800 milljóna króna hreinsistöð byggð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2024 08:06 Sveinn Ægir Birgisson, sem er formaður Eigna- og veitunefndar Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborgar ætlar sér stóra hluti þegar kemur að fráveitumálum en byggja á hreinsistöð, sem tekur allt skólp frá íbúum á Selfossi en í dag fer allt skólp óhreinsað í Ölfusá. Það er ekki hægt að segja að ástandið í fráveitumálum í Árborg hafi verið til fyrirmyndar síðustu ár, ekki síst á Selfossi þar sem skólpið hefur farið algjörlega óhreinsað í Ölfusá, sem er reyndar vatnsmesta á landsins, og gerir enn. Íbúum fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt en á sama tíma eru fráveitumálin í algjörum ólestri, en það stendur þó allt til bóta. Sveinn Ægir Birgisson er formaður Eigna- og veitunefndar Árborgar. „Heyrðu, við erum að framkvæma og byggja nýja hreinsistöð, sem mun taka allt skólp frá Selfossi. Við buðum hana út 2020 en fengum engin tilboð en hófum jarðvegsvinnu og henni er lokið og núna erum við búin að bjóða út uppsteypu og velja búnað til að hreinsa allt skólp sem kemur,” segir Sveinn Ægir. Allt skólp frá Selfossi fer í dag óhreinsað í Ölfusá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn Ægir segir að nýja hreinsistöðin ætti að verði komin í notkun vorið 2026. En hvers konar hreinsistöð verður þetta? „Við byrjum á fyrsta þreps hreinsun og munum vera með fyrsta þreps hreinsun í eitt ár til að sjá í rauninni hvaða annars þrep búnað við munum þurfa að nota til að nýta hvað best hreinsun á skólpi frá Selfossi en svo munum við horfa fram á að fara í þriggja þrepa.” Hér sést hvar nýja hreinsistöðin verður staðsett þar sem rauði hringurinn er á myndinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Til útskýringar þá er fyrsta þreps hreinsun grófhreinsun á skólpi en með sérstökum þrepasíum í nýju hreinsistöðinni verður hreinsunin um 80 prósent með útrás í Ölfusá en þá er til dæmis átt við salernispappír og annað rusl. Tveggja þrepa hreinsun byggir alfarið á síun í stað líffræðilegs niðurbrots næringarefna, líka með útrás í Ölfusá og sé hreinsistöð þriggja þrepa má nánast drekka skólpið, hreinsunin hefur verið svo mikil og fín. „Og þetta er náttúrulega stærsta umhverfisframkvæmd, sem sveitarfélagið hefur ráðist í núna á seinni árum. Þetta mun líklega kosta sex hundruð til átta hundruð milljónir króna gæti ég trúað, hreinsistöðin, sem sagt þessi fasi, sem við erum í dag,” segir Sveinn Ægir og bætir við í lokin. Nýja hreinistöðin mun kosta 600 til 800 milljónir króna segir Sveinn Ægir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skólp Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Það er ekki hægt að segja að ástandið í fráveitumálum í Árborg hafi verið til fyrirmyndar síðustu ár, ekki síst á Selfossi þar sem skólpið hefur farið algjörlega óhreinsað í Ölfusá, sem er reyndar vatnsmesta á landsins, og gerir enn. Íbúum fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt en á sama tíma eru fráveitumálin í algjörum ólestri, en það stendur þó allt til bóta. Sveinn Ægir Birgisson er formaður Eigna- og veitunefndar Árborgar. „Heyrðu, við erum að framkvæma og byggja nýja hreinsistöð, sem mun taka allt skólp frá Selfossi. Við buðum hana út 2020 en fengum engin tilboð en hófum jarðvegsvinnu og henni er lokið og núna erum við búin að bjóða út uppsteypu og velja búnað til að hreinsa allt skólp sem kemur,” segir Sveinn Ægir. Allt skólp frá Selfossi fer í dag óhreinsað í Ölfusá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn Ægir segir að nýja hreinsistöðin ætti að verði komin í notkun vorið 2026. En hvers konar hreinsistöð verður þetta? „Við byrjum á fyrsta þreps hreinsun og munum vera með fyrsta þreps hreinsun í eitt ár til að sjá í rauninni hvaða annars þrep búnað við munum þurfa að nota til að nýta hvað best hreinsun á skólpi frá Selfossi en svo munum við horfa fram á að fara í þriggja þrepa.” Hér sést hvar nýja hreinsistöðin verður staðsett þar sem rauði hringurinn er á myndinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Til útskýringar þá er fyrsta þreps hreinsun grófhreinsun á skólpi en með sérstökum þrepasíum í nýju hreinsistöðinni verður hreinsunin um 80 prósent með útrás í Ölfusá en þá er til dæmis átt við salernispappír og annað rusl. Tveggja þrepa hreinsun byggir alfarið á síun í stað líffræðilegs niðurbrots næringarefna, líka með útrás í Ölfusá og sé hreinsistöð þriggja þrepa má nánast drekka skólpið, hreinsunin hefur verið svo mikil og fín. „Og þetta er náttúrulega stærsta umhverfisframkvæmd, sem sveitarfélagið hefur ráðist í núna á seinni árum. Þetta mun líklega kosta sex hundruð til átta hundruð milljónir króna gæti ég trúað, hreinsistöðin, sem sagt þessi fasi, sem við erum í dag,” segir Sveinn Ægir og bætir við í lokin. Nýja hreinistöðin mun kosta 600 til 800 milljónir króna segir Sveinn Ægir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skólp Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira