„Elska hraðann, pressuna og stressið“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. maí 2024 11:00 Dýrleif Sveinsdóttir hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum sem förðunarfræðingur. Sara Björk Þorsteins „Eftirminnilegasta sýningin er án efa Vivienne Westwood, það var frábær lífsreynsla,“ segir förðunarfræðingurinn Dýrleif Sveinsdóttir. Hún byrjaði í förðunarbransanum árið 2010 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á borð við hátískusýningar. Blaðamaður ræddi við hana um bransann. Gaman að farða dansarana Dýrleif Sveinsdóttir er enginn nýgræðingur í förðun. Tískuvikurnar eru henni vel kunnugar víða um heim og hefur hún farðað fyrir tískuhús á borð við Vivienne Westwood, GANNI, Rotate, Baum und Pferdgarten, Stine Goya og Henrik Vibskov. „Ég hef verið svo lánsöm á mínum förðunarárum og fengið að vinna við alls kyns mismunandi verkefni, tískusýningar, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, editorials, sjónvarp og tónleika. Ég var sömuleiðis ein af þeim sem sá um förðun í þáttunum Allir geta dansað sem voru sýndir á Stöð 2 en það var ótrúlega skemmtilegt verkefni, mikil förðun og mikið glimmer. Ég fékk líka þann heiður að sminka fyrir Of Monsters And Men tónlistarmyndband sem var mjög skapandi og skemmtilegt.“ View this post on Instagram A post shared by Dýrleif (@dyrleifs) Mikið stress baksviðs Dýrleif segist þó oftast hafa tekið að sér förðun fyrir tískusýningar og þrífst vel í hraðanum sem því fylgir. „Það er oft mikið stress baksviðs á tískusýningum. Öll módelin þurfa hár og fjölbreytta förðun. Það sem er hvað erfiðast oft er að gera förðun sem má helst ekki sjást. Ég elska hraðann, pressuna og stressið.“ Dýrleif hefur sömuleiðis verið fastagestur á tískuvikunni í Kaupmannahöfn frá árinu 2012 að undanskildum tveimur fæðingarorlofshléum. „Eftirminnilegasta sýningin er án efa Vivienne Westwood, það var frábær lífsreynsla. Vivienne sjálf var þó því miður ekki á staðnum. Ég hef farðað fyrir ótal tískusýningar hér heima líka, sem dæmi Reykjavík Fashion Festival og fleira með Fríðu Maríu sminku. Fríða María sá alltaf um tískusýningar LHÍ og þegar að hún hætti þá tók ég við förðuninni.“ View this post on Instagram A post shared by Dýrleif (@dyrleifs) Unnið með LHÍ í mörg ár Dýrleif sá um förðunina fyrir útskriftarnema fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands á dögunum í samvinnu við snyrtivörumerkið GOSH Copenhagen. „Það er ótrúlega gaman að vinna með Listaháskólanum, sérstaklega þar sem ég hef unnið með þeim í svo mörg ár. Það er sýning á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem heitir Designers Nest og er er einhvers konar keppni á milli listaháskóla á Norðurlöndum. Ég farðaði oft fyrir þá sýningu sem var svo gaman því það var alltaf nemandi frá LHÍ þar. Þá var ég oft búin að sminka fyrir viðkomandi á annars árs sýningunni þeirra, útskriftarsýningu og svo á Designers Nest,“ segir Dýrleif og bætir við að það sé kærkomið að mynda góð og traust sambönd. Getur verið erfitt að farða alla eins Undirbúningur er mikill fyrir svona sýningu að sögn Dýrleifar. „Ég hef alltaf fengið flott merki með mér í lið, í ár var það Gosh Copenhagen, og við setjum saman teymi af flinkum förðunarfræðingum. Svo fæ ég sent svokallað moodboard frá nemendum sem sýnir hvaða áherslur þau vilja og ég hanna svo lúkkin út frá því. Ég fæ auðvitað mestan innblástur frá því en síðan koma ýmsar hugmyndir og möguleikarnir eru endalausir. Í ár var áherslan lögð á glansandi fallega húð með áherslu undir augum. Á sýningardegi mætum við snemma til að setja allt upp en það er mikilvægt að hafa góðan tíma þar sem þetta eru mörg módel.“ Hún segir að það hljómi kannski auðvelt að setja sömu förðun á alla en það geti þó verið mjög krefjandi. „Módelin eru auðvitað öll með mismunandi lögun á augum og sömuleiðis með mismunandi húð og andlitsbyggingu.“ Hér má sjá nokkrar vel valdar baksviðs myndir frá tískusýningunni: Dýrleif við störf! Sara Björk Þorsteins Síðustu skref fyrir sýningu. Sara Björk Þorsteins Förðunarfræðingarnir lögðu áherslu undir augun. Sara Björk Þorsteins Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg var með Dýrleifu að farða. Sara Björk Þorsteins Fyrirsætan Matta glæsileg. Sara Björk Þorsteins Ofurskvísulúkk! Sara Björk Þorsteins Margir förðunarfræðingar og margar fyrirsætur! Sara Björk Þorsteins Stjörnuförðunarfræðingurinn Lilja Dís Smára var í teyminu. Sara Björk Þorsteins Mikil einbeiting fyrir smáatriðin. Sara Björk Þorsteins Greiddar augabrúnir. Sara Björk Þorsteins Glæsileg fyrirsæta! Sara Björk Þorsteins Þessi fyrirsæta var tilbúin fyrir tískupallinn. Sara Björk Þorsteins Það eru ótal margir sem koma að tískusýningu og eru bak við tjöldin. Fyrirsætan Jón Sölvi var glansandi og glæsilegur. Sara Björk Þorsteins Glæsilegt lúkk og mikil smáatriði í förðuninni. Sara Björk Þorsteins Bleik og sumarleg! Sara Björk Þorsteins Hár og förðun Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Gaman að farða dansarana Dýrleif Sveinsdóttir er enginn nýgræðingur í förðun. Tískuvikurnar eru henni vel kunnugar víða um heim og hefur hún farðað fyrir tískuhús á borð við Vivienne Westwood, GANNI, Rotate, Baum und Pferdgarten, Stine Goya og Henrik Vibskov. „Ég hef verið svo lánsöm á mínum förðunarárum og fengið að vinna við alls kyns mismunandi verkefni, tískusýningar, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, editorials, sjónvarp og tónleika. Ég var sömuleiðis ein af þeim sem sá um förðun í þáttunum Allir geta dansað sem voru sýndir á Stöð 2 en það var ótrúlega skemmtilegt verkefni, mikil förðun og mikið glimmer. Ég fékk líka þann heiður að sminka fyrir Of Monsters And Men tónlistarmyndband sem var mjög skapandi og skemmtilegt.“ View this post on Instagram A post shared by Dýrleif (@dyrleifs) Mikið stress baksviðs Dýrleif segist þó oftast hafa tekið að sér förðun fyrir tískusýningar og þrífst vel í hraðanum sem því fylgir. „Það er oft mikið stress baksviðs á tískusýningum. Öll módelin þurfa hár og fjölbreytta förðun. Það sem er hvað erfiðast oft er að gera förðun sem má helst ekki sjást. Ég elska hraðann, pressuna og stressið.“ Dýrleif hefur sömuleiðis verið fastagestur á tískuvikunni í Kaupmannahöfn frá árinu 2012 að undanskildum tveimur fæðingarorlofshléum. „Eftirminnilegasta sýningin er án efa Vivienne Westwood, það var frábær lífsreynsla. Vivienne sjálf var þó því miður ekki á staðnum. Ég hef farðað fyrir ótal tískusýningar hér heima líka, sem dæmi Reykjavík Fashion Festival og fleira með Fríðu Maríu sminku. Fríða María sá alltaf um tískusýningar LHÍ og þegar að hún hætti þá tók ég við förðuninni.“ View this post on Instagram A post shared by Dýrleif (@dyrleifs) Unnið með LHÍ í mörg ár Dýrleif sá um förðunina fyrir útskriftarnema fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands á dögunum í samvinnu við snyrtivörumerkið GOSH Copenhagen. „Það er ótrúlega gaman að vinna með Listaháskólanum, sérstaklega þar sem ég hef unnið með þeim í svo mörg ár. Það er sýning á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem heitir Designers Nest og er er einhvers konar keppni á milli listaháskóla á Norðurlöndum. Ég farðaði oft fyrir þá sýningu sem var svo gaman því það var alltaf nemandi frá LHÍ þar. Þá var ég oft búin að sminka fyrir viðkomandi á annars árs sýningunni þeirra, útskriftarsýningu og svo á Designers Nest,“ segir Dýrleif og bætir við að það sé kærkomið að mynda góð og traust sambönd. Getur verið erfitt að farða alla eins Undirbúningur er mikill fyrir svona sýningu að sögn Dýrleifar. „Ég hef alltaf fengið flott merki með mér í lið, í ár var það Gosh Copenhagen, og við setjum saman teymi af flinkum förðunarfræðingum. Svo fæ ég sent svokallað moodboard frá nemendum sem sýnir hvaða áherslur þau vilja og ég hanna svo lúkkin út frá því. Ég fæ auðvitað mestan innblástur frá því en síðan koma ýmsar hugmyndir og möguleikarnir eru endalausir. Í ár var áherslan lögð á glansandi fallega húð með áherslu undir augum. Á sýningardegi mætum við snemma til að setja allt upp en það er mikilvægt að hafa góðan tíma þar sem þetta eru mörg módel.“ Hún segir að það hljómi kannski auðvelt að setja sömu förðun á alla en það geti þó verið mjög krefjandi. „Módelin eru auðvitað öll með mismunandi lögun á augum og sömuleiðis með mismunandi húð og andlitsbyggingu.“ Hér má sjá nokkrar vel valdar baksviðs myndir frá tískusýningunni: Dýrleif við störf! Sara Björk Þorsteins Síðustu skref fyrir sýningu. Sara Björk Þorsteins Förðunarfræðingarnir lögðu áherslu undir augun. Sara Björk Þorsteins Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg var með Dýrleifu að farða. Sara Björk Þorsteins Fyrirsætan Matta glæsileg. Sara Björk Þorsteins Ofurskvísulúkk! Sara Björk Þorsteins Margir förðunarfræðingar og margar fyrirsætur! Sara Björk Þorsteins Stjörnuförðunarfræðingurinn Lilja Dís Smára var í teyminu. Sara Björk Þorsteins Mikil einbeiting fyrir smáatriðin. Sara Björk Þorsteins Greiddar augabrúnir. Sara Björk Þorsteins Glæsileg fyrirsæta! Sara Björk Þorsteins Þessi fyrirsæta var tilbúin fyrir tískupallinn. Sara Björk Þorsteins Það eru ótal margir sem koma að tískusýningu og eru bak við tjöldin. Fyrirsætan Jón Sölvi var glansandi og glæsilegur. Sara Björk Þorsteins Glæsilegt lúkk og mikil smáatriði í förðuninni. Sara Björk Þorsteins Bleik og sumarleg! Sara Björk Þorsteins
Hár og förðun Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira