LeBron og Davis köstuðu líflínu til Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 09:23 LeBron James skoraði þrjátíu stig í sigri Los Angeles Lakers á Denver Nuggets í nótt. getty/Ronald Martinez Los Angeles Lakers forðaðist sumarfrí með sigri á Denver Nuggets, 119-108, í fjórða leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lakers tapaði fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og hafði tapað ellefu leikjum gegn Denver í röð fyrir leikinn í nótt. En sigurinn kom loksins og Lakers minnkaði muninn í einvíginu í 3-1. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 25 stig og 23 fráköst. Anthony Davis and LeBron James come up HUGE for the @Lakers to force a Game 5!AD: 25 PTS | 23 REB | 6 AST | 64.7 FG%LBJ: 30 PTS | 5 REB | 4 AST | 60.9 FG% pic.twitter.com/6yMjhswkI7— NBA (@NBA) April 28, 2024 Nikola Jokic átti stórleik fyrir Denver; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Michael Porter skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst. Boston Celtics spilaði frábæran varnarleik þegar liðið vann Miami Heat, 84-104. Boston er 2-1 yfir í einvíginu. Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 22 stig hvor fyrir Boston. Sá fyrrnefndi tók einnig ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Jayson Tatum and Jaylen Brown led the charge for the Celtics in Game 3 as BOS takes a 2-1 series lead! 🍀JT: 22 PTS, 11 REB, 6 ASTJB: 22 PTS, 8 REB, 3 AST pic.twitter.com/AkUz4TFNwS— NBA (@NBA) April 28, 2024 Bam Adebayo skoraði tuttugu stig fyrir Miami sem lék án Jimmys Butler í nótt. Oklahoma City Thunder er einum sigri frá því að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir öruggan sigur á New Orleans Pelicans, 85-106. OKC er 3-0 yfir í einvíginu. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 24 stig fyrir Þrumuna sem hitti úr 47 prósent þriggja stiga skota sinna í leiknum. Jalen Williams og Josh Giddey skoruðu 21 stig hvor. SGA and Josh Giddey handled business in New Orleans to take a 3-0 series lead ⛈️Gilgeous-Alexander: 24 PTS, 8 AST, 5 REBGiddey: 21 PTS, 8 REB, 6 AST pic.twitter.com/ADWXZbSMwy— NBA (@NBA) April 27, 2024 Brandom Ingram skoraði nítján stig fyrir New Orleans sem er enn án Zions Williamson sem er meiddur. Orlando Magic jafnaði metin í rimmunni gegn Cleveland Cavaliers með stórsigri á heimavelli, 112-89. Staðan í einvíginu er 2-2. Cleveland var yfir í hálfleik, 60-51, en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik. Cavs skoraði aðeins 29 stig í honum og tapaði 3. leikhlutanum, 37-10. Franz Wagner skoraði 34 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. Jarrett Allen var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. Franz Wagner dropped playoff career-highs to help the @OrlandoMagic tie the series 2-2!🪄 34 PTS (Playoff career-high)🪄 13 REB (Playoff career-high)🪄 2 3PM🪄 13-17 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/jbF2UGwaPn— NBA (@NBA) April 27, 2024 NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Lakers tapaði fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og hafði tapað ellefu leikjum gegn Denver í röð fyrir leikinn í nótt. En sigurinn kom loksins og Lakers minnkaði muninn í einvíginu í 3-1. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 25 stig og 23 fráköst. Anthony Davis and LeBron James come up HUGE for the @Lakers to force a Game 5!AD: 25 PTS | 23 REB | 6 AST | 64.7 FG%LBJ: 30 PTS | 5 REB | 4 AST | 60.9 FG% pic.twitter.com/6yMjhswkI7— NBA (@NBA) April 28, 2024 Nikola Jokic átti stórleik fyrir Denver; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Michael Porter skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst. Boston Celtics spilaði frábæran varnarleik þegar liðið vann Miami Heat, 84-104. Boston er 2-1 yfir í einvíginu. Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 22 stig hvor fyrir Boston. Sá fyrrnefndi tók einnig ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Jayson Tatum and Jaylen Brown led the charge for the Celtics in Game 3 as BOS takes a 2-1 series lead! 🍀JT: 22 PTS, 11 REB, 6 ASTJB: 22 PTS, 8 REB, 3 AST pic.twitter.com/AkUz4TFNwS— NBA (@NBA) April 28, 2024 Bam Adebayo skoraði tuttugu stig fyrir Miami sem lék án Jimmys Butler í nótt. Oklahoma City Thunder er einum sigri frá því að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir öruggan sigur á New Orleans Pelicans, 85-106. OKC er 3-0 yfir í einvíginu. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 24 stig fyrir Þrumuna sem hitti úr 47 prósent þriggja stiga skota sinna í leiknum. Jalen Williams og Josh Giddey skoruðu 21 stig hvor. SGA and Josh Giddey handled business in New Orleans to take a 3-0 series lead ⛈️Gilgeous-Alexander: 24 PTS, 8 AST, 5 REBGiddey: 21 PTS, 8 REB, 6 AST pic.twitter.com/ADWXZbSMwy— NBA (@NBA) April 27, 2024 Brandom Ingram skoraði nítján stig fyrir New Orleans sem er enn án Zions Williamson sem er meiddur. Orlando Magic jafnaði metin í rimmunni gegn Cleveland Cavaliers með stórsigri á heimavelli, 112-89. Staðan í einvíginu er 2-2. Cleveland var yfir í hálfleik, 60-51, en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik. Cavs skoraði aðeins 29 stig í honum og tapaði 3. leikhlutanum, 37-10. Franz Wagner skoraði 34 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. Jarrett Allen var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. Franz Wagner dropped playoff career-highs to help the @OrlandoMagic tie the series 2-2!🪄 34 PTS (Playoff career-high)🪄 13 REB (Playoff career-high)🪄 2 3PM🪄 13-17 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/jbF2UGwaPn— NBA (@NBA) April 27, 2024
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira