Andstaða frá Íslandi og vera Ísraelsmanna litar keppnina í ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:01 Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska hópsins. Vera Ísraelsmanna og andstaða frá Íslandi litar Eurovisionkeppnina í ár, að sögn fararstjóra íslenska hópsins. Hann segir þó góða stemningu í hópnum og að fyrsta æfing Heru Bjarkar hafi gengið framar vonum. Íslenski hópurinn hélt til Malmö í Svíþjóð á laugardaginn. Hera Björk Þórhallsdóttir, sem flytur lagið Scared of heights, æfði atriðið á sviðinu í Malmö Arena i gær. Rúnar Freyr Gíslason, farstjóri Íslenska hópsins segir æfinguna hafa gengið framar vonum og að góð stemning sé innan hópsins þrátt fyrir að verkefnið sé öðruvísi og kröfumeira en venjulega. „Það sem við erum að setja allan fókus á er að gera þetta að flottu atriði. Það var heldur betur að gerast í gær á fyrstu æfingunni sem gekk alveg ótrúlega vel. Við erum að gera miklar breytingar á atriðinu, bæði lúkki, grafík, handahreyfingum og allskonar,“ segir Rúnar. Hann segist skynja mikinn áhuga fólks á Heru. „Blaðamennirnir þekkja hana frá því að hún var í keppninni fyrir mörgum árum. Þeir flykkjast að henni og til dæmis núna er hún í þriggja tíma viðtalssessioni þar sem blaðamenn koma á hótelið og tala við hana hver á eftir öðrum. Svo það gengur vel og við erum stolt af henni. Hún er flott í viðtölum, frábær á sviðinu. Það geislar af henni og hún gefur mikið af sér.“ Keppnin öðruvísi en áður Rúnar Freyr segir hópinn finna vel fyrir andstöðu frá Íslandi varðandi þáttöku í keppninni í ár sem og þáttöku ísraels. „Við finnum vel fyrir því. Maður er bara heiðarlegur með það. Og vera Ísraelsmanna hér þegar ástandið er svona og þeir eru að haga sér svona þarna á Gaza þá litar það keppnina. Þó keppnin sé stofnuð á þeim grunni að vera friðar-og sameinandi og tákn friðar eftir seinni heimsstyrjöldina þá litar þetta keppnina og það er bara þannig. Og það litar keppnina líka þessi andstaða frá Íslandi og við finnum fyrir henni og höfum gert það, og það auðvitað verður að segjast eins og er það er dálítið öðruvísi en hefur verið.“ Næsta æfing er 1.maí. „Við hlökkum til að sjá afraksturinn og sýna hann íslensku þjóðinni þegar Hera stígur á svið,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins. Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Íslenski hópurinn hélt til Malmö í Svíþjóð á laugardaginn. Hera Björk Þórhallsdóttir, sem flytur lagið Scared of heights, æfði atriðið á sviðinu í Malmö Arena i gær. Rúnar Freyr Gíslason, farstjóri Íslenska hópsins segir æfinguna hafa gengið framar vonum og að góð stemning sé innan hópsins þrátt fyrir að verkefnið sé öðruvísi og kröfumeira en venjulega. „Það sem við erum að setja allan fókus á er að gera þetta að flottu atriði. Það var heldur betur að gerast í gær á fyrstu æfingunni sem gekk alveg ótrúlega vel. Við erum að gera miklar breytingar á atriðinu, bæði lúkki, grafík, handahreyfingum og allskonar,“ segir Rúnar. Hann segist skynja mikinn áhuga fólks á Heru. „Blaðamennirnir þekkja hana frá því að hún var í keppninni fyrir mörgum árum. Þeir flykkjast að henni og til dæmis núna er hún í þriggja tíma viðtalssessioni þar sem blaðamenn koma á hótelið og tala við hana hver á eftir öðrum. Svo það gengur vel og við erum stolt af henni. Hún er flott í viðtölum, frábær á sviðinu. Það geislar af henni og hún gefur mikið af sér.“ Keppnin öðruvísi en áður Rúnar Freyr segir hópinn finna vel fyrir andstöðu frá Íslandi varðandi þáttöku í keppninni í ár sem og þáttöku ísraels. „Við finnum vel fyrir því. Maður er bara heiðarlegur með það. Og vera Ísraelsmanna hér þegar ástandið er svona og þeir eru að haga sér svona þarna á Gaza þá litar það keppnina. Þó keppnin sé stofnuð á þeim grunni að vera friðar-og sameinandi og tákn friðar eftir seinni heimsstyrjöldina þá litar þetta keppnina og það er bara þannig. Og það litar keppnina líka þessi andstaða frá Íslandi og við finnum fyrir henni og höfum gert það, og það auðvitað verður að segjast eins og er það er dálítið öðruvísi en hefur verið.“ Næsta æfing er 1.maí. „Við hlökkum til að sjá afraksturinn og sýna hann íslensku þjóðinni þegar Hera stígur á svið,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins.
Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47