Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 13:56 Ögmundur Jónasson er fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna. Vísir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. Á föstudag var greint frá því að Maríu Sigrúnu hafi verið rekin úr ritstjórnarteymi Kveiks og að innslag sem hún vann fyrir þáttinn og átti að vera sýnt í lokaþætti Kveiks þennan veturinn hafi aldrei farið í loftið. María Sigrún sagði Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, hafa sagt við sig að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri hins vegar frábær fréttalesari. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu RÚV birti svo yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði þáttinn einfaldlega ekki hafa verið tilbúinn til að fara í loftið á þriðjudag. María Sigrún gaf lítið fyrir þá útskýringu og sagði að auðvelt hefði verið að klára þáttinn ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá samstarfsmönnum hennar. Alls ekki starfsmannamál Ögmundur birti færslu á vefsíðu sinni í dag þar sem hann segir að ef þátturinn hafi ekki verið tilbúinn hafi það ekki verið rétt að reka Maríu Sigrúnu úr teyminu heldur frekar fresta umfjölluninni hávaðalaust. Þá segir hann málið ekki vera „starfsmannamál“ líkt og Heiðar Örn lýsti í færslu sinni. „Því fer fjarri að þetta sé fyrst og fremst starfsmannamál. Þvert á móti þarf að fá úr því skorið hvort hér sé á ferðinni tilraun til ritskoðunar og þöggunar. Þetta þarf að fá upplýst,“ segir Ögmundur. Vill afsökunarbeiðni Hann segir morgunljóst að um sé að ræða grófa ærumeiðingu um Maríu Sigrúnu að láta það „fylgja með sem klapp á kollinn þegar hún er rekin á dyr, að hún lesi fréttirnar vel og eigi ekki að ætla sér meira en hún hafi burði til.“ „Fréttastofunni ber að biðja Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar og reyndar einnig okkur sem eigum þessa fréttastofu og höfum þá menn í vinnu sem ekkert segjast vilja við okkur tala,“ segir Ögmundur. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Maríu Sigrúnu hafi verið rekin úr ritstjórnarteymi Kveiks og að innslag sem hún vann fyrir þáttinn og átti að vera sýnt í lokaþætti Kveiks þennan veturinn hafi aldrei farið í loftið. María Sigrún sagði Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, hafa sagt við sig að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri hins vegar frábær fréttalesari. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu RÚV birti svo yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði þáttinn einfaldlega ekki hafa verið tilbúinn til að fara í loftið á þriðjudag. María Sigrún gaf lítið fyrir þá útskýringu og sagði að auðvelt hefði verið að klára þáttinn ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá samstarfsmönnum hennar. Alls ekki starfsmannamál Ögmundur birti færslu á vefsíðu sinni í dag þar sem hann segir að ef þátturinn hafi ekki verið tilbúinn hafi það ekki verið rétt að reka Maríu Sigrúnu úr teyminu heldur frekar fresta umfjölluninni hávaðalaust. Þá segir hann málið ekki vera „starfsmannamál“ líkt og Heiðar Örn lýsti í færslu sinni. „Því fer fjarri að þetta sé fyrst og fremst starfsmannamál. Þvert á móti þarf að fá úr því skorið hvort hér sé á ferðinni tilraun til ritskoðunar og þöggunar. Þetta þarf að fá upplýst,“ segir Ögmundur. Vill afsökunarbeiðni Hann segir morgunljóst að um sé að ræða grófa ærumeiðingu um Maríu Sigrúnu að láta það „fylgja með sem klapp á kollinn þegar hún er rekin á dyr, að hún lesi fréttirnar vel og eigi ekki að ætla sér meira en hún hafi burði til.“ „Fréttastofunni ber að biðja Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar og reyndar einnig okkur sem eigum þessa fréttastofu og höfum þá menn í vinnu sem ekkert segjast vilja við okkur tala,“ segir Ögmundur.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira