Hvetja fólk til að sækja um vegabréfsáritun núna: „Gæti orðið hörmung“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. apríl 2024 08:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, er brattur fyrir HM en áhyggjurnar virðast miklar á meðal skipulagsaðila í bandarískum borgum sem halda mótið. Getty 777 dagar eru þangað til HM karla í fótbolta hefst í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þrátt fyrir að svo langur tími sé til stefnu hafa áhyggjur gert vart við sig í bandaríska stjórnkerfinu í kringum skipulag mótsins. Fundað hefur verið í Hvíta húsinu um langa biðtíma eftir leyfum til að ferðast til Bandaríkjanna en ljóst virðist að einhverra lausna sé þörf ætli Bandaríkin að taka við milljónum ferðalanga á fimm vikna tímabili sumarið 2026. Biðtími eftir viðtali vegna vegabréfsáritunar er 800 dagar í tveimur mexíkóskum borgum og 685 dagar í Bógota, höfuðborg Kólumbíu. Enn eru um 18 mánuðir þar til ljóst er hvaða þjóðir munu taka þátt á mótinu en í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn The Athletic er fótboltaáhugafólk í ríkjunum sem við eiga hvatt til að sækja um vegabréfsáritun núna. Fólk eigi því að sækja um að komast á mótið meira en tveimur árum áður en það fer fram, þegar er alls óljóst hvaða lið taki þar þátt. Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að unnið sé að því hörðum höndum að stytta biðina. Mikið flækjustig Mótið árið 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuþjóðum og verður haldið í 16 borgum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Starfsfólk FIFA mun halda utan um allt skipulag í samstarfi við aðila frá borgunum 16 en í fyrsta sinn hefur ekki verið sett á stokk sérstök skipulagsnefnd á mótsstað. FIFA þarf því að eiga samskipti við mótshaldara og hagsmunaaðila á hverjum stað þar sem eru mismunandi stjórnkerfi, lög, stjórnsýslustig og skriffinska í hverri borg. Stuðningur opinberra og einkaaðila er þá einnig breytilegur frá einni borg til annarrar. Að mótið fari fram í þremur ríkjum getur einnig skapað vandræði fyrir gesti sem ætla að fylgja sínu liði eftir. Það gæti séð fram á snúin ferðalög frá einu ríki til annars þar sem lög um innkomu í löndin þrjú eru mismunandi. Gæti orðið hörmung Í umfjöllun The Athletic kemur fram að áhyggjunar séu töluverðar í mörgum borganna þar sem mótið fer fram, þar á meðal í New York, hvar úrslitaleikurinn fer fram. „Ég er hræddur um að þetta geti orðið hörmung,“ segir Travis Murphy, fyrrum diplómati í Bandaríkjunum sem stýrði um tíma alþjóðlegum armi NBA-deildarinnar í körfubolta. „Áhyggjurnar eru klárlega til staðar í borgunum. Fólk þar hugsar: „Þeir eru FIFA, svo þeir hljóta að vera með þetta á hreinu“. En síðustu ár hefur FIFA unnið með Katar og Rússlandi, en það sem virkar þar er ekki svo einfalt hér,“ „Við erum allt annað dýr þegar kemur að því hvernig stjórnkerfið starfar og hvernig samskiptin eru. Svo er áherslan í landinu á fótbolta ekki rík. Ef þetta væri Super Bowl værum við að eiga allt annað samtal,“ segir Murphy meðal annars í samtali við The Athletic. Nánar má lesa um málið hér. HM 2026 í fótbolta Bandaríkin Mexíkó Kanada FIFA Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Fundað hefur verið í Hvíta húsinu um langa biðtíma eftir leyfum til að ferðast til Bandaríkjanna en ljóst virðist að einhverra lausna sé þörf ætli Bandaríkin að taka við milljónum ferðalanga á fimm vikna tímabili sumarið 2026. Biðtími eftir viðtali vegna vegabréfsáritunar er 800 dagar í tveimur mexíkóskum borgum og 685 dagar í Bógota, höfuðborg Kólumbíu. Enn eru um 18 mánuðir þar til ljóst er hvaða þjóðir munu taka þátt á mótinu en í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn The Athletic er fótboltaáhugafólk í ríkjunum sem við eiga hvatt til að sækja um vegabréfsáritun núna. Fólk eigi því að sækja um að komast á mótið meira en tveimur árum áður en það fer fram, þegar er alls óljóst hvaða lið taki þar þátt. Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að unnið sé að því hörðum höndum að stytta biðina. Mikið flækjustig Mótið árið 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuþjóðum og verður haldið í 16 borgum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Starfsfólk FIFA mun halda utan um allt skipulag í samstarfi við aðila frá borgunum 16 en í fyrsta sinn hefur ekki verið sett á stokk sérstök skipulagsnefnd á mótsstað. FIFA þarf því að eiga samskipti við mótshaldara og hagsmunaaðila á hverjum stað þar sem eru mismunandi stjórnkerfi, lög, stjórnsýslustig og skriffinska í hverri borg. Stuðningur opinberra og einkaaðila er þá einnig breytilegur frá einni borg til annarrar. Að mótið fari fram í þremur ríkjum getur einnig skapað vandræði fyrir gesti sem ætla að fylgja sínu liði eftir. Það gæti séð fram á snúin ferðalög frá einu ríki til annars þar sem lög um innkomu í löndin þrjú eru mismunandi. Gæti orðið hörmung Í umfjöllun The Athletic kemur fram að áhyggjunar séu töluverðar í mörgum borganna þar sem mótið fer fram, þar á meðal í New York, hvar úrslitaleikurinn fer fram. „Ég er hræddur um að þetta geti orðið hörmung,“ segir Travis Murphy, fyrrum diplómati í Bandaríkjunum sem stýrði um tíma alþjóðlegum armi NBA-deildarinnar í körfubolta. „Áhyggjurnar eru klárlega til staðar í borgunum. Fólk þar hugsar: „Þeir eru FIFA, svo þeir hljóta að vera með þetta á hreinu“. En síðustu ár hefur FIFA unnið með Katar og Rússlandi, en það sem virkar þar er ekki svo einfalt hér,“ „Við erum allt annað dýr þegar kemur að því hvernig stjórnkerfið starfar og hvernig samskiptin eru. Svo er áherslan í landinu á fótbolta ekki rík. Ef þetta væri Super Bowl værum við að eiga allt annað samtal,“ segir Murphy meðal annars í samtali við The Athletic. Nánar má lesa um málið hér.
HM 2026 í fótbolta Bandaríkin Mexíkó Kanada FIFA Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn