því óláni að Kristaps Porzingis haltraði meiddur af velli í fyrri hálfleik, vegna meiðsla í kálfa.
NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira