„Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 13:30 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir í leik með Breiðabliki en hún hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablikskonur sitja í efsta sæti Bestu deildar kvenna eftir tvo 3-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Sex stig og markatalan 6-0. Bestu mörkin ræddu þessa byrjun Blikaliðsins og staðan segir ekki allt. „Ég velti aðeins fyrir mér stöðunni á Blikum. Mér finnst þær ekki sannfærandi alveg í sínum leik. Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og er þar að tala um sinn gamla liðsfélaga Eddu Garðarsdóttur sem er aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Bestu mörkin fluttu enga lofræðu um topplið Bestu deildarinnar í dag. „Ég er alveg sammála því. Við sáum svipmyndirnar úr fyrri hálfleik og það var voðalega lítið að frétta. Svo voru þær með vindinn í bakið í seinni hálfleik og þær voru þá með mislagðar fætur á síðasta þriðjungi,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég saknaði þess að sjá ekki eitthvað djúsi spil,“ sagði Mist. „Einhverja svona flotta sókn,“ skaut Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, inn í. „Þær enda á að vinna þennan leik 3-0 en þetta var bara svona seiglusigur,“ sagði Mist. „Eins og við komum inn á með færið sem Stólarnir fengu í stöðunni 1-0, ein á móti markmanni. Það hefði breytt leiknum og þá hefði þetta ekki farið 3-0. Ég er alveg sannfærð um það. Mér fannst Tindastóll leggja þennan leik rosalega vel upp,“ sagði Bára. Bára sá dæmi þess að Tindastólsliðið væri búið að lesa veikleikana hjá Blikaliðinu. „Við veljum Öglu Maríu (Albertsdóttur), besta leikmann leiksins en ég sakna hennar svolítið mikið í leiknum. Hún skilar ágætis varnarvinnu en að sama skapi finnst mér hún ekki jafn áberandi fram á við,“ sagði Bára. „Hún er svolítið aftar á vellinum en hún er vön og er að skila meiri varnarskyldu. Þannig að við týnum svolítið sóknarþunganum frá henni. Ég er enn þá að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um þessa leikmenn í þessu kerfi hjá honum,“ sagði Bára. „Það mun taka tíma fyrir okkur að sjá Nik (Chamberlain, þjálfara) og Eddu ná sínu handbragði á þetta lið,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Byrjun Blikakvenna Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
„Ég velti aðeins fyrir mér stöðunni á Blikum. Mér finnst þær ekki sannfærandi alveg í sínum leik. Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og er þar að tala um sinn gamla liðsfélaga Eddu Garðarsdóttur sem er aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Bestu mörkin fluttu enga lofræðu um topplið Bestu deildarinnar í dag. „Ég er alveg sammála því. Við sáum svipmyndirnar úr fyrri hálfleik og það var voðalega lítið að frétta. Svo voru þær með vindinn í bakið í seinni hálfleik og þær voru þá með mislagðar fætur á síðasta þriðjungi,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég saknaði þess að sjá ekki eitthvað djúsi spil,“ sagði Mist. „Einhverja svona flotta sókn,“ skaut Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, inn í. „Þær enda á að vinna þennan leik 3-0 en þetta var bara svona seiglusigur,“ sagði Mist. „Eins og við komum inn á með færið sem Stólarnir fengu í stöðunni 1-0, ein á móti markmanni. Það hefði breytt leiknum og þá hefði þetta ekki farið 3-0. Ég er alveg sannfærð um það. Mér fannst Tindastóll leggja þennan leik rosalega vel upp,“ sagði Bára. Bára sá dæmi þess að Tindastólsliðið væri búið að lesa veikleikana hjá Blikaliðinu. „Við veljum Öglu Maríu (Albertsdóttur), besta leikmann leiksins en ég sakna hennar svolítið mikið í leiknum. Hún skilar ágætis varnarvinnu en að sama skapi finnst mér hún ekki jafn áberandi fram á við,“ sagði Bára. „Hún er svolítið aftar á vellinum en hún er vön og er að skila meiri varnarskyldu. Þannig að við týnum svolítið sóknarþunganum frá henni. Ég er enn þá að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um þessa leikmenn í þessu kerfi hjá honum,“ sagði Bára. „Það mun taka tíma fyrir okkur að sjá Nik (Chamberlain, þjálfara) og Eddu ná sínu handbragði á þetta lið,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Byrjun Blikakvenna
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira