Hrósar Alberti en Inter þarf að safna fyrir honum Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 08:02 Albert Guðmundsson er í sigti stórliða eftir magnaða leiktíð með Genoa í vetur. Getty/Nicolo Campo Nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter eru með Albert Guðmundsson í sigtinu og stjórnandi hjá félaginu viðurkennir áhuga. Inter gæti hins vegar þurft að ná góðri sölu til að hafa efni á Alberti. Ítalska sjónvarpsstöðin Sky Sport fjallaði um möguleik leikmannakaup Inter og segir að félagið vilji fá markvörð, varnarmann og sóknarmann fyrir næstu leiktíð. Félagið hefur þegar tryggt sér Mehdi Taremi frá Porto en vill annan sóknarmann og horfir þar helst til tveggja manna; Alberts hjá Genoa og Joshua Zirkzee hjá Bologna. Albert hefur ítrekað verið orðaður við Inter síðustu mánuði. „Joshua Zirkzee og Albert Guðmundsson eru tveir hágæðaleikmenn en það þýðir ekki endilega að við munum kaupa þá,“ sagði Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, og bætti við að félagið yrði með fjóra framherja á næstu leiktíð en ekki fimm. ⚫️🔵 Inter director Ausilio: "Joshua Zirkzee and Albert Guðmundsson are two excellent quality players but it doesn't mean that we will buy them"."We will have four strikers next season, not five".🇮🇷 Inter have already signed Mehdi Taremi as free agent. pic.twitter.com/CCQl3F1cvr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024 Alexis Sanchez er á förum frá Inter og einnig gæti Marko Arnautovic farið frá félaginu. Það þýðir að pláss er fyrir Albert en Sky segir ljóst að hvorki hann né Zirkzee séu ódýrir. Sky segir því ljóst að Inter þurfi að selja leikmann fyrir talsvert fé til þess að eiga möguleika á að kaupa annan hvorn þeirra. Fréttastöðin telur líklegt að Inter sæki sér markvörðinn Bento frá Athletico Paranaense, og sjái hann fyrir sér sem arftaka Yann Sommer þegar fram líði stundir. Félagið vilji einnig varnarmann í sama gæðaflokki og Francesco Acerbi og Stefan de Vrij, sem báðir eru nú komnir vel á fertugsaldurinn, sem smám saman geti unnið sig inn í liðið. Albert, sem verður 27 ára í sumar, hefur skorað 13 mörk í 31 deildarleik á Ítalíu í vetur. Hann verður á ferðinni með Genoa í kvöld þegar liðið tekur á móti Cagliari í fimmtu síðustu umferð deildarinnar. Ítalski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Ítalska sjónvarpsstöðin Sky Sport fjallaði um möguleik leikmannakaup Inter og segir að félagið vilji fá markvörð, varnarmann og sóknarmann fyrir næstu leiktíð. Félagið hefur þegar tryggt sér Mehdi Taremi frá Porto en vill annan sóknarmann og horfir þar helst til tveggja manna; Alberts hjá Genoa og Joshua Zirkzee hjá Bologna. Albert hefur ítrekað verið orðaður við Inter síðustu mánuði. „Joshua Zirkzee og Albert Guðmundsson eru tveir hágæðaleikmenn en það þýðir ekki endilega að við munum kaupa þá,“ sagði Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, og bætti við að félagið yrði með fjóra framherja á næstu leiktíð en ekki fimm. ⚫️🔵 Inter director Ausilio: "Joshua Zirkzee and Albert Guðmundsson are two excellent quality players but it doesn't mean that we will buy them"."We will have four strikers next season, not five".🇮🇷 Inter have already signed Mehdi Taremi as free agent. pic.twitter.com/CCQl3F1cvr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024 Alexis Sanchez er á förum frá Inter og einnig gæti Marko Arnautovic farið frá félaginu. Það þýðir að pláss er fyrir Albert en Sky segir ljóst að hvorki hann né Zirkzee séu ódýrir. Sky segir því ljóst að Inter þurfi að selja leikmann fyrir talsvert fé til þess að eiga möguleika á að kaupa annan hvorn þeirra. Fréttastöðin telur líklegt að Inter sæki sér markvörðinn Bento frá Athletico Paranaense, og sjái hann fyrir sér sem arftaka Yann Sommer þegar fram líði stundir. Félagið vilji einnig varnarmann í sama gæðaflokki og Francesco Acerbi og Stefan de Vrij, sem báðir eru nú komnir vel á fertugsaldurinn, sem smám saman geti unnið sig inn í liðið. Albert, sem verður 27 ára í sumar, hefur skorað 13 mörk í 31 deildarleik á Ítalíu í vetur. Hann verður á ferðinni með Genoa í kvöld þegar liðið tekur á móti Cagliari í fimmtu síðustu umferð deildarinnar.
Ítalski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira