Grafið undan fjölmiðlafrelsinu víða í Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2024 08:17 Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er sagður hafa lokað algjörlega á aðgengi fjögurra fjölmiðla í landinu. epa/Robert Fico Fjölmiðlafrelsið stendur höllum fæti víðsvegar í Evrópu og er í verulegri hættu í nokkrum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu Civil Liberties Union for Europe (Liberties) í Berlín. Guardian hefur eftir Evu Simon, talskonu Liberties, að sums staðar megi rekja þróunina beint til annað hvort andvaraleysis stjórnvalda eða aðgerða þeirra gegn fjölmiðlum. Simon segir innleiðingu nýrrar fjölmiðlalöggjafar Evrópusambandsins munu skipta sköpum. Hversu vel tekst til muni verða undir stjórnvöldum í hverju ríki komið en löggjöfin muni þýða að hægt verði að skjóta málum er varða fjölmiðla og starfsumhverfi þeirra til Evrópudómstóls. Samkvæmt skýrslunni sættu blaðamenn í Króatíu, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu líkamlegum árásum 2023 og í Ungverjalandi og Slóvakíu sættu þeir hótunum af hálfu kjörinna fulltrúa. Í Rúmeníu og Svíþjóð voru árásir á blaðamanna ekki rannsakaðar af lögreglu og í Frakklandi og Búlgaríu sættu blaðamenn árásum af hálfu lögreglu. Blaðamenn sættu reglulega lögsóknum í Króatíu, Grikklandi, Ítalíu, Hollandi og Svíþjóð og í Þýskalandi, Grikklandi, Hollandi og Póllandi sættu þeir njósnum með forritum á borð við Pegasus og Predator. Þá segir í skýrslunni að víða sé eignarhald fjölmiðla á höndum fárra einstaklinga og að sums staðar hafi blaðamenn verið útilokaðir frá blaðamannafundum og öðrum viðburðum vegna gagnrýnnar umfjöllunar um stjórnvöld. Evrópusambandið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Guardian hefur eftir Evu Simon, talskonu Liberties, að sums staðar megi rekja þróunina beint til annað hvort andvaraleysis stjórnvalda eða aðgerða þeirra gegn fjölmiðlum. Simon segir innleiðingu nýrrar fjölmiðlalöggjafar Evrópusambandsins munu skipta sköpum. Hversu vel tekst til muni verða undir stjórnvöldum í hverju ríki komið en löggjöfin muni þýða að hægt verði að skjóta málum er varða fjölmiðla og starfsumhverfi þeirra til Evrópudómstóls. Samkvæmt skýrslunni sættu blaðamenn í Króatíu, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu líkamlegum árásum 2023 og í Ungverjalandi og Slóvakíu sættu þeir hótunum af hálfu kjörinna fulltrúa. Í Rúmeníu og Svíþjóð voru árásir á blaðamanna ekki rannsakaðar af lögreglu og í Frakklandi og Búlgaríu sættu blaðamenn árásum af hálfu lögreglu. Blaðamenn sættu reglulega lögsóknum í Króatíu, Grikklandi, Ítalíu, Hollandi og Svíþjóð og í Þýskalandi, Grikklandi, Hollandi og Póllandi sættu þeir njósnum með forritum á borð við Pegasus og Predator. Þá segir í skýrslunni að víða sé eignarhald fjölmiðla á höndum fárra einstaklinga og að sums staðar hafi blaðamenn verið útilokaðir frá blaðamannafundum og öðrum viðburðum vegna gagnrýnnar umfjöllunar um stjórnvöld.
Evrópusambandið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira