Newcastle setti met þegar það skaut Sheffield niður um deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 16:15 Sheffield United leikur í Championship-deildinni, ensku B-deildinni, á næstu leiktíð. Robbie Jay Barratt/Getty Images Sheffield United er fallið úr ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Þetta var endanlega staðfest eftir að Sheffield tapaði 5-1 fyrir Newcastle United í dag en á sama tíma settu Norðanmenn met. Þegar liðin mættust í Sheffield fór Newcastle með 8-0 sigur af hólmi. Þó leik liðanna í dag hafi lokið með 5-1 sigri Newcastle þá komust gestirnir í Sheffield óvænt yfir í upphafi leiks. Anel Ahmedhodžić með markið eftir sendingu Gustavo Hamer. Það tók heimamenn smá stund að ná áttum en um miðbik fyrri hálfleiks jafnaði Alexander Isak metin eftir sendingu Jacob Murphy. Staðan 1-1 í hálfleik en á rúmum tíu mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Hinn brasilíski Bruno Guimarães skoraði á 54. mínútu eftir sendingu Anthony Gordon og skömmu síðar fékk Newcastle vítaspyrnu sem Isak skoraði úr. Þá varð Ben Osborn fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 65. mínútu og staðan orðin 4-1. Varamennirnir Callum Wilson og Harvey Barnes teiknuðu svo upp síðasta mark leiksins þegar sá fyrrnefndi skoraði eftir sendingu frá Barnes. Lokatölur 5-1 og aldrei hefur lið skorað jafn mörg mörk gegn einum og sama andstæðingnum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alls skoraði Newcastle 13 mörk í tveimur deildarleikjum gegn Sheffield. 🔥 - Newcastle United (@NUFC) break the @premierleague record for most goals against a specific opponent in a single season:Bramall Lane: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️St James' Park: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️#NEWSHU #NUFC pic.twitter.com/xWqkbXVl4T— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 27, 2024 Newcastle er nú með 53 stig í 7. sæti, stigi á eftir Manchester United þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Sheffield situr á botninum með 16 stig að loknum 35 leikjum og er fallið. Sheffield United are relegated from the Premier League ⬇️ pic.twitter.com/WW4jeaPs5F— B/R Football (@brfootball) April 27, 2024 Önnur úrslit í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem hófust klukkan 14.00 voru þau að Fulham og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli, Rodrigo Muniz kom heimamönnum yfir en varamaðurinn Jeffrey Schlupp jafnaði fyrir Palace. Þá unnu Úlfarnir 2-1 sigur á Luton Town, Hwang Hee-Chan og Toti með mörkin fyrir Úlfana á meðan Carlton Morris skoraði fyrir Luton. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Þegar liðin mættust í Sheffield fór Newcastle með 8-0 sigur af hólmi. Þó leik liðanna í dag hafi lokið með 5-1 sigri Newcastle þá komust gestirnir í Sheffield óvænt yfir í upphafi leiks. Anel Ahmedhodžić með markið eftir sendingu Gustavo Hamer. Það tók heimamenn smá stund að ná áttum en um miðbik fyrri hálfleiks jafnaði Alexander Isak metin eftir sendingu Jacob Murphy. Staðan 1-1 í hálfleik en á rúmum tíu mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Hinn brasilíski Bruno Guimarães skoraði á 54. mínútu eftir sendingu Anthony Gordon og skömmu síðar fékk Newcastle vítaspyrnu sem Isak skoraði úr. Þá varð Ben Osborn fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 65. mínútu og staðan orðin 4-1. Varamennirnir Callum Wilson og Harvey Barnes teiknuðu svo upp síðasta mark leiksins þegar sá fyrrnefndi skoraði eftir sendingu frá Barnes. Lokatölur 5-1 og aldrei hefur lið skorað jafn mörg mörk gegn einum og sama andstæðingnum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alls skoraði Newcastle 13 mörk í tveimur deildarleikjum gegn Sheffield. 🔥 - Newcastle United (@NUFC) break the @premierleague record for most goals against a specific opponent in a single season:Bramall Lane: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️St James' Park: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️#NEWSHU #NUFC pic.twitter.com/xWqkbXVl4T— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 27, 2024 Newcastle er nú með 53 stig í 7. sæti, stigi á eftir Manchester United þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Sheffield situr á botninum með 16 stig að loknum 35 leikjum og er fallið. Sheffield United are relegated from the Premier League ⬇️ pic.twitter.com/WW4jeaPs5F— B/R Football (@brfootball) April 27, 2024 Önnur úrslit í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem hófust klukkan 14.00 voru þau að Fulham og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli, Rodrigo Muniz kom heimamönnum yfir en varamaðurinn Jeffrey Schlupp jafnaði fyrir Palace. Þá unnu Úlfarnir 2-1 sigur á Luton Town, Hwang Hee-Chan og Toti með mörkin fyrir Úlfana á meðan Carlton Morris skoraði fyrir Luton.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55
Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn