„Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2024 19:00 Hallgrímur Jónasson var svekktur með niðurstöðu leiksins. vísir/Hulda Margrét KA mætti í Víkingum í Bestu deild karla í dag. Liðið komst yfir snemma leiks en gengu að lokum útaf vellinum með 4-2 tap á bakinu. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, hefði viljað fá meira út úr leiknum. „Já það er bara þannig. Við byrjum leikinn sterkt og komumst yfir. Frammistaðan í heild sinni var bara góð. Við vorum að mæta hérna virkilega sterku liði, við skorum tvö mörk og sköllum tvisvar í stöng. Við eigum að fá allavega tvö víti. Það er mjög gott en því miður þá dugði það ekki í dag, sem er svekkjandi. En ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, ánægður með strákana. Við stöndum allir saman, hlaupum allan leikinn og það vorum við sem vorum að þrýsta hérna í lokin þegar þeir voru farnir að tefja. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði Hallgrímur. KA-menn vildu fá tvö víti í leiknum í dag en eina víti leiksins fengu Víkingar. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði skoðun á því og svarið var einfalt. „Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana.“ Eins og áður sagði komst KA yfir í leiknum og Víkingar jöfnuðu út víti. Staðan var svo 3-1 fyrir heimamenn í hálfleik eftir sofandahátt í vörn KA. „Við vorum bara slegnir. Við upplifðum þessi mörk ekkert sérstaklega sanngjörn. Ég hvet ykkur bara til þess að skoða þetta því þetta er orðið virkilega þreytt. Svo því miður skora þeir fimm sekúndum áður en við förum inn í hálfleik og komast í 3-1. Ef þetta hefði verið 2-1 í hálfleik þá erum við ennþá vel inni í leiknum. Eins og alvöru lið þá stöndum við saman þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við skorum mark, við sköllum í stöngina. Við höldum áfram að gera þetta eins vel og við getum sem lið. Ef við höldum því áfram, sem ég veit að við gerum, þá mun þetta snúast við og við förum að fá stig,“ sagði Hallgrímur. KA er annað af tveimur liðum sem aðeins hafa sótt 1 stig í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Það er ekki ásættanlegt á Akureyri. „Nei það er bara ekki nógu gott. Það er ekkert lið ánægt að vera með eitt stig eftir fjóra leiki og við gerum okkur alveg grein fyrir stöðunni. Það er bara þannig að eftir fyrstu þrjá leikina erum við mjög svekktir að vera með eitt stig, okkur finnst við eiga að vera með fjögur til fimm stig miðað við frammistöðurnar. Þetta er aðeins búið að detta á móti okkur en alvöru lið þau standa saman og halda áfram. Við sýndum öllum það hérna í dag, svona frammistaða mun skila stigum“, sagði Hallgrímur um dræma stigasöfnun í upphafi móts. Að lokum var Hallgrímur spurður út í stöðuna á Hallgrími Mar sem um árabil hefur verið besti leikmaður liðsins en vegna veikinda ekki getað tekið þátt það sem af er móti. „Hann er aðeins að byrja að æfa. Við skulum sjá til hvort hann verði ekki bara í hóp í næsta leik,“ sagði þjálfari KA að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
„Já það er bara þannig. Við byrjum leikinn sterkt og komumst yfir. Frammistaðan í heild sinni var bara góð. Við vorum að mæta hérna virkilega sterku liði, við skorum tvö mörk og sköllum tvisvar í stöng. Við eigum að fá allavega tvö víti. Það er mjög gott en því miður þá dugði það ekki í dag, sem er svekkjandi. En ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, ánægður með strákana. Við stöndum allir saman, hlaupum allan leikinn og það vorum við sem vorum að þrýsta hérna í lokin þegar þeir voru farnir að tefja. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði Hallgrímur. KA-menn vildu fá tvö víti í leiknum í dag en eina víti leiksins fengu Víkingar. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði skoðun á því og svarið var einfalt. „Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana.“ Eins og áður sagði komst KA yfir í leiknum og Víkingar jöfnuðu út víti. Staðan var svo 3-1 fyrir heimamenn í hálfleik eftir sofandahátt í vörn KA. „Við vorum bara slegnir. Við upplifðum þessi mörk ekkert sérstaklega sanngjörn. Ég hvet ykkur bara til þess að skoða þetta því þetta er orðið virkilega þreytt. Svo því miður skora þeir fimm sekúndum áður en við förum inn í hálfleik og komast í 3-1. Ef þetta hefði verið 2-1 í hálfleik þá erum við ennþá vel inni í leiknum. Eins og alvöru lið þá stöndum við saman þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við skorum mark, við sköllum í stöngina. Við höldum áfram að gera þetta eins vel og við getum sem lið. Ef við höldum því áfram, sem ég veit að við gerum, þá mun þetta snúast við og við förum að fá stig,“ sagði Hallgrímur. KA er annað af tveimur liðum sem aðeins hafa sótt 1 stig í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Það er ekki ásættanlegt á Akureyri. „Nei það er bara ekki nógu gott. Það er ekkert lið ánægt að vera með eitt stig eftir fjóra leiki og við gerum okkur alveg grein fyrir stöðunni. Það er bara þannig að eftir fyrstu þrjá leikina erum við mjög svekktir að vera með eitt stig, okkur finnst við eiga að vera með fjögur til fimm stig miðað við frammistöðurnar. Þetta er aðeins búið að detta á móti okkur en alvöru lið þau standa saman og halda áfram. Við sýndum öllum það hérna í dag, svona frammistaða mun skila stigum“, sagði Hallgrímur um dræma stigasöfnun í upphafi móts. Að lokum var Hallgrímur spurður út í stöðuna á Hallgrími Mar sem um árabil hefur verið besti leikmaður liðsins en vegna veikinda ekki getað tekið þátt það sem af er móti. „Hann er aðeins að byrja að æfa. Við skulum sjá til hvort hann verði ekki bara í hóp í næsta leik,“ sagði þjálfari KA að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann