Langt í að þeir nái sér að fullu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2024 19:47 Zak Nelson telur það kraftaverk að hann og unnusti hans séu á lífi. Við hittum hann á setustofu sjúklinga á Landspítalanum, þar sem hann hefur varið nær öllum sínum tíma síðustu viku. Vísir/Dúi Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Zak Nelson og Elliot kærasti hans lentu á Íslandi snemma morguns föstudagsins 19. apríl. Þeir biðu ekki boðanna; náðu í bílaleigubíl og hófu ferðalag sitt. Stefnan var tekin á Suðurlandið. Þeir skoðuðu Strokk og Kerið, fengu sér pylsu og voru á leið á gististað sinn síðdegis þegar ósköpin dundu yfir. Á þjóðveginum rétt vestan við Hellu lentu þeir í harkalegum árekstri. „Allt í einu birtist bíll á minni akrein. Röð bíla kom á móti okkur og einn úr röðinni kom yfir á minn vegarhelming. Ég náði ekki að bregðast við, ég var á níutíu kílómetra hraða, hámarkshraða. Og...“ segir Zak og líkir eftir árekstri með látbragði, þar sem hann ræðir við fréttamann á setustofu sjúklinga á þriðju hæð á Landspítalanum við Hringbraut. „Ég heyri Elliot gráta lágt. Og ég er vankaður, við vorum á hliðinni þarna.“ Bíllinn sem Elliott og Zak voru á gjöreyðilagðist við áreksturinn. Þeir voru báðir fluttir með hraði á Landspítalann í Reykjavík. Þar kom í ljós að Elliott hafði slasast alvarlega, hlotið innvortis blæðingar, og var sendur í bráðaaðgerð þá og þegar. En rétt áður náði hann að bera upp mikilvæga spurningu. „Okkur var rúllað saman í rúmunum og hann lá þarna og ég brast í grát. Hann sneri sér að mér og sagði: Viltu giftast mér? Þarna á gjörgæslunni. Og ég svaraði: Já! Auðvitað!“ Zak og Elliot trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Við tók erfið bið eftir því að Elliot kæmi úr aðgerðinni og því mikill léttir þegar í ljós kom að hún hafði gengið vel. Elliot liggur þó enn á Landspítalanum og ekki er útlit fyrir að hann verði útskrifaður fyrr en eftir eina til tvær vikur. „Ég var heppinn, marðist bara illa. Bílbeltið stóð fyrir sínu.“ Heldurðu að bílbeltið hafi bjargað ykkur? „Já. Marblettirnir voru afleiðing bílbeltisins en það blasir við að ef þess hefði ekki notið við væri ég ekki hér. Mjög margir hér á spítalanum hafa sagt okkur að við séum heppnir að vera enn á lífi.“ Áður en lagt var af stað í ferðina örlagaríku. Zak segir starfsfólk Landspítalans hafa reynst þeim ómetanlegt. Hann sé því óendanlega þakklátur fyrir að hafa bjargað ástinni í lífi hans. „Þú getur ekki vitað hvað ást er fyrr en tiltekna manneskju rekur á fjörur þínar. Elliot er sú manneskja. Og að halda að þú gætir misst hana er hryllilegt. Við eigum langan veg fyrir höndum. Ég held að það sé nokkuð langt í að við náum okkur að fullu andlega.“ Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Zak Nelson og Elliot kærasti hans lentu á Íslandi snemma morguns föstudagsins 19. apríl. Þeir biðu ekki boðanna; náðu í bílaleigubíl og hófu ferðalag sitt. Stefnan var tekin á Suðurlandið. Þeir skoðuðu Strokk og Kerið, fengu sér pylsu og voru á leið á gististað sinn síðdegis þegar ósköpin dundu yfir. Á þjóðveginum rétt vestan við Hellu lentu þeir í harkalegum árekstri. „Allt í einu birtist bíll á minni akrein. Röð bíla kom á móti okkur og einn úr röðinni kom yfir á minn vegarhelming. Ég náði ekki að bregðast við, ég var á níutíu kílómetra hraða, hámarkshraða. Og...“ segir Zak og líkir eftir árekstri með látbragði, þar sem hann ræðir við fréttamann á setustofu sjúklinga á þriðju hæð á Landspítalanum við Hringbraut. „Ég heyri Elliot gráta lágt. Og ég er vankaður, við vorum á hliðinni þarna.“ Bíllinn sem Elliott og Zak voru á gjöreyðilagðist við áreksturinn. Þeir voru báðir fluttir með hraði á Landspítalann í Reykjavík. Þar kom í ljós að Elliott hafði slasast alvarlega, hlotið innvortis blæðingar, og var sendur í bráðaaðgerð þá og þegar. En rétt áður náði hann að bera upp mikilvæga spurningu. „Okkur var rúllað saman í rúmunum og hann lá þarna og ég brast í grát. Hann sneri sér að mér og sagði: Viltu giftast mér? Þarna á gjörgæslunni. Og ég svaraði: Já! Auðvitað!“ Zak og Elliot trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Við tók erfið bið eftir því að Elliot kæmi úr aðgerðinni og því mikill léttir þegar í ljós kom að hún hafði gengið vel. Elliot liggur þó enn á Landspítalanum og ekki er útlit fyrir að hann verði útskrifaður fyrr en eftir eina til tvær vikur. „Ég var heppinn, marðist bara illa. Bílbeltið stóð fyrir sínu.“ Heldurðu að bílbeltið hafi bjargað ykkur? „Já. Marblettirnir voru afleiðing bílbeltisins en það blasir við að ef þess hefði ekki notið við væri ég ekki hér. Mjög margir hér á spítalanum hafa sagt okkur að við séum heppnir að vera enn á lífi.“ Áður en lagt var af stað í ferðina örlagaríku. Zak segir starfsfólk Landspítalans hafa reynst þeim ómetanlegt. Hann sé því óendanlega þakklátur fyrir að hafa bjargað ástinni í lífi hans. „Þú getur ekki vitað hvað ást er fyrr en tiltekna manneskju rekur á fjörur þínar. Elliot er sú manneskja. Og að halda að þú gætir misst hana er hryllilegt. Við eigum langan veg fyrir höndum. Ég held að það sé nokkuð langt í að við náum okkur að fullu andlega.“
Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51