Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2024 11:30 Þegar Xabi Alonso tók við Bayer Leverkusen var liðið í fallsæti. getty/Alex Gottschalk Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. Undir stjórn Alonsos varð Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn. Liðið er ósigrað í 44 leikjum í öllum keppnum í vetur og getur enn unnið tvo titla til viðbótar; þýsku bikarkeppnina og Evrópudeildina. Árangur Alonsos með Leverkusen hefur gert hann að einum eftirsóttasta knattspyrnustjóra Evrópu og hann var meðal annars orðaður við sín gömlu lið, Liverpool og Bayern, sem eru bæði í stjóraleit. Dietmar Hamann, sem lék með Alonso hjá Liverpool, hrósar honum fyrir að vera áfram hjá Leverkusen. „Ég held að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Hann þarf ekki að sanna neitt,“ sagði Hamann. „Hann hefur verið hjá Bayern, Liverpool og Real Madrid. Hann vann allt sem leikmaður. Svo það er ekki eins og hann hafi ekki upplifað það. Svo ég held að hann hafi tekið réttu ákvörðunina því það er ekki hættulaust að taka við af Jürgen Klopp hjá Liverpool. Við höfum séð hvað gerðist hjá Arsenal og Manchester United þegar Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hættu. Ég held að það sé ómögulegt að fylgja í fótspor stjóra sem hann átt jafn mikilli velgengni að fagna og er jafn dáður og Klopp.“ Hamann sagði jafnframt að Alonso sé að þjálfa frábært lið sem geti náð langt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Arne Slot, stjóri Feyenoord, er á barmi þess að taka við Liverpool á meðan Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríkis, þykir líklegastur til að verða næsti stjóri Bayern. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Undir stjórn Alonsos varð Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn. Liðið er ósigrað í 44 leikjum í öllum keppnum í vetur og getur enn unnið tvo titla til viðbótar; þýsku bikarkeppnina og Evrópudeildina. Árangur Alonsos með Leverkusen hefur gert hann að einum eftirsóttasta knattspyrnustjóra Evrópu og hann var meðal annars orðaður við sín gömlu lið, Liverpool og Bayern, sem eru bæði í stjóraleit. Dietmar Hamann, sem lék með Alonso hjá Liverpool, hrósar honum fyrir að vera áfram hjá Leverkusen. „Ég held að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Hann þarf ekki að sanna neitt,“ sagði Hamann. „Hann hefur verið hjá Bayern, Liverpool og Real Madrid. Hann vann allt sem leikmaður. Svo það er ekki eins og hann hafi ekki upplifað það. Svo ég held að hann hafi tekið réttu ákvörðunina því það er ekki hættulaust að taka við af Jürgen Klopp hjá Liverpool. Við höfum séð hvað gerðist hjá Arsenal og Manchester United þegar Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hættu. Ég held að það sé ómögulegt að fylgja í fótspor stjóra sem hann átt jafn mikilli velgengni að fagna og er jafn dáður og Klopp.“ Hamann sagði jafnframt að Alonso sé að þjálfa frábært lið sem geti náð langt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Arne Slot, stjóri Feyenoord, er á barmi þess að taka við Liverpool á meðan Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríkis, þykir líklegastur til að verða næsti stjóri Bayern.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira