Ten Hag segir sitt lið þróttmikið og eitt af þeim skemmtilegri í deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 07:00 Ten Hag og Kobbie Mainoo í leik gærdagsins. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Burnley á heimavelli sínum Old Trafford í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í gær, laugardag. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, fór ekki beint í frasabókina eftir leik en viðtal hans hefur þó vakið talsverða athygli. „Við komum okkur í stöðu til að vinna leikinn og á löngum köflum vorum við með stjórn á leiknum. Það var aðeins í síðari hluta fyrri hálfleiks sem við gáfum færi á okkur, við vorum með fulla stjórn á restinni af leiknum. Við vorum í stöðu til að vinna leikinn en köstuðum því frá okkur,“ sagði Ten Hag súr eftir leik. André Onana var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Brotið minnti á þegar Onana klessti á leikmann Úlfanna í 1. umferð en þá var ekkert dæmt. Ten Hag var spurður út í líkindin. „Ég get séð það, þetta var vítaspyrna en í hinum vítateignum sá ég að minnsta kosti þrjár vítaspyrnur,“ sagði Hollendingurinn og taldi augljóslega brotið á sínum mönnum í leiknum. „Það er of mikill óstöðugleiki í dómgæslunni, ef við tökum sem dæmi vítaspyrnuna sem Aaron Wan-Bissaka fékk á sig í síðustu viku, af hverju var það ekki vítaspyrna í dag? Svo átti Alejandro Garnacho að fá að lágmarki eina vítaspyrnu.“ Garnacho í leik gærdagsins.James Gill/Getty Images Man United er í 6. sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Aston Villa í 4. sæti og sex á eftir Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Það stefnir því allt í að Man United taki þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. „Það er staðreynd málsins, það er ekki auðvelt að ná 4. sæti þegar þú ert svona langt eftir á. Við þurftum á sigri að halda. Undanfarnar vikur höfum við verið í stöðu til að vinna leiki en höfum kastað því frá okkur. Bilið er orðið of stórt miðað við hvar við erum á leiktíðinni.“ Um færin sem mótherjar liðsins fá „Öll lið fá á sig færi. En þegar það er á móti okkur þá er það skrítið. Við sköpuðum fjölda færa að sama skapi. Við erum eitt þróttmesta og skemmtilegasta lið deildarinnar á þessu augnabliki.“ „Við sköpum fjölda færa og erum að spila góðan fótbolta, það var óþarfi að missa stjórn á leiknum. Við löguðum það í hálfleik og síðari hálfleikurinn var mun betri,“ sagði Ten Hag að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
„Við komum okkur í stöðu til að vinna leikinn og á löngum köflum vorum við með stjórn á leiknum. Það var aðeins í síðari hluta fyrri hálfleiks sem við gáfum færi á okkur, við vorum með fulla stjórn á restinni af leiknum. Við vorum í stöðu til að vinna leikinn en köstuðum því frá okkur,“ sagði Ten Hag súr eftir leik. André Onana var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Brotið minnti á þegar Onana klessti á leikmann Úlfanna í 1. umferð en þá var ekkert dæmt. Ten Hag var spurður út í líkindin. „Ég get séð það, þetta var vítaspyrna en í hinum vítateignum sá ég að minnsta kosti þrjár vítaspyrnur,“ sagði Hollendingurinn og taldi augljóslega brotið á sínum mönnum í leiknum. „Það er of mikill óstöðugleiki í dómgæslunni, ef við tökum sem dæmi vítaspyrnuna sem Aaron Wan-Bissaka fékk á sig í síðustu viku, af hverju var það ekki vítaspyrna í dag? Svo átti Alejandro Garnacho að fá að lágmarki eina vítaspyrnu.“ Garnacho í leik gærdagsins.James Gill/Getty Images Man United er í 6. sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Aston Villa í 4. sæti og sex á eftir Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Það stefnir því allt í að Man United taki þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. „Það er staðreynd málsins, það er ekki auðvelt að ná 4. sæti þegar þú ert svona langt eftir á. Við þurftum á sigri að halda. Undanfarnar vikur höfum við verið í stöðu til að vinna leiki en höfum kastað því frá okkur. Bilið er orðið of stórt miðað við hvar við erum á leiktíðinni.“ Um færin sem mótherjar liðsins fá „Öll lið fá á sig færi. En þegar það er á móti okkur þá er það skrítið. Við sköpuðum fjölda færa að sama skapi. Við erum eitt þróttmesta og skemmtilegasta lið deildarinnar á þessu augnabliki.“ „Við sköpum fjölda færa og erum að spila góðan fótbolta, það var óþarfi að missa stjórn á leiknum. Við löguðum það í hálfleik og síðari hálfleikurinn var mun betri,“ sagði Ten Hag að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira