Kári tók spaðann fram og vann tíunda titilinn Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 10:30 Gerda Voitechovskaja og Kári Gunnarsson með verðlaunagripi sína eftir Meistaramót Íslands um helgina. badminton.is Kári Gunnarsson úr TBR og Gerda Voitechovskaja úr BH urðu um helgina Íslandsmeistarar í einliðaleik í badminton þegar Meistaramóti Íslands lauk í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Árið 2020 vann Kári sinn níunda Íslandsmeistaratitil en hann lagði svo spaðann á hilluna. Hann sneri hins vegar aftur um helgina og bætti tíunda titlinum við, með því að vinna Róbert Henn í úrslitaleik, 21-13 og 21-19. Gerda, sem er frá Litháen, varði Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra en þá hafði hún í fyrsta sinn keppnisrétt á mótinu eftir að hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í úrslitaleiknum í ár vann Gerda sigur gegn Sigríði Árnadóttur, 21-17 og 21-9. Gerda Voitechovskaja BH og Drífa Harðardóttir ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik eftir sigur gegn Sigríði Árnadóttur og Örnu Karen Jóhannsdóttur úr TBR.badminton.is Gerda vann tvöfalt í ár því hún fagnaði einnig sigri í tvíliðaleik með Drífu Harðardóttur úr ÍA. Þær unnu fyrrnefnda Sigríði Árnadóttur og Örnu Karen Jóhannsdóttur í æsispennandi úrslitaleik; 15-21, 22-20 og 21-19. Kári keppti einnig í tvíliðaleik, með yngri bróður sínum Ívari, en þeir féllu út í undanúrslitum gegn þeim Davíð Bjarna Björnssyni og Kristófer Darra Finnssyni sem unnu Íslandsmeistaratitilinn. Það var létt yfir Davíð Bjarna Björnssyni og Kristófer Darra Finnssyni eftir sigurinn í tvíliðaleik.badminton.is Davíð og Kristófer unnu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í úrslitaleik, 21-16 og 21-12. Davíð fagnaði einnig sigri í tvenndarleik með Örnu Karen Jóhannsdóttur en þau unnu Kristófer og Drífu; 21-18, 21-23, 21-15. Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir, bæði úr TBR, urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik.badminton.is Badminton Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Árið 2020 vann Kári sinn níunda Íslandsmeistaratitil en hann lagði svo spaðann á hilluna. Hann sneri hins vegar aftur um helgina og bætti tíunda titlinum við, með því að vinna Róbert Henn í úrslitaleik, 21-13 og 21-19. Gerda, sem er frá Litháen, varði Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra en þá hafði hún í fyrsta sinn keppnisrétt á mótinu eftir að hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í úrslitaleiknum í ár vann Gerda sigur gegn Sigríði Árnadóttur, 21-17 og 21-9. Gerda Voitechovskaja BH og Drífa Harðardóttir ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik eftir sigur gegn Sigríði Árnadóttur og Örnu Karen Jóhannsdóttur úr TBR.badminton.is Gerda vann tvöfalt í ár því hún fagnaði einnig sigri í tvíliðaleik með Drífu Harðardóttur úr ÍA. Þær unnu fyrrnefnda Sigríði Árnadóttur og Örnu Karen Jóhannsdóttur í æsispennandi úrslitaleik; 15-21, 22-20 og 21-19. Kári keppti einnig í tvíliðaleik, með yngri bróður sínum Ívari, en þeir féllu út í undanúrslitum gegn þeim Davíð Bjarna Björnssyni og Kristófer Darra Finnssyni sem unnu Íslandsmeistaratitilinn. Það var létt yfir Davíð Bjarna Björnssyni og Kristófer Darra Finnssyni eftir sigurinn í tvíliðaleik.badminton.is Davíð og Kristófer unnu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í úrslitaleik, 21-16 og 21-12. Davíð fagnaði einnig sigri í tvenndarleik með Örnu Karen Jóhannsdóttur en þau unnu Kristófer og Drífu; 21-18, 21-23, 21-15. Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir, bæði úr TBR, urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik.badminton.is
Badminton Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira