„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán ásamt börnum sínum og kosningastjóra. Hún er klár í slaginn og hálfpartinn skammaði þrautreyndan fréttamann fréttastofunnar fyrir að gefa í skyn að hún gæti ekki sem forseti ráðið fram úr stjórnarkreppu ef svo ber undir. Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. „Ég rétt slapp. Þetta eru kannski 16 hundruð meðmæli. Sem betur fer byrjaði ég ekki seinna,“ sagði Ásdís Rán, Ísdrottningin sjálf, en hún mætti niður í Hörpu ásamt fríðu föruneyti. Heimir Már Pétursson fréttamaður tók hana tali og spurði hvert væri hennar erindi, hvers vegna hún hafi ákveðið að blanda sér í þennan leik? „Ég held bara að ég hafi fengið alveg rosalega góða þjálfun erlendis, ég hef verið í hálfgerðu ambassador-starfi, og hef verið að kynna land og þjóð út um allan heim í viðtölum. Já, ég held að ég sé mjög hæf að taka að mér þetta starf.“ En hvað hefurðu fram að færa? „Heyrðu, það verður… ég ætla að fara á fulla ferð í góðgerðarmál. Mig langar til að auðvelda fólki á Íslandi lífið, koma til móts við barnafólk, eldra fólkið og líka unga fólkið sem vantar húsnæði og svoleiðis.“ Forseti hefur kannski ekki ákvörðunarvald í þeim efnum en hann kemur við sögu við stjórnarmyndun, ef það er stjórnarkreppa – treystirðu þér til þess? „Að sjálfsögðu. Ég er kona með kjark. Ég get það fyllilega. Og ég get líka allt hitt, ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna.“ Neinei, ég er ekki að segja að þú getir það ekki. Ég er bara að tala um þessi stóru verkefni sem geta fylgt forsetaembættinu ef illa gengur í stjórnmálunum. „Að sjálfsögðu. Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina. Það er alveg víst.“ Þannig að þú kemur hér með þitt framboð og leggur galvösk af stað í kosningabaráttuna? „Já, ég geri það.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Ég rétt slapp. Þetta eru kannski 16 hundruð meðmæli. Sem betur fer byrjaði ég ekki seinna,“ sagði Ásdís Rán, Ísdrottningin sjálf, en hún mætti niður í Hörpu ásamt fríðu föruneyti. Heimir Már Pétursson fréttamaður tók hana tali og spurði hvert væri hennar erindi, hvers vegna hún hafi ákveðið að blanda sér í þennan leik? „Ég held bara að ég hafi fengið alveg rosalega góða þjálfun erlendis, ég hef verið í hálfgerðu ambassador-starfi, og hef verið að kynna land og þjóð út um allan heim í viðtölum. Já, ég held að ég sé mjög hæf að taka að mér þetta starf.“ En hvað hefurðu fram að færa? „Heyrðu, það verður… ég ætla að fara á fulla ferð í góðgerðarmál. Mig langar til að auðvelda fólki á Íslandi lífið, koma til móts við barnafólk, eldra fólkið og líka unga fólkið sem vantar húsnæði og svoleiðis.“ Forseti hefur kannski ekki ákvörðunarvald í þeim efnum en hann kemur við sögu við stjórnarmyndun, ef það er stjórnarkreppa – treystirðu þér til þess? „Að sjálfsögðu. Ég er kona með kjark. Ég get það fyllilega. Og ég get líka allt hitt, ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna.“ Neinei, ég er ekki að segja að þú getir það ekki. Ég er bara að tala um þessi stóru verkefni sem geta fylgt forsetaembættinu ef illa gengur í stjórnmálunum. „Að sjálfsögðu. Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina. Það er alveg víst.“ Þannig að þú kemur hér með þitt framboð og leggur galvösk af stað í kosningabaráttuna? „Já, ég geri það.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira