„Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 13:30 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir í leik með Breiðabliki en hún hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablikskonur sitja í efsta sæti Bestu deildar kvenna eftir tvo 3-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Sex stig og markatalan 6-0. Bestu mörkin ræddu þessa byrjun Blikaliðsins og staðan segir ekki allt. „Ég velti aðeins fyrir mér stöðunni á Blikum. Mér finnst þær ekki sannfærandi alveg í sínum leik. Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og er þar að tala um sinn gamla liðsfélaga Eddu Garðarsdóttur sem er aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Bestu mörkin fluttu enga lofræðu um topplið Bestu deildarinnar í dag. „Ég er alveg sammála því. Við sáum svipmyndirnar úr fyrri hálfleik og það var voðalega lítið að frétta. Svo voru þær með vindinn í bakið í seinni hálfleik og þær voru þá með mislagðar fætur á síðasta þriðjungi,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég saknaði þess að sjá ekki eitthvað djúsi spil,“ sagði Mist. „Einhverja svona flotta sókn,“ skaut Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, inn í. „Þær enda á að vinna þennan leik 3-0 en þetta var bara svona seiglusigur,“ sagði Mist. „Eins og við komum inn á með færið sem Stólarnir fengu í stöðunni 1-0, ein á móti markmanni. Það hefði breytt leiknum og þá hefði þetta ekki farið 3-0. Ég er alveg sannfærð um það. Mér fannst Tindastóll leggja þennan leik rosalega vel upp,“ sagði Bára. Bára sá dæmi þess að Tindastólsliðið væri búið að lesa veikleikana hjá Blikaliðinu. „Við veljum Öglu Maríu (Albertsdóttur), besta leikmann leiksins en ég sakna hennar svolítið mikið í leiknum. Hún skilar ágætis varnarvinnu en að sama skapi finnst mér hún ekki jafn áberandi fram á við,“ sagði Bára. „Hún er svolítið aftar á vellinum en hún er vön og er að skila meiri varnarskyldu. Þannig að við týnum svolítið sóknarþunganum frá henni. Ég er enn þá að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um þessa leikmenn í þessu kerfi hjá honum,“ sagði Bára. „Það mun taka tíma fyrir okkur að sjá Nik (Chamberlain, þjálfara) og Eddu ná sínu handbragði á þetta lið,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Byrjun Blikakvenna Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
„Ég velti aðeins fyrir mér stöðunni á Blikum. Mér finnst þær ekki sannfærandi alveg í sínum leik. Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og er þar að tala um sinn gamla liðsfélaga Eddu Garðarsdóttur sem er aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Bestu mörkin fluttu enga lofræðu um topplið Bestu deildarinnar í dag. „Ég er alveg sammála því. Við sáum svipmyndirnar úr fyrri hálfleik og það var voðalega lítið að frétta. Svo voru þær með vindinn í bakið í seinni hálfleik og þær voru þá með mislagðar fætur á síðasta þriðjungi,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég saknaði þess að sjá ekki eitthvað djúsi spil,“ sagði Mist. „Einhverja svona flotta sókn,“ skaut Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, inn í. „Þær enda á að vinna þennan leik 3-0 en þetta var bara svona seiglusigur,“ sagði Mist. „Eins og við komum inn á með færið sem Stólarnir fengu í stöðunni 1-0, ein á móti markmanni. Það hefði breytt leiknum og þá hefði þetta ekki farið 3-0. Ég er alveg sannfærð um það. Mér fannst Tindastóll leggja þennan leik rosalega vel upp,“ sagði Bára. Bára sá dæmi þess að Tindastólsliðið væri búið að lesa veikleikana hjá Blikaliðinu. „Við veljum Öglu Maríu (Albertsdóttur), besta leikmann leiksins en ég sakna hennar svolítið mikið í leiknum. Hún skilar ágætis varnarvinnu en að sama skapi finnst mér hún ekki jafn áberandi fram á við,“ sagði Bára. „Hún er svolítið aftar á vellinum en hún er vön og er að skila meiri varnarskyldu. Þannig að við týnum svolítið sóknarþunganum frá henni. Ég er enn þá að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um þessa leikmenn í þessu kerfi hjá honum,“ sagði Bára. „Það mun taka tíma fyrir okkur að sjá Nik (Chamberlain, þjálfara) og Eddu ná sínu handbragði á þetta lið,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Byrjun Blikakvenna
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti